Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Page 23
Tómas Lemarquis 35 ára
n Leikarinn er líklega þekktastur fyrir
hlutverk sitt í kvikmyndinni Nói albínói.
Hæfileikaríkur og flottur leikari!
Fólk 23Mánudagur 18. febrúar 2013
K
atrín Jakobsdóttir, varafor-
maður Vinstri-grænna, til-
kynnti á sunnudag að hún
vildi verða næsti formaður
flokksins.
Katrín hefur notið vinsælda
sem mennta- og menningar-
málaráðherra í ríkisstjórn
Vinstri-grænna og Samfylk-
ingar og þrátt fyrir annir í ráð-
herrastól gefur hún sér góð-
an tíma með fjölskyldunni.
Á föstudag mætti Katrín
á leikskólann Vesturborg
með eiginmanni sínum og
sonum og tók þátt í dans-
sýningu næstelsta sonarins
þar sem foreldrar þurftu að
dilla sér í dansi með börn-
um sínum.
Sigursæll Damon
Þ
au Damon Younger
og María Birta
Bjarnadóttir voru
sæl og glöð með
verðlaun fyrir aukaleik í
kvikmyndinni Svartur á
leik og Óskar Þór Axelsson
fyrir handrit myndarinn-
ar. Damon rataði í fréttir
á dögunum vegna ákæru
vegna líkamsárásar en
mætti hnarreistur til verð-
launaafhendingarinnar.
Það var hin góða vinkona
hans Vera Sölvadóttir sem
var þeirrar ánægju aðnjót-
andi að veita honum verð-
launin.
Dansaði með
fjölskyldunni
Glæsilegur á
konukvöldi
R
okkarinn Óttar
Proppé tók þátt í
GoRed-átakinu sem
hófst á konukvöldi í
Kringlunni á fimmtudags-
kvöld í síðustu viku. Go-
Red-átakið miðar að því að
fræða konur um áhættu-
þætti og einkenni hjarta- og
æðasjúkdóma og hvernig
draga má úr líkum á þess-
um sjúkdómum. Óttar
gekk pallanna á tískusýn-
ingu í tilefni átaksins og
vakti athygli fyrir glæsta
framkomu.
Heitustu
piparsveinar
landsins
n Þessir stoppa ekki lengi á markaðnum
Þ
ar sem konudagurinn
nálgast er ekki úr vegi að
búa til lista yfir heitu-
stu piparsveina landsins.
Einhleypar konur sem
eiga ekki von á dekri á sunnu-
daginn geta því látið sig dreyma.
Það væri ekki amalegt að næla
í handboltahetjuna ungu Aron
Pálmarsson, hvað þá athafna-
manninn Skúla Mogensen.
Björn Bragi 29 ára
n Fjölmiðlamaðurinn og
skemmtikrafturinn Björn
Bragi Arnarson er voða
sætur, skemmtilegur og
fyndinn. Svo er hann líka
með BSc-gráðu í viðskipta-
fræði frá Háskólanum í
Reykjavík.
Rúnar Freyr 40 ára
n Leikarinn Rúnar Freyr Gísla-
son er einn fremsti leikari
landsins. Ekki skemm-
ir útlit hans fyrir né
sú staðreynd að
hann er fyrrverandi
eiginmaður söng- og
leikkonunnar Selmu
Björnsdóttur.
Atli Fannar
Bjarkason 29 ára
n Atli Fannar er kosningastjóri
Bjartrar framtíðar og fyrrver-
andi blaðamaður og ritstjóri.
Ungur og eftirsóttur! Aron Pálmarsson 23 ára
n Handboltakappinn Aron Pálm-
arsson er yngstur á listanum. Aron
heillar samt konur á öllum aldri sama
hvort hann er innan vallarins eða utan.
Magnús
Jónsson 48 ára
n Magnús á langan
leiklistarferil að baki.
„Bad boy-lúkkið“ er
lokkandi!
Garðar Gunn-
laugsson 29 ára
n Knattspyrnu-
maðurinn Garðar
Gunnlaugsson verður
þrítugur í haust.
Garðar er fyrrverandi
eiginmaður glamúr-
drottningarinnar Ásdísar
Ránar og fyrrver-
andi herra
Skúli Mogensen 45 ára
n Auðjöfurinn og athafnamað-
urinn skaust upp á topp listans
yfir heitustu piparsveinana um
leið og fréttir þess efnis bárust
að Skúli og eiginkona hans til
tveggja áratuga væru
að skilja. Upp með
hönd sem hafa
áhuga!
Auðunn
Blöndal 32 ára
n Fjölmiðlamaðurinn Auddi
verður 33 ára í sumar. Auddi
er utan af landi og hefur
verið í sviðsljósinu um árabil.
Víkingur
Kristjánsson 41 árs
n Leikarinn Víkingur er frá
Ísafirði og einn af aðstand-
endum Vesturports. Bangsa-
legur og aðlaðandi.
Sölvi Tryggvason 34 ára
n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason
þykir hinn mesti fengur. Sölvi er hörku-
blaðamaður og hefur slegið í gegn með þátt
sinn Málið á Skjá Einum. Svo eyðir hann
miklum tíma í útlitið sem er mikill plús.
Ívar Guðmunds-
son 47 ára
n Samkvæmt heimildum
DV er vöðvatröllið og
útvarpsmaðurinn Ívar
Guðmundsson skilinn. Ekki
amalegur fengur fyrir ein-
hverja heppna þarna úti.