Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Page 2
2 Fréttir 2. apríl 2012 Mánudagur Sigurvegari Magnús vann einstaklingskeppni Mottumars í ár. Hann safnaði tæplega einni milljón króna. Báðir foreldrar hans hafa glímt við krabbamein að undanförnu. Mynd Sigtryggur Ari n Safnaði milljón í Mottumars n Skemmtilegur lokasprettur á skemmtilegri keppni Báðir foreldrarnir með krabbamein Þ etta var skemmtilegur enda- sprettur á skemmtilegri keppni. Auðvitað skiptir málefnið mestu máli,“ seg- ir Magnús Sigurbjörnsson, 24 ára tölvunarfræðingur, sem bar sigur úr býtum í einstaklingskeppni Mottu mars í ár. Magnús safnaði 987.500 krónum en samtals söfn- uðust tæplega 29 milljónir króna í þessu árverknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Einn dagur í einu Líkt og margir þeirra sem skip- uðu efstu sætin í ár þekkir Magn- ús krabbameinið og afleiðingar þess af eigin raun – þótt hann hafi ekki sjálfur glímt við það. Báðir foreldrar hans hafa gengið í gegn- um krabbameinsmeðferðir á síð- ustu árum. „Mamma greindist með brjóstakrabbamein árið 2010 og pabbi með krónískt eitilfrumu- hvítblæði fyrir nokkrum árum. Hann hefur verið í krabbameins- meðferðum síðustu misseri. Það er helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka þátt,“ segir Magnús. Móðir hans greindist svo aftur með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum vikum og er í meðferð við sjúk- dómnum. Þá er faðir hans nýbú- inn í lyfjameðferð. „Þetta gengur ágætlega hjá þeim eins og er í dag. Maður tekur bara einn dag í einu.“ Hörð keppni Keppni á milli efstu manna í ein- staklingskeppninni var hörku- spennandi en henni lauk síðdegis á fimmtudag. Þannig skiptust efstu menn á að leiða keppnina en svo fór að Magnús fór með sigur af hólmi. „Þetta kom fyrir rest og það var mik- ið af góðu fólki sem hét á mig. Mað- ur þekkti ekki alla en samkeppnin sjálf varð til þess að Krabbameinsfé- lagið fékk meiri pening,“ segir hann. Alls skráðu um 3.000 einstak- lingar og 270 lið sig til leiks í Mottu- mars og til marks um mikinn áhuga landsmanna á málefninu voru yfir 500 þúsund heimsóknir á síðuna mottumars.is frá um 180 þúsund tölvum. Lið Arion banka reyndist sigursælast í liðakeppninni þriðja árið í röð en það náði að safna 1.391.500 krónum. Í öðru sæti var lið Alcoa Fjarðaáls með 1.151.400 krónur og í þriðja sæti lið Vodafone með 1.028.000 krónur. Sigurveg- arar í Mottumarskeppninni fengu í verðlaun flugmiða frá WOW air, gistingu á Hótel Keflavík, skegg- húfur frá Vík Prjónsdóttur, hvala- skoðun og Viðeyjarsiglingu með Eldingu og grænmetiskörfur frá Ís- lensku grænmeti. Gáfu honum fimm ár Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þetta kom fyrir rest og það var mikið af góðu fólki sem hét á mig. L æknarnir voru búnir að segja að ég ætti fimm til tíu ár eftir,“ segir Kristján Björn Tryggvason sem varð í öðru sæti í einstaklings- keppni Mottumars í ár. Kristján safn- aði 959 þúsund krónum og var því ansi nálægt því að vinna keppnina. Hann segist engu að síður vera hæstánægð- ur með annað sætið og tekur undir með Magnúsi um að málefnið sé ofar öllu. Kristján greindist með heilaæxli árið 2006 og líkt og hann segir sjálfur gáfu læknar honum ekki mikla von. „Ég byrjaði að fá flog í janúar 2006 en lét ekkert athuga það fyrr en þremur mánuðum síðar. Ég var í Bláa lón- inu með konunni minni og syni mín- um og við vorum að bíða eftir henni þegar ég fékk stórt flog. Það fór allt að hringsnúast og ég sagði stráknum mínum að koma með mér inn. Ég var mjög ringlaður og fór inn til að jafna mig. Svo þegar ég náði áttum hugs- aði ég með mér hvaða tyggjó ég væri eiginlega með,“ segir Kristján og bæt- ir við að tyggjóið hafi í raun verið síg- aretta sem hann var að reykja þeg- ar hann fékk flogið. „Þá fór ég og lét tékka á mér. Þegar maður er farinn að tyggja sígarettur þá þarf maður að láta tékka á sér,“ segir Kristján og hlær. Hann segir að læknar hafi ver- ið svartsýnir og sagt honum að hann gæti búist við því að missa málið og jafnvel sjónina. Heilaæxlið var stórt en með uppskurði, lyfjameðferð og geislameðferð tókst þeim hins vegar að vinna bug á krabbameininu og er Kristján við ágæta heilsu í dag – hann er allavega laus við æxlið. „Ég þarf að vera á flogaveikitöflum alla ævi en allt æxlið er farið. Læknarnir bara hristu hausinn og skildu þetta ekki,“ seg- ir Kristján um þennan góða árangur. Hann lenti að vísu í bílslysi í ágúst í fyrra og er enn að ná sér. „Þess vegna var ég kannski svona hár í Mottumars. Ég gekk á milli fyrirtækja og safnaði áheitum. Það gekk svona vel.“ n Kristján Björn vann bug á heilaæxli Safnaði í tíu ár É g náði ágætum lokaspretti og er að sjálfsögðu mjög ánægður með niðurstöðuna,“ segir Ævar Ágústsson, rétt rúmlega fimm- tugur, sem varð í þriðja sæti í ein- staklingskeppninni í ár. Ævar, sem hefur starfað hjá Vodafone síðast- liðin tólf ár, safnaði 655 þúsund krónum og segir hann að Voda- fone hafi aðstoðað hann dyggilega á lokasprettinum. Eins og sést á með- fylgjandi myndum skartaði Ævar glæsilegu skeggi, eða þangað til hann rakaði það af á föstudag. „Það fékk að fjúka af. Þetta breytist að- eins. Ég var búinn að vera með þetta í tíu ár og líður mjög vel. Allt annað líf,“ segir hann. Ævar missti föður sinn árið 2008 en hafði glímt við krabbamein í nokkur ár. „Þetta byrjaði í blöðru- hálskirtli hjá honum sem er ein al- gengasta tegund krabbameins hjá körlum,“ segir Ævar en faðir hans var rétt innan við áttrætt þegar hann lést. Þá missti Ævar móðurbróður sinn í desember síðastliðnum en hann hafði glímt við lungnakrabba- mein. Hann var rétt tæplega sextug- ur. n Missti föður sinn og móðurbróður Hetjuleg barátta Kristján Björn greindist með heilaæxli árið 2006. Hann er laus við æxlið í dag og við ágæta heilsu. Fyrir og eftir Ævar segir að það hafi verið mikill léttir þegar skeggið fékk að fjúka á föstudagsmorgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.