Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2011, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 12. desember 2011
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
Hrægammasjóðir
Herja á afríkuríki
Mikil fátækt Kongó en landið er meðal fátækustu ríkja heims
og eru ýmsir sjúkdómar landlægir þar. Myndin sýnir íbúa í Kins-
hasa, höfuðborg Kongó, sem þjást af lömunarveiki. Bandarískur
hrægammasjóður vill fá 12 milljarða króna frá Kongó.
S
vokallaðir hrægammasjóðir
(e. vulture funds), vogunar-
sjóðir sem starfa víðs vegar
um heiminn, hyggjast reyna
að sækja allt að 2,3 milljarða
Bandaríkjadala, rúmlega 273 millj-
arða króna, til fátækustu ríkja heims-
ins með dómsmálum. Alþjóða-
bankinn telur að þessir sjóðir hafi
nú þegar sótt einn milljarð dollara,
nærri 120 milljarða króna, til þessara
ríkja en eigi kröfur á þau upp á um
1,3 milljarða dollara til viðbótar. Um
þetta er fjallað í vikublaðinu Guardi-
an Weekly og byggir frásögnin hér á
eftir á þeim skrifum.
Hrægammasjóðirnir starfa þann-
ig að þegar ríki, eins og til dæmis
Kóngó í Afríku, glímir við innri erf-
iðleika, til dæmis borgarastríð eða
annað slíkt, og getur ekki staðið við
skuldbindingar sínar gagnvart er-
lendum lánardrottnum, kaupa sjóð-
irnir skuldir þeirra fyrir lítinn hluta
af raunverulegu verðmæti þeirra. Í
einhverjum tilfellum afskrifa lána-
stofnanir einfaldlega þessar skuldir
en í öðrum tilfellum eru kröfurnar á
þjóðríkin seldar til slíkra sjóða til að
lágmarka tapið af þeim. Þegar hagur
þessara þjóðríkja hefur vænkast gera
hrægammasjóðirnir svo kröfu um að
fá kröfuna greidda að fullu með vöxt-
um. Gordon Brown, fyrrverandi for-
sætisráðherra Bretlands, hefur lýst
þessum kröfugerðum sjóðanna sem
„siðferðilegri skömm“.
Vill 120 milljarða frá Kongó
Tilefni greinaskrifa Guardian Weekly
er að í þessum mánuði mun dómstóll
á eyjunni Jersey, skattaskjóli á Erm-
arsundi sem heyrir undir Bretland,
kveða upp dóm í máli sem banda-
ríski sjóðurinn FG Hemisphere hef-
ur höfðað gegn Kongó þar sem rík-
ið er krafið um 100 milljónir dollara,
nærri 12 milljarða króna, vegna láns
sem Kongó fékk upphaflega hjá Júgó-
slavíu, áður en það ríki liðaðist í sund-
ur á tíunda áratugnum. Upphaflega
hafði lánið verið tekið til að leggja raf-
magnslínur í Afríkuríkinu. Ríkisstjórn
Bosníu, sem var eitt af þjóðríkjunum
sem varð til eftir uppskiptingu Júgó-
slavíu, eignaðist kröfuna á hendur
Kongó og seldi hana til FG Hemisp-
here í kjölfarið. Samkvæmt Guardi-
an Weeky nam upphaflega lánið 3,3
milljónum dollara en er nú orðin að
100 milljónum dollara.
Kongó er eitt fátækasta ríki
heimsins miðað við verga þjóðar-
framleiðslu á hvern íbúa. Í greininni
kemur fram að þessi upphæð, 100
milljónir dollara, nægi til að kaupa
20 milljónir moskítóneta fyrir börn í
Kongó en um 200 þúsund börn deyja
úr malaríu í ríkinu á hverju ári.
Reyndi að fá sendiráðið upp í
skuldina
Í greininni er vitnað í eiganda FG
Hemisphere, Peter Grossmann, sem
segir að með málaferlunum gegn
Kongó sé hann einungis að sækja
lögmæta kröfu sem sjóður hans eigi
gegn ríkinu. „Ég er ekki að gera neitt
rangt. Ég er bara að sækja lögmæta
kröfu.“ Í greininni segir að áður en
Grossmann ákvað að höfða mál gegn
Kongó á Jersey hafi hann gert til-
raun til að fá sendiráð Kongó í Wash-
ington sem greiðslu upp í skuldina.
Grossmann reyndi að höfða mál-
ið gegn Kongó í Bandaríkjunum og
einnig í Hong Kong en þarlend yf-
irvöld heimiluðu ekki málaferlin.
Sjóður Grossmanns höfðar málið á
Jersey vegna þess að bresk lög girða
ekki fyrir að slík málaferli séu höfðuð
á eyjunni. Hjálparsamtök eins og Ox-
fam berjast nú fyrir því að ríkisstjórn
Bretlands beiti sér fyrir því með laga-
setningu að hrægammasjóðirnir geti
ekki höfðað slík málaferli gegn ríkj-
um þriðja heimsins á Jersey.
n Sækja á lönd þriðja heimsins frá skattaskjólinu Jersey n Kaupa kröfur fyrir lítið en
reyna að innheimta þær að fullu n Kallað eftir aðgerðum frá breskum stjórnvöldum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Ég er ekki að gera
neitt rangt. Ég er
bara að sækja lögmæta
kröfu.