Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Side 12
Mögulega teknir
saklausir af lífi
12 Erlent 18. febrúar 2013 Mánudagur
n Amnesty kostar herferð gegn dauðarefsingum n Vafasöm sönnunargögn leiddu til sakfellingar
„Ef þú
átt
erfitt með að
melta þetta,
bregstu þá við
H
erferð sem miðar að því
að afnema dauðarefsingu
í heiminum hefur vak-
ið talsverða athygli
undanfarna daga. Þar
er sjónunum beint að föngum
sem teknir voru af lífi en fengu
af ýmsum ástæðum óréttláta
málsmeðferð og voru mögulega
saklausir á dauðadeild. Það eru
mannréttinda samtökin Amnesty
International – armur samtakanna
í Púertó Ríkó – sem eru kostun-
araðili herferðarinnar en þar eru
birtar myndir af nokkrum föngum,
upplýsingar um glæpina sem þeir
áttu að hafa framið og loks hver
síðasta máltíð þeirra var. „Ef þú átt
erfitt með að melta þetta, bregstu
þá við,“ stendur undir myndunum
og er vísað á vefslóð þar sem hægt
er að skrifa undir undirskrifta-
lista gegn dauðarefsingum. Allir
eiga fangarnir það sameiginlegt
að hafa verið dæmdir til dauða og
teknir af lífi í Bandaríkjunum. Er
markmið herferðarinnar að benda
á þá staðreynd að hver teljist sak-
laus uns sekt hans er sönnuð.
Væru dauðarefsingar ekki við lýði
væru einhverjir þeirra hugsanlega
frjálsir í dag. n
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is Claude Howard Jones
Sakfelldur fyrir: Vopnað rán og morð. Tekinn af lífi: Árið 2000.
Jones var sagður hafa gengið inn í verslunina Zell‘s í Texas í nóvember 1989, rænt
hana og skotið eiganda hennar, Allen Hilzendager, til bana. Meðal sönnunargagna
í málinu var eitt hár sem fannst á vettvangi glæpsins. Hárið var talið vera af höfði
Jones og lögðu saksóknarar áherslu á að sönnunargagnið myndi tengja Jones við
glæpinn. Árið 2010 var DNA-próf framkvæmt og leiddi það í ljós að hárið tilheyrði
honum ekki. Hann viðurkenndi þó að hafa beðið úti í bíl á meðan félagi hann fór inn í
búðina og skaut Allen til bana. Jones, sem átti langan afbrotaferil að baki, var hand-
tekinn í Flórída þremur vikum eftir skotárásina fyrir bankarán. n
Ruben Cantu
Sakfelldur fyrir: Rán og morð í San Antonio 1984. Tekinn af lífi: Árið 1993.
Cantu var 17 ára árið 1984 þegar tvö ungmenni brutust inn í hús í borginni San
Antonio í Texas. Viðgerðir stóðu yfir í húsinu og voru tveir verkamenn, sem höfðu
það hlutverk að gæta verðmæta hússins, skotnir af ungu mönnunum. Annar þeirra
lést en hinn lifði og benti hann á Cantu í sakbendingu hjá lögreglu. Það óvenjulega
var að verkamanninum höfðu í tvígang verið sýndar myndir af Cantu áður en til
sakbendingarinnar kom og bar hann þá engin kennsl á hann. Síðar gáfu tvö vitni
sig fram, þar á meðal maðurinn sem átti að hafa verið með Cantu umrædda nótt
og var einnig sakfelldur, og sagði að Cantu hefði ekki verið með sér umrætt kvöld.
Rangur maður hefði verið tekinn af lífi. n
Leo Jones
Sakfelldur fyrir: Morð á lögreglumanni í Flórída 1991. Tekinn af lífi: Árið 1998.
Jones var sendur í rafmagnsstólinn þann 24. mars 1998 eftir að hafa verið dæmdur til dauða
fyrir morðið á lögregluþjóninum Thomas Szafranski í Jacksonville árið 1981. Jones sagði við
réttarhöldin að hann hafi verið þvingaður til að játa á sig morðið – glæp sem hann framdi
ekki. Jones sagðist hafa barinn illa í tólf klukkustundir samfleytt við yfirheyrslur fyrst eftir
að hann var handtekinn. Lögregla neitaði þessum ásökunum og var játning hans tekin gild.
Szafranski var skotinn af löngu færi og þó svo að fjöldi vitna hefði gefið sig fram og sagst hafa
séð mann – sem kom ekki heim og saman við lýsingu á Jones – hlaupa frá vettvangi virtist það
ekki koma honum að neinu gagni í vörn sinni. Hann fékk þó ný réttarhöld og ákvað fjölskipaður
dómur að dauðadómurinn skyldi standa óbreyttur. Jones var tekinn af lífi viku síðar. n
Cameron Willingham
Sakfelldur fyrir: Sagður hafa kveikt í húsi sínu með þeim afleiðingum að þrjár dætur
hans létust. Tekinn af lífi: Árið 2004.
Mál Camerons vakti mikla athygli árið 2009 þegar ítarleg blaðagrein um mál hans birtist í
tímaritinu New Yorker. Þar kom fram að gögnin sem saksóknarar lögðu fram til að ná fram
sakfellingu hefðu verið meingölluð. Atvikið átti sér stað árið 1991 og var Cameron sagður hafa
kveikt í húsi sínu að kvöldi 23. desember. Dætur hans, sú elsta tveggja ára, létust í brunanum.
Rannsókn leiddi í ljós að ómögulegt væri að fullyrða að eldurinn hefði kviknað af mannavöld-
um. Árið 2010 komst sjálfstæð rannsóknarnefnd að því að flest benti til þess að Cameron
væri saklaus og hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð. Hann hélt fram sakleysi sínu allt til
dauðadags og reyndi að fá dauðadómnum breytt án árangurs. n
David Spence
Sakfelldur fyrir: Morð á tveimur 17 ára stúlkum og 18 ára dreng. Tekinn af lífi: Árið 1997.
Spence var sagður hafa þegið greiðslu fyrir að koma 17 ára stúlku fyrir kattarnef árið 1982. Átti
greiðslan að hafa komið frá verslunareigandanum Muneer Deeb sem átti eitthvað sökótt við
stúlkuna. Morðið á henni fór út um þúfur þegar vitni urðu að atvikinu og ákvað Spence að binda
einnig endi á líf þeirra. Deeb og Spence voru báðir dæmdir til dauða en Deeb fékk ný réttarhöld
og var sýknaður árið 1993. Spence var ekki svo heppinn. Meðal gagna sem notuð voru til
sakfellingarinnar voru bitför sem fundust á líki annarrar stúlkunnar. Síðar kom í ljós að bitförin
voru ekki eftir Spence og viðurkenndi rannsóknarlögreglumaður, sem rannsakaði mál Spence, að
rannsókn málsins hefði verið ábótavant og hann efaðist um sekt Spence. Hvað sem því líður væri
hann enn í fangelsi hefði hann sloppið við dauðarefsinguna. Nokkru áður en hann var ákærður
fyrir morðin hóf hann afplánun á 90 ára fangelsisdómi fyrir morð á átján ára dreng. n
Á vettvangi morðs
Var ekki á staðnum
Barinn við yfirheyrslur
Eldurinn ekki af mannavöldum
Bitförin ekki hans
Egg og brauð Jones bað um steik, átta
steikt egg, sex brauðsneiðar með sultu og
glas af mjólk áður en hann var tekinn af lífi.
Steiktur kjúklingur Cantu lét sér
nægja að borða steiktan kjúkling og
hrísgrjón áður en hann var líflátinn.
Einfalt Síðasta máltíð Jones samanstóð af
steik, eggjum, ristuðu brauði og kartöflum.
Síðasta máltíðin Hér sést hvað Will-
ingham snæddi kvöldið áður en hann var
líflátinn; rif, laukhringir og fleira.
Kúklingur og franskar Síðasta
máltíð Spence samanstóð af kjúklingi,
frönskum, súkkulaðiís, kaffi, te og kóki.
Ástæður
rangra
sakfellinga
n Ófullnægjandi málsvörn.
n Vanræksla lögreglu og ákæruvalds.
n Ljúgvitni við yfirheyrslu eða fyrir
dómi og vitnisburður óáreiðanlegra
sjónarvotta.
n Kynþáttafordómar.
n Framburður samfanga.
n Sönnunargögnum leynt eða þau
rangtúlkuð.
n Samfélagslegur þrýstingur um að
ljúka málinu.