Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Side 17
Dómstóll götunnar Æi, við erum að skrifa grín hérna, plís ekki trufla Ég reyni að vera minn eigin herra Það gengur rosalega hægt Bergur Ebbi Benediktsson um handritaskrif. – DVEgill Helgason fer sínar eigin leiðir. – DV Birgir Guðmundsson um efnahagsmálin – DV Munu Skotar taka sér sjálfstæði? „Það er bara fínt að fá fleiri í þetta. Ég veit þannig ekkert um hana en ég vil sjá nýjan forseta.“ Haraldur Gíslason 27 ára, starfar hjá NTC „Ég hef voðalega lítið kynnt mér framboðið hennar. Mér finnst hún samt koma vel til greina.“ Þórunn Ragnarsdóttir 56 ára hjúkrunarfræðingur „Ég hef litla tilfinningu fyrir henni eins og stendur. Mín skoðun mun fara eftir þeim málefnum sem hún setur á oddinn.“ Íris Ellenberger 34 ára sagnfræðingur „Ég hef ekkert heyrt um hana. Ég býst við að Ólafur taki þetta.“ Andri Már Friðriksson 23 ára, atvinnulaus „Ég hef enga hugmynd um hver hún er. Ég fylgist ekki mikið með forsetaembættinu.“ Fanndís Fjóla Hávarðardóttir 21 árs förðunarnemi Hvernig líst þér á framboð Herdísar Þorgeirsdóttur? S kotar íhuga nú að lýsa yfir fullu sjálfstæði og snúa af þeirri braut, sem þeir mörk- uðu 1707, þegar England og Skotland sameinuðust undir einum kóngi í einu ríki, Stóra Bret- landi. Markmið Skota með samein- ingunni 1707 var að tryggja Skotum aðgang að mörkuðum Englands og nýlendum Englendinga og einnig að efla frið, en löndin tvö höfðu eldað grátt silfur á fyrri tíð allar götur fram yfir aldamótin 1600. Skotland í Evrópu En nú er öldin önnur. Bretland er í Evrópusambandinu. Skotar þurfa ekki lengur á Englendingum að halda til að tryggja sér aðgang að mörk- uðum Englands eða annarra Evr- ópulanda, þar eð ESB-aðildin trygg- ir þann aðgang. „Skotland í Evrópu“ hefur lengi verið kjörorð skoskra þjóðernissinna. Skoski þjóðarflokk- urinn hefur nú ríflegan meiri hluta í skoska þinginu, sem var endurreist 1999 sem liður í aukinni heimastjórn Skotlands. Flokkurinn hefur sjálf- stætt Skotland efst á stefnuskrá sinni og stefnir að þjóðaratkvæði um mál- ið 2014. Skoska þjóðin er klofin í sjálfstæð- ismálinu líkt og Færeyingar. Margir Skotar óttast, að þeir muni ekki eiga auðvelt með að fóta sig á eigin spýt- ur, fimm milljóna þjóð á næsta bæ við 52 milljónir Englendinga. Sjálfstæðis- sinnar spyrja á móti: Hvers vegna skyldu Skotar ekki geta staðið á eig- in fótum líkt og t.d. Danir, Finnar og Norðmenn, álíka fjölmennar þjóðir? Spurningin svarar sér sjálf. Leikreglur Skotar hugsa að ýmsu leyti öðru- vísi en Englendingar. Muninn má t.d. ráða af því, að breski Íhaldsflokk- urinn hefur lengi haft miklu minna fylgi í Skotlandi en á Englandi. Skotar taka t.a.m. ekki í mál að leyfa skosk- um háskólum að innheimta skóla- gjöld af stúdentum, en háskólagjöld hafa rutt sér til rúms á Englandi síð- ustu ár. Margir Skotar líta í ríkari mæli en Englendingar til Norðurlanda um fyrirmyndir í ýmsum greinum. Þess vegna m.a. finnst mörgum Skotum eðlilegt að stíga skrefið til fulls og lýsa yfir óskoruðu sjálfstæði og setja sér um leið skriflega stjórnarskrá til að undirstrika sjálfstæðisyfirlýsingu sína og lýsa þar fyrir sjálfum sér og um- heiminum, hvers konar samfélag þeir vilja byggja. Bretland er eitt örfárra landa heimsins, sem hefur ekki sett sér skriflega stjórnarskrá. Sumir segja, að Bretar séu svo reglufastir, að þeir þurfi ekki stjórnarskrá, og vísa þá í þjóðarí- þróttina, krikket. Þeir eiga við, að það séu ekki úrslit leiksins, sem skipta höfuðmáli, heldur gangur leiksins, leikreglurnar og virðingin fyrir þeim. Olía og annað Hvernig færi með olíulindir Bret- lands, ef Skotar tækju sér sjálfstæði? Í grófum dráttum má segja, að fjórð- ungur allrar olíu og jarðgass innan lögsögu Bretlands tilheyri Hjaltlands- eyjum (Shetland Islands), 15% til- heyri Englendingum og 60% Skotum. Hjaltlendingar eru aðeins um 20.000 að tölu, svo að olíuauður þeirra er mikill á hvert mannsbarn. Olíusjóð- ur eyjarskeggja er nú um 300 milljón- ir punda eða um 60 milljarðar króna. Það gerir næstum 12 mkr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Hjalt- landseyjum. Arðinum af olíunni hef- ur verið varið til margvíslegrar upp- byggingar á eyjunum fyrir tilstilli almannavaldsins. Úr því að Skot- ar eiga fjórum sinnum drýgri hlut- deild í olíuauðnum en Englendingar, er olíuauður Skota á hvern íbúa fer- tugfaldur á við olíuauð Englendinga, sem eru tíu sinnum fleiri en Skotar. Olíulindirnar skipta ekki sköpum. Ákvörðun Skota um sjálfstæðismál- ið mun ekki ráðast af olíuauðnum nema að litlu leyti. Hitt skiptir meira máli, að Skotum hefur að ýmsu leyti vegnað vel að undanförnu. Þeir hafa byggt upp nýja atvinnuvegi og standa nú framarlega í hátækni á heims- vísu. Skotland er ekki lengur bara viskí, vefnaðarvara og misheppnaður þungaiðnaður. Menningin blómstr- ar. Edinborg, höfuðborg Skotlands, er ein fegursta borg álfunnar og þykir jafnan vera besti staður Bretlands að búa á. Glasgow er annar handlegg- ur. Þar í borg eru þrjú fátækustu kjör- dæmi Bretlands, og þar er mannsæv- in að meðaltali styttri en víðast hvar annars staðar í Evrópu. „Muninn má t.d. ráða af því, að breski Íhaldsflokkurinn hefur lengi haft miklu minna fylgi í Skotlandi en á Englandi Fótabað Það er huggulegt að setjast við fótabaðið á fallegum vordegi. Mynd Eyþór árnaSOnMyndin Umræða 17Mánudagur 2. apríl 2012 1 Stofnar herskáa femínistahreyfingu Aprílgabb um ofbeldisfulla hreyfingu Sóleyjar Tómasdóttur 2 Hér eru aprílgöbbin á miðl-unum í dag Fjölmiðlar reyndu ýmislegt til að gabba landsmenn 3 Skorað á Davíð að bjóða sig fram til forseta Vilja að Davíð Oddsson verði næsti húsráðandi á Bessastöðum 4 Sheen viðurkennir „ógeðs-lega“ hegðun Hollywood-leikarinn segist hafa snúið við blaðinu. 5 Blaðamaður hraunar yfir AMXMagnús Halldórsson lét smáfuglana hafa það óþvegið.. 6 Megan Fox: Ólétt?Hollywood-stjarnan er sögð eiga von á barni. 7 Blóðugir hundar fóru í barnavagn í Grafarvogi Höfðu skömmu áður tætt í sig kött í hverfinu. Mest lesið á DV.is Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.