Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Side 3
Menningarverðlaun 3Helgarblað 8.–10. mars 2013 TónlisT nefndin Ómar eyþórsson, útvarpsmaður og formaður Andrea Jónsdóttir útvarpskona dr. Gunni tónlistarmaður Skálmöld Hljómsveitin Skálmöld var stofnuð á haustmánuðum árið 2009. Sveitin spilar melódískt þungarokk í víkingastíl og sækir innblástur í sagnaarfinn og goðafræðina. Hefðbundinni bragfræði er gert hátt undir höfði og vandað er til verka. Meðlimir hafa verið lengi að í íslenskri tónlist og hafa verið viðloðandi hljómsveitir á borð við Ampop, Hraun, Klamidíu X, Innvortis og Ljótu hálfvitana, en hér heyrast þó þyngri tónar en frá fyrri böndum. Fyrsta plata Skálmaldar, Baldur, kom út árið 2010 og rekur sögu víkings, allt frá því áður en hann missir allt sitt í árás – fjölskyldu, bú og land – til dauða og reyndar enn lengra. Eftir þessar raunir hefur hann aðeins eitt markmið, að hefna fyrir vígin og voðaverkin og fylgjum við honum eftir í þeim aðgerðum. Hvert lag plötunnar er því ómissandi hluti sögunnar og textarnir mjög svo mikil­ vægir. Baldur, hefur selst í mörg þúsund eintökum hérlendis og er að öllum líkindum söluhæsta þungarokksplata Íslands frá upphafi. Önnur breiðskífa Skálmaldar kom út í október 2012 og ber titilinn Börn Loka. Platan var tekin upp á vormánuðum sama ár og var tæknivinnsla og upptökustjórn í höndum Axels „Flex“ Árnasonar, en hann vann einnig með Skálmöld að fyrri plötunni. Líkt og á Baldri er umfjöllunarefnið í þjóðlegum stíl, leiksviðið er Ísland til forna, víkingar og norrænar goðsagnaverur eru áberandi og verkið ein samhangandi heild. Sagan segir frá umrenningnum Hilmari sem fær það verkefni að berjast við afkvæmi Loka – Fenrisúlf, Miðgarðsorm og Hel. Sagan ber hlustandann um víðan völl og hetjulega bardaga og spannar tilfinningaskalann allan, gleði, sorg, glæsta sigra og missi. Sem fyrr er það Snæbjörn Ragnarsson bassaleikari Skálmaldar sem semur textana, en Snæbjörn þykir hafa einkar gott vald á íslenskri bragfræði. Börn Loka er því verk með sterkar íslenskar rætur, flutt af kunnáttu, gríðarlegum krafti og sannfæringu meðlima. Ásgeir Trausti Ásgeir Trausti er ungur tónlistarmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarps­ þættinum Hljómskálanum vorið 2012. Þar söng hann lagið Sumargestur sem fangaði vorstemninguna og um leið huga þjóðarinnar. Ásgeir Trausti fylgdi vinsældum þess lags eftir með smáskífunni Leyndarmál sem náði gífurlegri hylli og kom honum endanlega á kortið sem einum efnilegasta tónlistarmanni landsins. Ásgeir Trausti lærði klassískan gítarleik og tónlistin hefur lengi leikið stórt hlutverk í hans lífi. En það var ekki fyrr en hann bankaði upp á hjá Guðmundi Kristni Jónssyni (Kidda Hjálmi), upptökustjóra í Hljóðrita, að hjólin fóru virkilega að snúast. Hljóðprufur sem hann hafði í sínum fórum lofuðu svo góðu að ráðist var í upptökur undir eins. Sú vinna hefur nú skilað sér í fyrstu breiðskífu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn. Tónlistinni má lýsa sem töfrandi blöndu af þjóðlagapoppi og raftónlist þar sem fallegar laglínur, gítarplokk og há og falleg rödd Ásgeirs gegna lykilhlutverki. Moses Higtower Moses Hightower skipa þeir Andri Ólafsson sem syngur og spilar á bassa, Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari, Magnús Trygva­ son Eliassen trymbill og Steingrímur Karl Teague sem syngur og spilar á hljóm­ borð. Hljómsveitin var stofnuð árið 2007 og kom fyrst um sinn fram sem undirleiks­ hljómsveit Dísu (Bryndísar Jakobsdóttur). Þegar fram liðu stundir heyrðist á öldum ljósvakans lagið Búum til börn, sem varð í júlí 2010 titillag fyrstu plötu sveitarinn­ ar. Platan inniheldur 10 frumsamin lög með íslenskum textum, og var gefin út af hljómsveitinni sjálfri. Önnur plata sveitar­ innar, Önnur Mósebók, kom út hjá Record Records í ágúst 2012. Tekin upp á „analog tape“ hjá Magnúsi Öder í Orgelsmiðjunni. En Magnús vann einnig með sveitinni að fyrstu plötunni. Báðar hafa þær fengið framúrskarandi góða dóma og selst vel. Sveitin hlaut fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna m.a. fyrir hljómplötu ársins og lag ársins. Andri Ólafsson hlaut til­ nefningu sem söngvari ársins. Sveitin hlaut verðlaunin sem lagahöfundar ársins og þeir Andri Ólafsson og Steingrímur Teague hlutu verðlaun sem textahöfundar ársins. Retro Stefson Meðlimir Retro Stefson eru ekki gamlir í árum talið en sveitin hefur verið að slípa sinn hljóm árum saman. Fyrsta plata sveitarinnar, Montana, kom út 2008 og hefur sveitin varla lagt frá sér hljóðfærin síðan. Retro Stefson er fyrir löngu orðið eitt allra skemmtilegasta tón­ leikaband okkar íslendinga og það eru fáir sem standast dansinn á tónleikum. Kimbabwe, önnur plata Retro Stefson, kom út 2010 og var sveitin dugleg að fylgja eftir plötunni með tónleikahaldi hér heima og erlendis. Þriðja plata Retro Stefson kom út í fyrra og ber nafn sveitarinnar. Platan hefur hlotið gríðarlega góða dóma og fengið frábærar viðtökur og má sjá og heyra leikskólabörn víðsvegar um landið syngja lög af plötunni sem er frábær mæli­ kvarði á vinsældir. Unnsteinn Manuel Stefánsson var tilnefndur sem lagahöfundur ársins og söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Platan Retro Stefson var tilnefnd sem hljómplata ársins og hlaut lagið Glow verðlaun sem lag ársins og sveitin sjálf hlaut verðlaun sem tónlistarflytjandi ársins. Frábært ár hjá ungri sveit sem á nóg inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.