Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2011, Blaðsíða 21
„Erfitt að lýsa tilfinningunni“ n Vettel krýndur heimsmeistari annað árið í röð H eimsmeistarinn í Form- úlu 1 annað árið í röð, Sebastian Vettel, fékk sigurlaunin á gala- kvöldi Formúlunnar sem haldið var í Nýju-Delí á Ind- landi um helgina. Sá siður er alltaf á að heimsmeistarinn fái ekki bikarinn í hendurnar fyrr en á þessu kvöldi en þetta er annað árið í röð sem Vettel tekur á móti sigurlaununum. Vettel gjörsamlega drottnaði yfir Formúlunni í ár og átti aldrei nokkur annar mögu- leika á að ógna honum eða Red Bull sem tók einnig við sigurlaununum sem heims- meistari bílasmiða. Jenson Button á McLaren varð í öðru sæti og Mark Web- ber, liðsfélagi Vettels, varð þriðji en verðlaunin afhenti gamli liðsstjóri Ferrari og nú- verandi forseti Alþjóðaakst- ursíþróttasambandsins, Jean Todt. „Það er frábært að vera hérna á Indlandi á þessu gala- kvöldi og taka á móti mínum öðrum heimsmeistaratitli,“ sagði Vettel hrærður við af- hendinguna. „Ég hef haft bik- arinn heima hjá mér allt þetta ár og mig langaði alls ekki að skila honum. Þetta skiptir mig því mjög miklu máli. Ég get ekki lýst því hvernig það er að vinna tvisvar í röð. Liðið var svo einbeitt allt tímabilið og gerði nær engin mistök. Ég vil þakka öllum starfsmönnum Red Bull-liðsins fyrir þeirra framlag.“ Vettel, sem er aðeins 24 ára, varð í fyrra sá yngsti til þess að verða heimsmeistari í Form- úlu 1 og er núna sá yngsti til að vinna tvisvar í röð. Hann setti einnig met í ár með því að hefja fimmtán af nítján keppn- um tímabilsins á ráspól. Red Bull-liðið sem heild átti ótrú- legt ár, vann tólf keppnir, náði átján ráspólum og komst sam- anlagt á pall 27 sinnum. Ein- stakur árangur. „Það er hreint ótrúlegt hvað við gerðum í ár,“ sagði liðstjóri Red Bull, Christi- an Horner. Tveir í röð Vettel á eflaust eftir að halda á þessum bikar mun oftar. mynd ReuTeRs Sport 21mánudagur 12. desember 2011 S telpurnar okkar í ís- lenska kvennalandslið- inu í handbolta hafa lok- ið keppni á HM í Brasilíu en þær töpuðu fyrir ríkjandi heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum á sunnu- daginn, 30–19. Aðeins mun- aði tveimur mörkum, 18–16, þegar 40 mínútur voru búnar af leiknum en þá skipti Rúss- land upp um gír og keyrði yfir íslensku stelpurnar. Síðustu tuttugu mínúturnar unnu þær 12–3. Getumunurinn á lið- unum kom bersýnilega í ljós í seinni hálfleik þrátt fyrir að ís- lensku stelpurnar gæfu allt sitt í leikinn og verða svo sannar- lega ekki sakaðar um að leggja sig ekki fram. Takmarkinu, að komast upp úr riðlinum, var náð og er tólfta sætið frábær árangur á fyrsta stórmóti. sprungu á limminu Leikurinn byrjaði frábær- lega fyrir íslensku stelpurnar sem skoruðu tvö fyrstu mörk- in. Rússar jöfnuðu um hæl en í fyrri hálfleik spilaði íslenska liðið mjög vel á köflum. Varn- arleikurinn var góður, Guðný Jenný varði tólf skot í fyrri hálf- leik og þá gekk margt upp í sóknarleiknum. Undir lok fyrri hálfleiks missti Ísland þó að- eins takið á rússneska birnin- um sem náði þriggja marka for- skoti í hálfleik, 15–12. Í seinni hálfleik náðu ís- lensku stelpurnar áfram að hanga í Rússum þó þær voru aldrei líklegar til að komast fram úr þeim. Það var þó til mikils að vinna að tapa leikn- um ekki með of miklum mun og því mikilvægt að missa Rúss- ana ekki of langt fram úr sér. Þegar 45 mínútur voru búnar af leiknum munaði ekki nema fimm mörkum, 21–16, en þá tæmdist bensíntankurinn hjá okkar stelpum sem skoruðu þrjú mörk gegn níu og töpuðu á endanum með ellefu marka mun, 30–19. Þó stelpurnar berðust hetju- lega kom greinilega í ljós hversu mun betra rússneska liðið er enda hefur það unnið fjögur af síðustu fimm heimsmeistara- mótum. Það var því alltaf við ramman reip að draga. Tækni- feilar stelpnanna undir lokin urðu þó alltof margir og fór að bera á einbeitingarleysi. Stelp- urnar geta þó vel við unað, að hafa unnið þrjá leiki og tapað þremur, á sínu fyrsta heims- meistaramóti. mikil framtíð í liðinu Ágúst Jóhannsson, þjálfari Ís- lands, sagði liðið hafa spilað vel í 45 mínútur. „Við vorum líka óheppin að vera þremur undir eftir fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst í viðtali við Sigurð Elv- ar Þórólfsson á Stöð 2 Sport. „Í seinni hálfleik náðum við að halda í við þær en svo var of lít- ið bensín eftir á tankinum og við fórum að gera mistök eins og sendingarfeila sem voru of dýrir gegn svona frábæru liði eins og Rússlandi. Fimm til sex marka tap hefði ekki verið neitt óeðlilegt en að sama skapi voru miklir möguleikar á að komast inn í forkeppni Ólympíuleik- anna,“ sagði Ágúst sem var samt ánægður með árangurinn. „Þetta er glæsilegur árangur. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega og það er mik- ill árangur að ná tólfta sæti. Við erum með ungt lið og marg- ar af þessum stelpum eiga eftir að vera í landsliðinu í 10–15 ár. Þessar eldri stóðu sig líka gríð- arlega vel. Það er mikil fram- tíð í þessu liði þannig að ef það verður unnið vel í málunum eru miklir möguleikar en það er ekki sjálfgefið að svona árang- ur náist,“ sagði Ágúst viðtali við Stöð 2 Sport. Ævintýrinu lokið n Ísland tapaði gegn heimsmeisturum Rússlands, 19–30 n Getumunurinn of mikill n Frábær árangur hjá stelpunum á fyrsta stórmótinu Rússland 30 Ísland 19 mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 4/3, Arna Sif Pálsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Stella Sigurðar- dóttir 2, Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 2, Hanna G. Stefánsdóttir 1, Dagný Skúladóttir 1, Þorgerður Anna Atladóttir 1, Rut Jónsdóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ás- mundsdóttir 17. Staðan 1 Southampton 21 13 4 4 44:23 43 2 West Ham 21 12 4 5 36:20 40 3 Cardiff 21 10 8 3 34:22 38 4 Middlesbrough 21 10 8 3 25:17 38 5 Hull 21 11 3 7 24:22 36 6 Leeds 21 10 5 6 36:29 35 7 Brighton 21 9 5 7 23:22 32 8 Blackpool 21 8 7 6 33:27 31 9 Leicester 21 8 6 7 28:23 30 10 Reading 21 8 6 7 26:22 30 11 Cr.Palace 21 8 6 7 21:20 30 12 Barnsley 21 8 6 7 30:31 30 13 Birmingham 19 8 5 6 26:22 29 14 Derby 21 8 4 9 26:31 28 15 Burnley 21 8 3 10 31:31 27 16 Portsmouth 20 7 5 8 23:22 26 17 Peterborough 21 7 4 10 40:39 25 18 Watford 21 6 7 8 22:30 25 19 Millwall 21 5 8 8 23:24 23 20 Ipswich 20 7 2 11 31:42 23 21 Bristol City 21 5 5 11 21:33 20 22 Nottingham F. 21 6 2 13 18:36 20 23 Doncaster 21 4 4 13 17:35 16 24 Coventry 21 2 7 12 17:32 13 Staðan 1 Man. City 14 12 2 0 48:13 38 2 Man. Utd 15 11 3 1 35:14 36 3 Tottenham 14 10 1 3 30:18 31 4 Arsenal 15 9 2 4 31:23 29 5 Chelsea 14 9 1 4 31:17 28 6 Liverpool 15 7 5 3 18:13 26 7 Newcastle 15 7 5 3 21:19 26 8 Stoke 15 6 3 6 16:24 21 9 Aston Villa 15 4 7 4 18:19 19 10 Norwich 15 5 4 6 24:28 19 11 Swansea 15 4 5 6 16:20 17 12 Everton 14 5 1 8 15:18 16 13 QPR 15 4 4 7 15:26 16 14 Fulham 15 3 6 6 16:18 15 15 WBA 15 4 3 8 14:23 15 16 Sunderland 15 3 5 7 18:18 14 17 Wolves 15 4 2 9 16:28 14 18 Wigan 15 3 3 9 14:29 12 19 Blackburn 15 2 4 9 22:34 10 20 Bolton 15 3 0 12 20:36 9 Úrslit Enska úrvalsdeildin Liverpool - QPR 1-0 1-0 Luis Suarez (47.). Man. United - Úlfarnir 4-1 1-0 Nani (17.), 2-0 Wayne Rooney (28.), 2-1 Steven Fletcher (46.), 3-1 Nani (55.), 4-1 Wayne Rooney (61.). Arsenal - Everton 1-0 1-0 Robin van Persie (69.) Norwich - Newcastle 4-2 1-0 Danny Simpson (38. sm), 1-1 Demba Ba (45.), 2-1 Grant Holt (58.), 3-1 Steve Morison (63.), 3-2 Demba Ba (70.), 4-2 Grant Holt (81.), Bolton - Aston Villa 1-2 0-1 Marc Albrighton (32.), 0-2 Gary Cahill (38. sm), 1-2 Ivan Klasnic (54.). Swansea - Fulham 2-0 1-0 Scott Sinclair (55.), 2-0 Danny Graham (90.). West Brom - Wigan 1-2 1-0 Steven Reid (32.), 1-1 Victor Moses (36.), 1-2 Jordi Gomez (56. víti). Sunderland - Blackburn 2-1 0-1 Simon Vukcevic (16.), 1-1 David Vaughan (83.), 2-1 Sebastian Larsson (90.+2). Stoke - Tottenham 2-1 1-0 Matthew Etherington (12.), 2-0 Matthew Etherington (42.), 2-1 Emmanuel Adebayor (61. víti). n Younes Kaboul, Tottenham (82.). Enska B-deildin Southampton - Blackpool 2-2 Birmingham - Doncaster 2-1 Burnley - Portsmouth 0-1 n Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Coventry - Hull 0-1 Derby - Bristol City 2-1 Leicester - Peterborough 1-1 Middlesbrough - Brighton 1-0 Millwall - Cardiff 0-0 n Aron einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff vegna meiðsla. Nott. Forest - Crystal Palace 0-1 Reading - West Ham 3-0 n Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading frekar en vanalega. Watford - Leeds 1-1 Barnsley - Ipswich 3-5 n Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Ipswich vegna meiðsla. www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík Frábær árangur Stelpurnar náðu 12. sæti á sínu fyrsta HM. mynd eyþóR ÁRnAson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.