Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 18. febrúar 2013 Mánudagur
M
enningar- og ferðamála-
ráð Reykjavíkurborgar fer
með skýrslu eftirlitsnefnd-
ar um kvikmyndahátíð-
ina RIFF sem trúnaðar-
mál. Hátíðin er fjármögnuð að mestu
leyti með styrkjum, meðal annars frá
Reykjavíkurborg – af um 56 milljóna
króna tekjum hátíðarinnar árið 2011
voru 40 milljónir tilkomnar vegna
styrkveitinga. Vegna inntaks trúnaðar-
skýrslunnar liggur ekki fyrir vilyrði
fyrir styrk frá borginni til hátíðarinnar,
líkt og síðastliðin níu ár. DV hefur gert
tilraunir til að fá aðgang að skýrslunni
en það hefur ekki gengið.
RIFF er árleg kvikmyndahátíð
sem haldin er í Reykjavík. Hátíðin
hefur verið haldin síðastliðin níu ár
en á henni á eru sýndar kvikmyndir
víða að úr heiminum og koma leik-
arar og leikstjórar gjarnan hingað til
lands í tengslum við hátíðina. Fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar er Hrönn
Marinósdóttir sem jafnframt er eini
eigandi og stjórnarmaður rekstrar-
félags hátíðarinnar, Alþjóðleg kvik-
myndahátíð í Reykjavík ehf. Á hverju
ári hefur Reykjavíkurborg styrkt hátíð-
ina um 8 til 9 milljónir króna en hátíð-
in hefur einnig fengið styrki frá öðrum
aðilum, til dæmis í gegnum mennta-
málaráðuneytið.
Trúnaðarmál
Einar Benediktsson, formaður menn-
ingar- og ferðamálaráðs, segir það
vera trúnaðarmál af hverju borgin
hafi ekki viljað gefa hátíðinni vilyrði
fyrir áframhaldandi styrk. „Það er
trúnaðar mál af hverju það er ekki vil-
yrði fyrir styrk, og við erum að vinna
í því máli. Kvikmyndahátíð í Reykja-
vík er sterk kvikmyndahátíð og ég er
að vinna að því að hún haldi áfram að
vera sterk [...].“
Hann segir jafnframt að þó að ekki
hafi verið ákveðið að halda áfram
að styrkja hátíðina þá séu viðræður í
gangi um framtíðarskipulag hennar.
„Ég hef verið í samskiptum við hátíð-
ina um framtíðarskipulag hennar og
sú vinna hefur gengið vel. Við höfum
verið að fara yfir það hvernig við vilj-
um hafa þessa hátíð, hvernig fyrir-
tækjaformið er og annað í þeim dúr.
Hátíðin er að endurskipuleggja sig.“
Hrönn Marinósdóttir segir að-
spurð við DV að hún vilji ekki ræða
um málið við blaðið.
Hátíðin vernduð
DV hefur heimildir fyrir því að á ný-
legum fundi menningar- og ferða-
málsráðs hafi skýrslan um RIFF, sem
unnin var af eftirlitsnefndinni sem
í voru Eva Baldursdóttir, Jarþrúður
Ásmundsdóttir og Signý Pálsdóttir,
verið kynnt fyrir meðlimum ráðsins.
Inntak skýrslunnar er ekki reifað í
fundargerð ráðsins.
Meðlimir ráðsins fengu heldur
ekki eintak af skýrslunni, sem köll-
uð var „minnisblað“ til að undirstrika
að um vinnugagn, en ekki opinbert
plagg, væri að ræða. Slík vinnugögn,
eins og minnisblöð eru gjarnan, eru
ekki háð ákvæðum um upplýsingalög
og því þarf ráðið ekki að gera gagnið
opinbert. DV hefur heimildir fyrir því
að á fundi menningar- og ferðamála-
ráðs hafi verið ákveðið að skýrslan
yrði trúnaðarmál vegna þess að inn-
tak hennar gæti skaðað aðstandendur
RIFF og þar með hátíðina sjálfa.
„Viðkvæmar upplýsingar“
Eva Baldursdóttir, meðlimur eftirlits-
nefndarinnar sem vann skýrsluna um
RIFF, segir aðspurð að menningar- og
ferðamálaráð hafi ákveðið að „minn-
isblaðið“ yrði trúnaðarmál vegna þess
að þar kæmu fram „viðkvæmar upp-
lýsingar“. Annar aðili innan úr stjórn-
sýslunni, sem ekki vill láta nafn síns
getið segir, að upplýsingarnar sem
komi fram í skýrslunni séu „erfiðar,
óvægnar og viðkvæmar“.
Skýrslan var meðal annars byggð
á samtölum við fyrrverandi og nú-
verandi starfsmenn hátíðarinnar sem
munu hafa verið gagnrýnir á starfs-
hætti stjórnenda RIFF samkvæmt
heimildum DV. Einn af heimildar-
mönnum DV talar um „samstarfsörð-
ugleika“ framkvæmdastjóra hátíðar-
innar við starfsfólk hennar. Þá hefur
DV heimildir fyrir því að einhverjir af
starfsmönnunum hafi kvartað undan
þeim launum sem þeir fengu greidd
fyrir störf sín fyrir hátíðina.
Ársreikningar ekki
endurskoðaðir
Eitt af því sem auk þess mun hafa ver-
ið gagnrýnt í skýrslunni er að ársreikn-
ingar rekstrarfélags RIFF í gegnum tíð-
ina hafi ekki verið endurskoðaðir af
löggiltum endurskoðanda. Í ársreikn-
ingi félagsins fyrir árið 2011 kemur
fram að ekki hafi farið fram endur-
skoðun á ársreikningnum. „Endur-
skoðun hefur ekki verið framkvæmd.“
Sá einstaklingur sem endurskoðaði
reikninginn er titlaður viðskipta-
fræðingur.
Eitt af því sem menningar- og
ferðamálaráð mun vilja í framtíðinni,
ef sú ákvörðun að veita hátíðinni ekki
styrk verður ekki endurskoðuð, er að
ársreikningur rekstrarfélagsins verði
endurskoðaður í framtíðinni.
Í ársreikningnum kemur meðal
annars fram að af tæplega 57 millj-
óna króna tekjum rekstrarfélags RIFF
fari rúmar 32,5 milljónir króna í laun
og launatengd gjöld og eru rúmar
23 milljónir króna gjaldfærðar undir
liðnum „annar rekstrarkostnaður“.
Tap rekstrarfélagsins árið 2011 nam
rúmum 2,5 milljónum króna.
Samráð haft við
borgarlögmann
Svanhildur Konráðsdóttur, sviðs-
stjóri menningar- og ferðamála-
sviðs Reykjavíkur, segir aðspurð af
hverju skýrslan um RIFF sé trún-
aðarmál, að ákveðið hafi verið að
skipa eftirlitsnefnd til að gera út-
tekt á starfsemi hátíðarinnar í fyrra.
„Það var ákveðið snemma á síðasta
ári að setja af stað ákveðna eftirlits-
nefnd til þess að vinna með þetta
verkefni. Þetta gerði nefndin í sam-
starfi við framkvæmdastjóra hátíðar-
innar og eiganda hennar. Niðurstaða
vinnu nefndarinnar er vinnugagn og
trúnaðarmál. Það er eitthvað sem ég
hef ekki heimild til að senda þér.“
Hún segir að fullt samráð hafi verið
haft við borgarlögmann um hvernig
bæri að meðhöndla gögnin sem eftir-
litsnefndin um starfsemi RIFF vann.
„Það liggur algerlega fyrir hvaða fjár-
munum er veitt í hátíðina og það er
fyrst og fremst eiganda hátíðarinnar
að svara fyrir hvernig fjármunir frá
Reykjavíkurborg nýtast. Það eru engar
afleiðingar, það liggur fyrir eins og
staðan er núna að hátíðin hefur ekki
vilyrði fyrir styrk frá Reykjavíkurborg
fyrir árið 2013. Þannig er staðan núna.
Okkar málsmeðferð viljum við hafa
eins vandaða eins og kostur er. Við
höfðum fullt samráð við borgarlög-
mann nákvæmlega um það hvernig
við ætlum að meðhöndla þessi gögn
og þar er horft á stjórnsýslu- og upp-
lýsingalög.“
Miðað við ummæli þessara starfs-
manna borgarinnar sem rætt er við
hér þá mun RIFF ekki fá styrk frá
Reykjavíkurborg nema að ákveðnar
forsendur breytist. Í máli Einars Arnar
kemur hins vegar fram að viðræður
um framtíð hátíðarinnar gætu skilað
sér í breyttu viðhorfi varðandi styrk-
veitingu til hennar. Þá er ljóst út frá
máli formannsins að vilji borgaryfir-
valda stendur til þess að haga málum
þannig að kvikmyndahátíðin verði í
borginni líkt og fyrri ár með stuðn-
ingi Reykjavíkurborgar. Ekki liggur
hins vegar fyrir hvaða forsendur þurfa
að vera fyrir hendi til þess að Reykja-
víkurborg haldi áfram að styrkja
hátíðina. n
n Skýrsla um kvikmyndahátíðina leiðir til þess að Reykjavíkurborg styrkir hana ekki
Trúnaðarmál Einar Örn Benediktsson,
formaður mennta- og ferðamálaráðs,
segir að skýrslan um starfsemi kvikmynda-
hátíðarinnar RIFF sé trúnaðarmál.
Óvíst með styrk Svanhildur Konráðs-
dóttir, sviðsstjóri menningarsviðs Reykja-
víkurborgar, segir að hátíðin hafi ekki vilyrði
fyrir styrk frá borginni fyrir árið 2013.
Hátíðin vernduð Skýrsla eftirlitsnefndarinnar
er skilgreind sem „minnisblað“ og trúnaðarmál
til að vernda kvikmyndahátíðina. Hrönn
Marinósdóttir er framkvæmdastjóri RIFF og
eigandi rekstrarfélags hátíðarinnar.
Leyna svartri
skýrsLu um riFF
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Um RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, var haldin í fyrsta sinn í
Reykjavík í nóvember árið 2004
og hefur stækkað ár frá ári hvað
varðar fjölda gesta, við-
burða og kvikmynda á
hátíðinni.
Síðari ár hafa
fulltrúar annarra
þekktra kvikmynda-
hátíða sótt RIFF, sem
dæmi má nefna Cameron
Bailey frá kvikmyndahátíðinni í
Toronto, fulltrúa frá kvikmynda-
hátíðunum Berlinale, Karlovy Vary
og Tribeca.
Hátíðinni lauk
snemma í október
á síðasta ári og
aðsóknin var þá, að
sögn aðstandenda, sú
mesta frá upphafi.
Margar stórstjörnur úr
heimi kvikmyndanna hafa sótt
Reykjavík heim í
tengslum við hátíð-
ina. Meðal þeirra
stærstu má nefna,
Costa-Gavras,
Dario Argento, Jim
Jarmusch, Aki Kauris-
mäki og Milos Forman.