Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2011, Blaðsíða 16
Sandkorn
F
yrirmyndir Íslendinga hafa
umturnast síðustu ár samfara
breyttum gildum þjóðarinnar
eftir lærdóm hennar af hruninu.
Árið 2006 valdi þjóðin Silvíu
Nótt sem fulltrúa sinn í vinsælustu
menningarkeppni Evrópu. Helstu ein
kenni Silvíu voru græðgi, efnishyggja,
óheiðarleiki, sjálfselska og frekja.
Þjóðin elskaði hana. Allt í gríni, auð
vitað. Ungar stúlkur voru klæddar upp
sem Silvía og hegðuðu sér eins og hún
í gríni.
Um svipað leyti var Egill „Gillzen
egger“ Einarsson vinsæll. Hans helstu
gildi voru útlitsdýrkun, sjálfsdýrkun og
hlutgerving kvenna. Árið 2007 skrifaði
Gillzenegger grínpistil um að láta nafn
greindar stjórnmálakonur verða fyrir
kynferðislegri valdbeitingu til að þagga
niður í þeim. Íslendingar kjósa ekki oft
um menningu, en það gerist árlega í
tilfelli Eurovision. Árið 2008 valdi stór
hluti þjóðarinnar að senda Egil og
annað vöðvabúnt bert að ofan til að
flytja lagið „Ho ho ho, We say hey hey
hey“ í Eurovisionkeppninni. Egill og
félagar voru ekki langt frá sigri, en end
uðu í öðru sæti. Árið 2011 var ákveðið
að hann myndi ritstýra Símaskránni,
og í takt við áherslur sínar valdi hann
að setja mynd af sjálfum sér framan á
hana. Allt í gríni þó.
Glysgjarnir bankamenn voru ofur
stjörnur. Líklega hafa engir Íslending
ar verið dýrkaðir jafnmikið og dáðir
af samborgurum sínum og útrásar
víkingarnir. Fátt þótti flottara en bílar
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, mótorhjól
Björgólfs Thors Björgólfssonar, einka
þoturnar og veislurnar. Fólk tók bílalán
í stórum stíl og keypti hlutabréf með
lánum. Fjölmargar, litlar eftirmyndir
af útrásarvíkingunum urðu til. Enginn
skildi hvernig fyrirmyndirnar gerðu
þetta, en nánast allir litu upp til þeirra.
Og allir áttu hlutdeild í óútskýrðu, ís
lensku snilldinni sem lá að baki vel
gengni þeirra.
Svo breyttist allt. Hreiðar Már Sig
urðsson og Sigurður Einarsson voru
valdir menn ársins í íslensku viðskipta
lífi árið 2005. Fimm árum síðar var
annar þeirra í gæsluvarðhaldi og hinn
eftirlýstur af Interpol.
Af hruninu lærðu Íslendingar að
upphafnar syndir eins og græðgi,
sinnuleysi, sjálfselska, yfirborðs
mennska og útlitsdýrkun, væru raun
verulega skaðlegar. Lærdómurinn
var að ráðdeild, aðhald og sannleikur
reyndust vera raunverulega nytsamleg
gildi, en ekki bara úreltar og gamaldags
hömlur á frelsi okkar.
Árið eftir hrunið voru menn ársins í
íslensku viðskiptalífi forsprakkar Fjarð
arkaupa, heilbrigðs fyrirtækis sem var
andstæða týpískra góðærisfyrirtækja.
Það hafði lifað í 37 ár, skuldaði ekki
krónu í langtímaskuldum og hagnaður
fyrirtækisins var fremur notaður til að
styrkja það en til að leyfa eigendunum
að skara fram úr í flottræfilshætti. Ráð
deild, aðhald og hófsemd kom í stað
græðgi og sjálfselsku.
Árið 2010 var maður ársins í við
skiptalífinu Valdimar Hafsteinsson,
framkvæmdastjóri Kjöríss, fyrir „fag
mennsku í rekstri, ráðdeild, dugnað,
hófsemi og útsjónarsemi“. Kjörís er 42
ára fjölskyldufyrirtæki sem hefur alltaf
verið í eigu sömu aðila og aldrei yfirtek
ið annað fyrirtæki. Árið 2007 hefði það
verið kallað dautt fjármagn, þar sem
það hafði ekki verið veðsett upp í topp.
Í fyrra var björgunarsveitarmaður
inn Þórður Guðnason frá Akranesi val
inn maður ársins af hlustendum Rásar
2 og Bylgjunnar og hetja ársins af DV,
eftir að hann og félagar hans lögðu sig
í hættu við að bjarga sjö ára dreng úr
sprungu í Langjökli þrátt fyrir hræði
legar aðstæður. Fórnfýsni fremur en
sjálfselska.
Í sumar valdi Jón Gnarr Reykvíking
ársins. Fyrir valinu varð Gunnlaugur
Sigurðsson, 79 ára íbúi í fjölbýlishúsi
við Fellsmúla. Ástæðan fyrir valinu var
að hann er fyrirmyndarnágranni sem
haldið hefur sameign fjölbýlishúss
ins hreinni í marga áratugi, án þess að
biðja um neitt í staðinn.
Einn sá sem mest er áberandi í
menningunni um þessar mundir er
fjölskyldufaðir að vestan, sem ákvað
þrátt fyrir vinsældir sínar að gefa fólki
tónleika í staðinn fyrir að græða á þeim
með miðasölu. Og þegar landsbyggðar
fólkið fékk ekki miða á tónleikana
ákvað Mugison að breyta einum ókeyp
is tónleikum í tónleikaröð um landið.
Gjafmildi í stað græðgi, upplifun í stað
auðsöfnunar.
Hrunið færði okkur ný gildi og nýjar
fyrirmyndir.
Áfall vofir
yfir Bjarna
n Bjarni Benediktsson, ný
endurkjörinn formaður Sjálf
stæðisflokksins, gæti átt enn
eitt áfallið í
vændum ef og
þegar stjórn
endur Mile
stone verða
ákærðir, eins
og búist er við
á næstunni.
Guðmundur Ólason og Karl
Wernersson og fleiri stóðu að
plotti með Milestone, Sjóvá
og Glitni, ásamt Engeying
um, sem fól í sér að tryggja
Glitni framhaldslíf. Búist er
við ákærum vegna meintr
ar markaðsmisnotkunar í
tengslum við starfsemi Glitnis
á næstu dögum. Með ákærun
um mun birtast gleggri mynd
af áhrifum Bjarna á fram
vinduna fram að hruni. Talið
er að undirskrift Bjarna gæti
hafa frestað því að Glitnir færi
á hausinn strax snemma árs
2008, án þess þó að teljast lög
brot af hans hálfu.
Bloggarar í bátana
n Nokkur flótti er brostinn á í
bloggarahópi Eyjunnar í kjöl
far þess að Pressan birti mynd
af meintu
fórnarlambi
nauðgunar.
Vefpressan
er fyrirtæki
fyrrverandi
borgarfulltrúa
Framsóknar
flokksins og aðstoðarmanns
Halldórs Ásgrímssonar, Björns
Inga Hrafnssonar. Félagið
keypti Eyjuna fyrir nokkrum
misserum. Strax eftir kaupin
streymdu bloggarar af Eyj
unni, en aðrir komu í staðinn,
eins og Eiríkur Jónsson blaða
maður og Illugi Jökulsson, fyrr
verandi ritstjóri. Nú hafa bæj
arstjórinn fyrrverandi Grímur
Atlason og þingmaðurinn Birg-
itta Jónsdóttir kosið að yfirgefa
Eyjuna og er hermt að fleiri
séu komnir á fremsta hlunn.
Bleikt.is selur
ritstjórnarefni
n Kvennavefurinn Bleikt er
nú næstvinsælasti vefurinn
í fjölmiðlaveldi Björns Inga
Hrafnssonar,
Vefpress
unni. Ritstjóri
vefjarins er
Hlín Einars-
dóttir, sem
varð kærasta
útgefandans,
Björns Inga, eftir að hún hóf
störf. Nú á föstudaginn gerð
ist það svo að vefurinn fór að
rugla saman efni og auglýs
ingum. Fréttin „Í Laugum er
allt sem þú þarfnast: Mynd
band“ var birt eins og um rit
stjórnarefni væri að ræða,
en greinin snerist um hvað
World Class í Laugum væri
„frábær“. „Gefðu góða heilsu
í jólagjöf! Í desember er sér
stakur afsláttur af gjafabréf
um í World Class Laugum
sem býður upp á það besta í
heilsurækt og spa.“ Þá virðist
Gilbert úrsmiður einnig hafa
keypt grein um Eldfjallaúr.
Þess ber að geta að Frétta
blaðið selur einnig umfjall
anir, helst í sérblöðum sínum,
en merkir þær „kynningar“.
Þetta er
mjög gefandi
Ég er mjög
sár yfir þessu
Gils Harðarson, eldar fyrir sjálfboðaliðana sem starfa í Fjölskylduhjálp Íslands. – DV Óðinn Svan Geirsson, fv. verslunarstjóri Bónuss á Akureyri. – Akureyri vikublað
Fyrirmyndir Íslendinga
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 12. desember 2011 Mánudagur
S
jálfan langar mig til að hafa
aðgangsharða fjölmiðla en jafn
framt að fréttaflutningur sé
vandaður, sanngjarn og upp
lýstur.
Fyrir nokkrum árum var í tísku að
spyrjast fyrir um það á Alþingi hve mik
ið starfsmenn hjá hinu opinbera fengju
greitt í aksturspeninga. Vitað var að slík
ar greiðslur voru stundum látnar renna
til starfsmanna í stað þess að hækka við
þá launin. Þetta voru þó undantekning
arnar sem sönnuðu regluna. Og reglan
var sú að aksturspeningar voru greiddir
fyrir útlögðum kostnaði vegna aksturs í
tengslum við vinnu.
Mest spilling hjá Vegagerðinni?
Það breytti ekki því að aksturspeningar
voru í hugum sumra fyrirspyrjenda á
þingi og í fjölmiðlum ígildi spillingar.
Menn væru að fá dulbúnar tekjur í
formi aksturspeninga. Hvar skyldi þá
meint spilling hafa verið mest? Að sjálf
sögðu hjá Vegagerðinni. Þar unnu hlut
fallslega flestir starfsmenn við að aka
um vegina!
Auðvitað var þessi umræða glóru
laust rugl. Í stað þess að brjóta viðfangs
efnið til mergjar og kanna hvar verið
væri að greiða fólki aksturspeninga án
útlagðs kostnaðar, með öðrum orðum,
hvar verið væri að hygla fólki, þá voru
allir settir undir sama hatt. Þeir sem óku
um á eigin bílum, borguðu eldsneyti
og allan kostnað en fengu það síðan
endurgreitt, voru sagðir njóta óeðlilegra
kjara.
Sama hefur löngum átt við um dag
peningagreiðslur sem einstaklingar fá
greidda vegna ferðalaga.
RÚV reið á vaðið
Nýlega vildi fréttastofa RÚV fá upplýs
ingar um ferðakostnað minn vegna til
tekinnar ráðstefnu sem ég sótti erlendis
og þá einnig hvaða upplýsingar mætti
ætla að viðkomandi ferð kæmi til með
að skilja eftir í Innanríkisráðuneytinu
eftir að ég léti af störfum þar sem ráð
herra. Þessu svaraði ráðuneytið skil
merkilega og vísaði að auki í fréttaflutn
ing af ráðstefnunni og framlagi mínu
þar en ég hef kappkostað að upplýsa
vel um þá fundi sem ég sæki á vegum
stjórnarráðsins.
Við þetta kviknaði áhugi DV og var
óskað eftir upplýsingum um alla dag
peninga sem ég hefði fengið frá því ég
tók við embætti í september á síðasta
ári. Í ljós kom að upphæðin nam rúmri
milljón. Þá var deilt í þá upphæð mán
aðafjöldanum sem liðinn var – að vísu
vitlaust reiknað – og fengið út hve mikið
ég hefði fengið að meðaltali á mán
uði. Undir lok samantektar blaðsins er
að sönnu hafður fyrirvari á: „Það er þó
ekki hægt að segja að hann hafi stungið
greiðslunum beint í vasann en hann
hefur þurft að standa straum af hótel ,
matar og ferðakostnaði, að flugferð
um undanskildum, með dagpeninga
greiðslum í flestum ferðunum.“
Spyrjum um tvennt
Ef þetta er nú svo – sem er raunin – þarf
þá ekki að spyrja um tvennt? Í fyrsta
lagi, eru dagpeningarnir það rúmt
reiknaðir að menn séu yfirleitt að stinga
einhverju „beint í vasann“? Og ef svo
er, þyrfti þá ekki að lækka dagpeninga
greiðslur hjá starfsfólki í erindrekstri
fyrir stjórnsýsluna, stofnanir og fyrir
tæki? Ég tel reyndar að tilkostnaður
sé yfirleitt í samræmi við greiðslurnar,
með öðrum orðum, að engu sé stungið í
vasann og að fréttaflutningur DV sé því
hreint rugl.
Í öðru lagi mættu fjölmiðlar sem
vilja veita aðhald spyrja um notagildi
ferða, eiga þær rétt á sér eða ekki? Þá
umræðu vil ég gjarnan taka um hverja
einustu ferð sem ég hef farið í en þeim
hef ég, sem ráðherra margra mála
flokka, stillt mjög í hóf.
Þörf á vönduðum fjölmiðlum
Fréttaumfjöllun DV átti sennilega að
sýna með fyrirsögn og framsetningu að
af ferðum mínum væri spillingarfnyk
ur og að ég hagnaðist á þeim persónu
lega. Kannski langar suma fjölmiðla
ekki til að láta taka sig alvarlega. Bara
vera hressilegir í fyrirsögnum og selja
vel. Koma síðan með smáleiðréttingu
undir blálokin þegar margir gætu verið
hættir að lesa. Þrátt fyrir marga ágæta
og mikil væga spretti á DV til að falla í
þennan pytt, líkt og á við um þennan
fréttaflutning. Sjálfan langar mig til að
hafa aðgangsharða fjölmiðla en jafn
framt að fréttaflutningur sé vandaður,
sanngjarn og upplýstur.
Það er þörf á trúverðugum stjórn
málamönnum á Íslandi. Það er líka þörf
á trúverðugum fjölmiðlum. Hver passi
upp á sitt.
Hvatning til DV
Aðsent
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra
6 Fréttir
7. desember 2011 Miðvikudagur
Mislingafaraldur í Evrópu
n Ekkert tilfelli komið upp á Íslandi
U
m þrjátíu þúsund manns hafa
greinst með mislinga á þessu
ári í Evrópu. Ríflega átta af
hverjum tíu þessara einstak-
linga höfðu ekki verið bólusettir fyr-
ir mislingum. Átta dóu á árinu vegna
þessa. 23 fengu alvarlega heilabólgu
en liðlega þúsund manns alvarlega
lungnabólgu. Þetta kemur fram á vef
Landlæknisembættisins en þar segir
að Ísland, Kýpur og Ungverjaland
séu einu löndin í Evrópu þar sem
engin tilfelli hafa greinst. Flestir hafa
greinst í Frakklandi.
Á vefnum segir að eina ráðið til að
koma í veg fyrir mislinga sé bólusetn-
ing en hlutfall barna á Íslandi sem
bólusett hafi verið sé 90 til 95 pró-
sent en það á að nægja til að koma
í veg fyrir að faraldur blossi upp. Þó
sé ljóst að þátttaka hér á landi í bólu-
setningum megi ekki minnka að ráði
án þess að hætta verði á faraldri.
Börn á Íslandi eru bólusett
tvisvar; við 18 mánaða og 12 ára
aldur.
„Foreldrar eru hvattir til að láta
bólusetja börn sín með MMR-bólu-
efninu (Priorix) sem notað er í bólu-
setningu hér á landi. MMR-bólu-
efni hafa sýnt sig að vera örugg og
áhrifarík bóluefni,“ segir í frétt á vef
Landlæknisembættisins.
Á Vísindavefnum segir að misl-
ingar séu einhver mest smitandi
veirusjúkdómur sem til sé. „Misl-
ingar eru óþægilegasti barnasjúk-
dómurinn og sá hættulegasti af
þeim sem valda útbrotum, þar sem
sjúkdómurinn getur haft alvarlega
fylgikvilla.“
baldur@dv.is
Ísland
er í lagi
Enginn hefur
greinst með
mislinga hér
á landi í ár.
Ferðakostnaður ráðuneyta:
257 milljónir
í ferðalög
Ferðakostnaður ráðuneytanna
fyrstu níu mánuði ársins nemur
samtals tæplega 257 milljónum
króna. Það þýðir að ráðuneytin
hafi að jafnaði greitt 28,5 milljónir
króna í ferðakostnað á mánuði.
Inni í þessum tölum eru heildar-
greiðslur vegna ferða starfsmanna
ráðuneytanna. Ekki er tiltekinn
sá kostnaður sem stofnanir sem
heyra undir ráðuneytin hafa þurft
að greiða vegna ferðalaga. Þetta
kemur fram í svörum ráðuneyt-
anna við fyrirspurn Ásmundar
Einars Daðasonar þingmanns.
Svör hafa borist frá öllum ráðu-
neytum að umhverfisráðuneytinu
undanskildu.
Langmestur kostnaður vegna
ferða var í utanríkisráðuneytinu á
fyrstu níu mánuðum ársins, eða
samtals um 136,8 milljónir króna.
Það er meira en fjórum sinnum
meira en hjá mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu, sem eyddi
næstmestu í ferðalög. Alls námu
greiðslur ráðuneytisins rúmlega 31
milljón króna á tímabilinu. Sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytið
eyddi síðan 21,4 milljónum króna
í ferðalög á tímabilinu. Iðnaðar-
ráðuneytið eyddi minnstu, eða rétt
rúmum tíu milljónum króna.
Umferðaróhöpp
í vetrarfærðinni
Lögreglan minnir fólk á að fara
varlega í umferðinni, ekki síst
ökumenn, enda er hálka á vegum.
Nokkur umferðaróhöpp urðu á
höfuðborgarsvæðinu á þriðju-
dag, meðal annars tvær bílvelt-
ur. Önnur varð á Vesturlandsvegi
en hin á Suðurlandsvegi. Þá varð
þriggja bíla árekstur á Reykjanes-
braut í Kópavogi. Þá valt bifreið í
Kópavogi um helgina og sést hún á
myndinni hér að ofan. Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu minnir á að
veðurspár gera ráð fyrir áframhald-
andi frosti og einhverri úrkomu á
höfuðborgarsvæðinu næstu daga.
Því eru ökumenn hvattir til að aka
varlega enda hætt við talsverðri
hálku við þær aðstæður.
Ö
gmundur Jónasson innanrík-
isráðherra hefur fengið rúma
milljón króna í dagpeninga-
greiðslur frá því að hann tók
við embætti ráðherra árið 2010.
Hann hefur farið í níu utanlandsferðir
á ráðherratímanum þar sem hann hef-
ur fengið dagpeningagreiðslur frá 45
þúsund krónum til 360 þúsund króna.
Flestar ferðirnar sem Ögmundur hefur
farið í tengjast samstarfi Evrópuþjóða
eða Norðurlanda á einn eða annan
hátt.
Fjórar greiðslur yfir 100 þúsund
Langhæsta dagpeningagreiðslan sem
Ögmundur hefur fengið er vegna
ferðar sinnar til Mexíkó í september á
þessu ári. Hann fékk 362.707 krónur
í greiðslur vegna ferðarinnar. Fjórar
dagpeningagreiðslurnar eru hærri en
100.000 krónur. En það er vegna ferða
til Svíþjóðar í júní, áðurnefnd ferð til
Mexíkó, til London í október og til
Mónakó nú í nóvember.
Í tveimur ferðanna fékk Ögmundur
greidda hótelgistingu. Það voru ferð til
Póllands 16. nóvember síðastliðinn á
ráðstefnu um rafræna stjórnsýslu og
upplýsingatækni og ferð 29. nóvem-
ber á í fyrra til Rómar á fund Evrópu-
ráðsins um ofbeldi gegn börnum. Við
það lækkuðu dagpeningagreiðslurnar
sem hann fékk en gert er ráð fyrir því
að ráðherrann greiði sjálfur gistingu
af dagpeningum sínum. Samkvæmt
upplýsingum frá innanríkisráðuneyt-
inu fær Ögmundur heldur engar aðrar
greiðslur á ferðum sínum.
Allar ferðirnar á tólf mánuðum
Upplýsingarnar um dagpeninga-
greiðslur ná aftur til 2. nóvember
2010. Þá settist Ögmundur í annað
sinn í ríkisstjórn Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs og Sam-
fylkingarinnar en hann hafði áður
sagt af sér embætti heilbrigðisráð-
herra vegna átaka innan stjórnar-
innar um Icesave-samkomulagið.
Þetta þýðir að á síðustu tólf mán-
uðum hefur Ögmundur fengið að
jafnaði 96.657 krónur á mánuði
í dagpeningagreiðslur frá því að
hann tók við ráðherraembætti.
Það er þó ekki hægt að segja
að hann hafi stungið greiðslunum
beint í vasann en hann hefur þurft
að standa straum af hótel-, matar-
og ferðakostnaði, að flugferðum
undanskildum, með dagpeninga-
greiðslunum í flestum ferðunum.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Langhæsta dag-
peningagreiðsl-
an sem Ögmundur hefur
fengið er vegna ferðar
sinnar til Mexíkó.
n Hefur farið í níu ferðir til útlanda á síðustu tólf mánuðum n Dagpeningagreið
slur nema
rúmri 1,1 milljón króna n Hefur fengið að jafnaði 96 þúsund krónur á mánuði í da
gpeninga
29. nóvember* Róm Fundur Evrópuráðsins um ofbeldi gegn börnum
66.984
6. febrúar Búdapest Samgönguráðherrar Evrópuríkja
79.508
14. júní Svíþjóð Norrænir sveitarstjórnarráðherrar
104.030
20. júní Helsinki Norrænir ráðherrar um innflytjendamálefni
74.284
22. september Mexíkó World Road Congress
362.707
9. október Genf Fyrirtaka hjá SÞ v. mannréttindaskýrslu um Ísl.
98.500
19. október London Fundað með breskri þingmannanefnd
213.226
16. nóvember Pólland Rafræn stjórnsýsla og upplýsingatækni
45.687
18. nóvember Mónakó Fundur Evrópuráðsins um ofbeldismál
114.960
Samtals 1.159.886 kr.
*2010
Dagpeningagreiðslur innanríkisráðherrans
Ferðir og dagpeningagreiðslur til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra
Ögmundur hefur
fengið milljón
Á ferð og flugi Frá því Ögmundur
tók við embætti sem dóms-
mála- og mannréttindaráðherra
og samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra hefur hann farið í níu ferðir í
embættiserindum.
7. desember sl.