Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Síða 4
4 Fréttir 2. apríl 2012 Mánudagur Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Áfram einok- un á áfengi Gangi Ísland í Evrópusam- bandið hyggst ríkið viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak sem grundvallast á einkaleyfi ÁTVR á áfengis- og tóbakssölu. Um þessi mál er fjallað í átt- unda samningskafla Íslands og Evrópusambandsins um sam- keppnismál. Í samningsmark- miðum Íslands kemur fram að ríkið stefni að því að halda einokuninni áfram, en fordæmi eru fyrir því að þjóðir í aðildar- viðræðum við ESB hafi fengið sérlausnir í þessum málaflokki. Þannig gengu Svíar í Evrópu- sambandið, en sænska ríkið hélt áfram einokun á áfengissölu. Fram kom í máli Štefans Füle, stækkunarstjóra Evrópu- sambandsins, sem ræddi við blaðamenn í Brussel í síðustu viku, að engar deilur væru um þetta atriði í aðildarviðræðun- um og því öruggt að þó að Ís- land gengi í ESB yrði núverandi fyrirkomulag á áfengis- og tób- akssölu óbreytt. Aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er skipt niður í 33 samningskafla eftir málaflokkum. Þegar hafa verið opnaðir 15 kaflar og þar af hefur 10 köflum verið lokað aftur, sem þýðir að samninganefndir Ís- lands og ESB hafa náð sam- komulagi um öll atriði þeirra. Um þriðjungur samnings- kaflanna snýr beint að löggjöf sem Ísland hefur þegar innleitt vegna aðildar að ESS-samn- ingnum. Þá eru um 10 kaflar sem tengjast óbeint aðild Ís- lands að EES. Štefan Füle hefur sagt að hvorki hagsmunum Íslands né hagsmunum ESB sé betur borg- ið með því að hraða viðræðun- um frekar. Þær séu risastórt mál fyrir Ísland og því beri að vanda til verka. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Íslands vill heldur ekki gefa upp neina sérstaka tímasetningu um hve- nær aðildarviðræðurnar klárast. Mikilvægt sé að vanda til verka. valgeir@dv.is M ér finnst mjög skemmti- legt að sjá að samfélagið trúir því í alvörunni að við séum tilbúnar til þess að beita ofbeldi fyrir mál- staðinn – sem við erum ekki.“ Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgar- fulltrúi VG, í samtali við DV en hún tók þátt í aprílgabbi vefmiðilsins Knúz sem DV tók einnig þátt í en þar var því haldið fram að Sóley færi fyr- ir stofnun nýs hóps herskárra femín- ista sem hygðust beita ofbeldi í að- gerðum sínum. Fjölda aprílgabbsfrétta mátti finna á ýmsum fjölmiðlum í gær. Ást- þór Magnússon forsetaframbjóðandi var á meðal þeirra sem hlupu apríl. Moggamenn hlupu apríl „Ég lét ýmislegt frá mér fara sem ég hefði aldrei gert undir öðrum kring- umstæðum,“ segir Sóley og bætir við að hún myndi aldrei beita herskáum aðgerðum í baráttu sinni. „Það var mjög skemmtilegt að ögra svona og ótrúlegt hverju fólk er tilbúið að trúa upp á femínista.“ Blaðamenn Morg- unblaðsins voru á meðal þeirra sem hlupu apríl í þetta skiptið en þeir birtu frétt um stofnun hópsins undir fyrirsögninni „Stofna öfgahreyfingu“ og kipptu henni út stuttu síðar. „Mér þótti mjög fyndið að bæði Morgunblaðið og Eyjan höfðu sam- band og töluðu lengi vel við mig, spurðu hvort þetta væri aprílgabb en ég harðneitaði því auðvitað,“ seg- ir Sóley og bætir við að í kjölfarið hafi verið birt frétt á vef mbl.is þar sem fram kom að hún hygðist stofna femíníska öfgahreyfingu ásamt Hildi Lilliendahl og Maríu Lilju Þrastar- dóttur. „Fréttin stóð í svona sjö mín- útur, þannig að Mogginn hljóp apríl,“ segir Sóley. „Að öðru leyti þá bara skemmtum við okkur konunglega sem vorum í þessu.“ Leikrit femínista Aðspurð um þau illindi sem virtust vera að skapast á heimasíðu Knúz- hópsins vegna málsins – en ýmis um- mæli nafnkunnra femínista bentu til þess að klofningur væri að skapast í hópi femínista – segir Sóley að um leikrit hafi verið að ræða. „Við vorum bara að leika okkur að því að klofna og vorum að vona að það myndi vekja einhverja athygli. Þannig að þessi hörðu samskipti sem áttu sér stað voru í rauninni bara leikrit, bæði til þess að leika okkur og hafa gaman en líka til þess að auka trúverðugleika gabbsins,“ segir Sóley sem tekur fram að þetta hafi verið einhver skemmti- legasti 1. apríl sem hún hefur upplif- að lengi. En gabbið um herskáu femínistana var alls ekki eina gabbið sem birtist á hinum ýmsu miðlum í gær. Á Eyja- vefnum eyjar.net var því haldið fram að búið væri að staðfesta komu Bjark- ar Guðmundsdóttur á næstu Þjóðhá- tíð. Vestfirski vefurinn BB.is var í þjóð- legri kantinum og hélt því fram að draugur hefði náðst á filmu á Núpi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því hald- ið fram að fundist hefði gull í Esjunni en í kvöldfréttum RÚV sagði að 200 leikarar óskuðust í nýja Hollywood- mynd sem verið væri að taka upp hér á landi. Þá sagði að sést hefði til svo- kallaðs sebrasvans (l. zebra cygnus) í Mýrdalnum um helgina á vef Sunn- lenska. Sunnanmenn héldu gríninu áfram og sögðu enska knattspyrnu- manninn Robbie Fowler vera kom- inn til landsins þar sem hann ætlaði að spila til reynslu hjá liði Selfyssinga næstu daga. Clint Eastwood og Pútín Og grínið og glensið hélt áfram: „Leik- stjórinn margrómaði Clint Eastwood verður með leikaraprufur fyrir nýj- ustu mynd sína, sem til stendur að taka upp á Austurlandi, klukkan 14:00 á Hótel Héraði í dag. Leitað er að 100 hraustum Austfirðingum til að leika í bardagasenum myndarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birt var í Austurglugg- anum, og voru áhugasamir hvattir til þess að mæta. Þá var enginn annar en Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands og fyrrverandi forseti, sagður ætla að gista í Keflavík aðfaranótt mánudags, að því er fram kom í Víkurfréttum. Þar var því einnig haldið fram að háttsett- ir bandarískir embættismenn væru staddir á landinu og að þeir hygðust funda með Pútín hér á landi. Glögg- ir lesendur hafa eflaust áttað sig á því að þarna var um aprílgabb að ræða og fréttirnar voru settar fram í tilefni af 1. apríl. Vefmiðillinn Smugan fjallaði um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Davíð á öllum seðlum Á mbl.is var aprílgabbið vel undirbú- ið en þar var fólki boðið að taka þátt í kosningu um það hver ætti að prýða nýja tíu þúsund króna seðilinn. Hægt var að velja á milli ýmissa valinkunnra einstaklinga eins og Halldórs Laxness, Vigdísar Finnbogadóttur, Ólafs Ragn- ars Grímssonar og Davíðs Oddssonar. En það skipti þó á endanum litlu hvað fólk valdi, því niðurstaða kosningar- innar var alltaf sú sama: „Þú hefur kosið: Davíð Oddsson. Takk fyrir þátt- tökuna.“ Aprílgabb Vísis var á þá leið að óprúttnir aðilar hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt, stolið það- an sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Á Skessuhorni lýsti Magnús Magnússon ritstjóri því yfir að hann ætlaði í for- setaframboð: „Ísland stendur á tíma- mótum. Uppgjör við liðin ár gengur hægt og þjóðin er löskuð eftir illa með- ferð útrásarvíkinga á eignum henn- ar og fjármunum. Endurreisn gengur hægar en ætla hefði mátt.“ Þá Héldu Skessuhornsmenn gríninu áfram og sögðu nöfnin Geirvörtu og Hungurlús á meðal nýsamþykktra nafna manna- nafnanefndar. Fjölmargar gabbFréttir n Sóley Tómasdóttir hæstánægð með aprílgabb n Margir trúðu henni Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Mér þótti mjög fyndið að bæði Morgunblaðið og Eyjan höfðu samband og töl- uðu lengi vel við mig, spurðu hvort þetta væri aprílgabb en ég harð- neitaði því auðvitað. Skemmtilegur 1. apríl Sóley Tómasdóttir, borgar- fulltrúi VG, segir þennan 1. apríl hafa verið þann skemmtilegasta í lengri tíma. Clint Eastwood Átti að vera með prufur fyrir leikara 1. apríl. Robbie Fowler Var sagður eiga að spila með Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.