Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 8
8 Fréttir 18. febrúar 2013 Mánudagur Skammar andstæðinga ESB n Skuggabaldrar gamla Íslands eiga ekki að ráða för úr reykfylltum bakherbergjum Í inngangi að árlegri skýrslu utan­ ríkisráðherra til Alþingis úthúðar Össur Skarphéðinsson þeim sem vilja hætta við viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Hann segir þá skuggabaldra flokksklíkna. Þeir séu partur af gamla Íslandi sem vilji svipta þjóðina réttinum til að fá að greiða sjálf atkvæði um samninginn „Okkar verkefni er að ná sem bestum samningi fyrir hagsmuni Ís­ lands. Þá verður það á endanum þjóðin sjálf sem kýs hvort hún vill aðild … Það er hennar heilagi réttur. Í því felst kjarni hins nýja Íslands.“ Ráðherrann segir að þeir sem vilji svipta þjóðina þessum rétti tilheyri gamla Íslandi, sem hafi fallið með hruninu. Eina ástæðan fyrir því sé að þeir óttist „að endanlegur samning­ ur verði það góður að þjóðin muni gjalda honum jáyrði sitt.“ Það er ekki lýðræði, segir utan­ ríkisráðherra, heldur minni slík vinnubrögð „frekar á myrkraverk skuggabaldra gömlu klíknanna og patríarkaveldanna sem réðu málum til lykta í reykfylltum bakherbergj­ um flokksmaskína fremur en lúta lýðræðinu og láta þau í hendur hins upplýsta vilja fólksins.“ Össur vísar til umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi, þar sem hann segir að bæði íhalds­ menn og framsóknarmenn í Bret­ landi ástundi allt önnur og betri vinnubrögð en flokksbræður hér á Íslandi. „Íhaldsmaðurinn David Camer­ on, forsætisráðherra Breta, og fram­ sóknarmaðurinn Nick Clegg, vara­ forsætisráðherra, hafa loftað út úr sams konar sortukimum í sínum flokkum í Bretlandi, og lagt til að Bretar kjósi ekki um framhald að­ ildar að ESB fyrr en búið er að semja upp á nýtt og fullgerður samningur liggur á borðinu.“ Össur hefur eftir þeim Cameron og Clegg, að þá fyrst geti menn vit­ að um hvað þeir eigi að kjósa, þegar samningur sé fullgerður, og allir séu upplýstir um kosti hans og galla. „Sama gildir að sjálfsögðu hér á Íslandi. Þjóðin á að fá að velja um samning, en ekki óljósar útlínur.“ n Stela millj- örðum á hverju ári Árlega eru allt að 3,4 milljörð­ um króna sviknir út úr almanna­ tryggingakerfinu, samkvæmt mati sem birtist í nýrri skýrslu Ríkis­ endurskoðunar. Stofnunin telur að efla þurfi eftirlit á þessu sviði, meðal annars með því að rýmka lagaheimildir Tryggingastofnunar til að afla og vinna með persónu­ upplýsingar. Frá þessu greinir á vef stofnunarinnar. Stofnunin segir mikilvægt að gera viðurlög þannig úr garði að þau fæli fólk frá því að reyna að svíkja út bætur. Talan, 3,4 milljarðar er miðuð við bótasvik í Danmörku. Ætl­ að sé að þar nemi bótasvik þrjú til fimm prósent af heildar­ fjárhæð bótagreiðslna. Í nýrri skýrslu Ríkisendur skoðunar segir að nauðsynlegt sé að tryggja Tryggingastofnun fjárhagslegt bol­ magn til að hafa virkt eftirlit með bótasvikum, auk þess að rýmka heimildir til eftirlitsins. Árið 2011 var 531 mál til rann­ sóknar hjá Tryggingastofnun en í helmingi tilfella leiddi rannsóknin til breytinga á greiðslum. Súðavíkur- göng fari í forgang Sjö þingmenn úr Norðvesturkjör­ dæmi hafa lagt fram þingsálykt­ unartillögu þess efnis að Súða­ víkurgöng, á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar í Ísafjarðardjúpi, verði næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum á eftir Dýrafjarðar­ göngum. Með því þyrfti að breyta gildandi samgönguáætlun. Þá er lagt til í tillögunni að snjóflóðavarn­ ir á Kirkjubóls­ og Súðavíkurhlíð­ um verði efldar. Þingmennirnir sem um ræðir eru Ólína Þorvarðardótt­ ir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttars­ son, Jón Bjarnason, Gunnar Bragi Sveinsson og Ásmundur Einar Daðason. „Árum saman hefur sú vitneskja legið fyrir að vegurinn um Kirkju­ bólshlíð í Skutulsfirði og Súðavíkur­ hlíð í Álftafirði er stórhættulegur vegfarendum vegna tíðra ofanflóða, einkum snjóflóða. Þetta kom átak­ anlega glöggt í ljós í ofviðri því sem gekk yfir Vestfirði skömmu fyrir síð­ ustu áramót þegar fjöldamörg snjó­ flóð féllu á þessari leið á fáeinum dögum, m.a. úr 20 af 22 skilgreind­ um snjóflóðafarvegum í Súðavíkur­ hlíð. Tepptust þar með allar bjargir og aðföng til og frá Ísafirði, höfuð­ stað Vestfjarða. Þær aðstæður sem þar með mynduðust eru með öllu óásættanlegar fyrir íbúa á norðan­ verðum Vestfjörðum sem sækja heilbrigðisþjónustu og aðra grunn­ þjónustu til Ísafjarðar. Vegurinn um Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð inn Djúp er helsta samgönguæð íbúa á Ísafirði í þjóðvegakerfinu yfir vetrar­ mánuðina,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni. Lagt er til að innan­ ríkisráðherra hefji þegar undirbún­ ing vegna jarðgangagerðarinnar og vinnu við að tryggja nægilegar fjár­ veitingar til að snjóflóðavarnir verði fullnægjandi allt þar til jarðganga­ gerðinni er lokið. Þjóðin velur Þjóðin kýs á endanum sjálf hvort hún vill aðild. Það er hennar heilagi réttur, segir Össur. „Myndi fúna heima“ n Ingvar er 84 ára og starfar enn sem húsgagnasmiður E f ég myndi hætta þá færi ég bara heim í hægindastólinn og myndi fúna þar. Þá væri þetta bara búið. Eins og ég segi með járnsmiði, þeir fara heim og ryðga og húsgagnasmiðir heim og fúna. Það heldur mér gang­ andi að mæta hérna og hafa eitthvað að gera,“ segir Ingvar Þorsteinsson húsgagnasmiður. Ingvar verður 84 ára á árinu en lætur það ekki stöðva sig og mætir í vinnu á verkstæði sínu alla virka daga. Það segist hann munu gera svo lengi sem hann get­ ur og hafi heilsu og þol til. „Ég mætti alltaf klukkan átta og var til fimm en er nýbyrjaður að mæta klukkan níu. Ég vakna sex og les öll blöðin, er áskrifandi að þeim öllum, ég vil geta fylgst með.“ Ingvar í Ingvar og Gylfa „Ég smíða nú minna svona seinni árin en dunda mér við minni verk­ efni og svo er ég með lærlinga,“ segir Ingvar. Hann rekur smíðaverkstæði að Dalvegi og hefur átt það verk­ stæði í þrettán ár. Starfsreynsla hans í smíðinni spannar þó mun fleiri ár en Ingvar byrjaði að smíða 15 ára að aldri. Þá vann hann hjá smiði á Laugavegi og fór þaðan að vinna í húsgagnaverslun Reykjavíkur þar sem hann var fljótlega gerður að verkstjóra og starfaði þar í átta ár. Síðan stofnaði hann ásamt vinnufé­ laga sínum fyrirtækið Ingvar og Gylfa sem varð eitt þekktasta húsgagna­ fyrirtæki landsins. „Við byrjuðum í skúr í Bogahlíðinni og vorum fljót­ lega komnir með flesta skúrana þar,“ segir Ingvar. Hróður þeirra félaga barst víða og fengu þeir hvert ver­ kefnið á fætur öðru og voru eitt far­ sælasta fyrir tækið í bransanum til margra ára. „Við innréttuðum hót­ elin öll, Hótel Esju, Hótel Sögu og Hótel Ísland,“ segir Ingvar stoltur. Margir hafa unnið hjá Ingvari í gegn­ um tíðina. „Þetta var stór hópur á sínum tíma,“ segir hann og bend­ ir stoltur á mynd á veggnum hjá sér af starfsmönnum Ingvars og Gylfa sem hann ber vel söguna og er í sam­ bandi við marga þeirra enn þann dag í dag. „Mér finnst ég eiga ansi mikið í mörgum þeirra og þeir líta margir hérna við hjá mér í kaffi og svona.“ Miðlar þekkingunni Ingvar segist hafa gaman af því að hitta fólk og spjalla enda líti margir við hjá honum á verkstæðinu í þeim tilgangi. Hann tekur líka að sér verk­ efni, sérsmíði ýmiss konar og hefur einnig haft hjá sér lærlinga. „Ég geri kannski minna núna þegar ég er kominn á þennan aldur en ég hef þekkinguna og get miðlað henni,“ segir Ingvar sem leggur mikið upp úr því að lærlingar komi sem best undir­ búnir fyrir starf húsgagnsmiðsins eftir að hafa verið í læri hjá honum. „Það þarf að gera hlutina vel og hafa allt nákvæmt,“ segir hann. Ingvar hefur meðal annars unnið mikið fyr­ ir tryggingafélag á seinni árum og þá gert við húsgögn sem nánast voru talin ónýt. „Eins og þessi skápur hér, konan ætlaði ekki að trúa því þegar hún fékk hann til baka en hann hafði brunnið alveg í gegnum viðinn,“ seg­ ir hann og sýnir fyrir og eftir myndir af skáp sem hafði farið illa í bruna. Á seinni myndinni er hann eins og nýr. Áfall að missa dæturnar Það er ekki á Ingvari að sjá að hann sé orðinn 84 ára. Hann hefur að mestu leyti verið heilsuhraustur í gegnum tíðina en hefur þó tvisvar fengið krabbamein: í brjóstið og blöðruhálsinn. „Það var tekið af mér brjóstið. Það er afar sjaldgæft að karl­ ar fái brjóstakrabbamein. En þetta er eitthvað arfgengt í fjölskyldunni,“ segir Ingvar sem missti móður sína og tvær dætur úr krabbameini. Það var mikið áfall þegar hann missti dætur sínar tvær sem dóu langt fyrir aldur fram: 57 og 52 ára. „Þær dóu með 30 daga millibili,“ segir hann alvarlegur í bragði og sorgina má sjá í augum hans. Að horfa á eftir börnun­ um sínum í dauðann segir hann vera það erfiðasta sem hann hafi upplifað. „Það er eina skiptið um ævina sem ég hef misst svefn. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er hrikalegt að horfa á eftir börnunum sínum. Það er eitthvað sem enginn ætti að upp­ lifa,“ segir hann. Ingvar og eigin­ kona hans eignuðust auk dætranna tveggja, þrjú önnur börn. Tvo syni og dóttur. Synirnir tveir eru líka smiðir en vinna þó ekki með Ingvari eins og er. „En þeir fá stundum að koma og nota aðstöðuna hér,“ segir hann. Ingvar segist ekki vera komin með leiða á húsgagnsmíðinni þrátt fyrir hátt í 70 ára feril í faginu. „Það gefur manni svo mikið að vera enn að,“ segir hann kampakátur að lokum. n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Það er eina skipt- ið um ævina sem ég hef misst svefn. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er hrikalegt að horfa á eftir börnunum sínum. Enn að Ingvar er enn að smíða þrátt fyrir að verða 84 ára á árinu. Hann smíðar minna núna en hann gerði en miðlar af þekkingu sinni til lærlinga sinna. Mynd SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.