Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Page 6
6 Menningarverðlaun 8.–10. mars 2013 Helgarblað
nefndin Símon Birgisson leikhúsrýnir formaður Hlín Agnarsdóttir leikstjóri
Valur Grettisson blaðamaður
nefndin Jón Proppé formaður Bjarni Sigurbjörnsson listmálari
Bergdís Hörn Guðvarðardóttir myndlistarmaður og listfræðingur
LeikList
MyndList
Halldóra
Geirharðs
Halldóra Geirharðsdóttir er hæfileikarík
og fjölhæf leikkona sem ræður við mörg
stílbrigði leiklistar, jafnt skapgerðarhlut-
verk sem gaman- og trúðsleik. Hún sýndi
stjörnuleik í Beðið eftir Godot í sýningu
leikhópsins Pörupilta í Borgarleikhúsinu
á s.l. vori og stal senunni í hlutverki bak-
veikrar nágrannakonu í Gullregni Ragnars
Bragasonar. Hún hefur um nokkurt skeið
leikið í fastri jólasýningu Borgarleikhússins
Jesú litla og nú síðast heimsótti hún aftur
á leiksviðið í Ormstungu ásamt Benedikt
Erlingssyni. Öll þessi hlutverk sýna þá miklu
breidd og næmi sem Halldóra býr yfir sem
leikkona og listamaður.
Sýning ársins
Sviðslistahópurinn 16 elskendur stóð fyrir einni djörfustu leikhústilraun ársins undir heitinu
Sýning ársins. Grunnur sýningarinnar var könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
vann fyrir hópinn þar sem hugur og afstaða Íslendinga til leiklistar var skoðuð. Íslensk leiklist
hefur liðið fyrir það hve litlum tíma og orku er varið í rannsóknir á sviðslistum. Sýning ársins
var bæði djörf leikhústilraun en einnig mikilvægt innlegg í fræðimennsku og skráningu á
íslenskri leiklist.Macbeth
Macbeth í uppsetningu ástralska leikstjórans Benedicts Andrews var leiklistarviðburður,
óhefðbundinn og ögrandi í senn. Sýningunni mætti lýsa sem sviðsgjörningi sem byggði á
styttri útgáfu á leikriti Shakespeares, stórkostleg veisla fyrir augað og önnur skynfæri. Öll
ytri umgjörð og útlit sýningarinnar ásamt leik, lýsingu og tónlist skiluðu áhrifamikilli leik-
sýningu sem tvímælalaust reyndi meira á skynjun en skilning áhorfenda.
Finnur Arnar
Arnarson
Finnur Arnar Arnarson er tilnefndur fyrir
sviðsmyndir sínar í leikritinu Jónsmessunótt
eftir Hávar Sigurjónsson og Fyrirheitna
landinu eftir Jez Buttersworth í leikstjórn
Guðjóns Pedersen. Báðar þessar sviðs-
myndir sína styrkleika Finns Arnars sem
leikmyndahöfundar. Hann hefur einstakt
næmi fyrir hugmyndaheimi þeirra leikverka
sem hann vinnur við og er fundvís á frum-
legar lausnir. Áðurnefndar leikmyndir Finns
Arnar bera þessu órækt vitni í sjónrænni
útfærslu sinni, ekki síst leikmyndin í
Jónsmessunótt.
Egill Heiðar Anton Pálsson
Egill Heiðar hefur leikstýrt og sett upp fjölda sýninga í Danmörku og Þýskalandi. Í haust
sneri hann heim og setti upp leikritið Leigumorðingjann hjá Leikfélagi Akureyrar. Sú sýning
var framsækin og full af húmor og sýndi allar sterkustu hliðar Egils sem leikstjóra. Egill
Heiðar hélt svo til höfuðborgarinnar og leikstýrði í Nemandaleikhúsinu eftirminnilegri og
athyglisverðri leiksýningu sem hann byggði á tveimur verka sænska leikskáldsins Augusts
Strindberg, Fröken Júlíu og Leikið að eldi.
Ragnheiður
Jónsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir á sér langan feril í
myndlist og hefur lifað og stundum verið
leiðandi í þeim miklu umbrotum sem
orðið hafa í íslenskri myndlist síðustu ára-
tugi. Hún var leiðandi listamaður í þeirri
miklu grafíkvakningu sem setti svo sterk-
an svip á íslenska myndlist á áttunda ára-
tugnum. Sumar myndir hennar frá þeim
tíma eru orðnar að eins konar þjóðareign
– táknmyndir kvennabaráttu og nýrrar
samfélagshugsunar. Seinna sneri Ragn-
heiður sér að teikningu og hafa sýningar
hennar síðustu tvo áratugi opnað nýja
sýn á möguleika þess miðils – látlausasta
myndlistarmiðilsins. Á síðasta ári hélt
Ragnheiður sýningu á nýjustu verkum
sínum í Listasafni ASÍ en á sama tíma
var sett upp stór yfirlitssýning á verkum
hennar í vestursal Kjarvalsstaða.
Angelus Novi
Angelus Novi er yfirskrift að samstarfi
Steinunnar Gunnlaugsdóttur myndlistar-
manns og Ólafs Páls Sigurðssonar sem
meira hefur undanfarin ár unnið að
kvikmyndagerð. Þau eru hins vegar bæði
mjög virk í pólitísku starfi – eru það sem
oft er kallað „aktívistar“. Með sýningu sinni
í Nýlistasafninu í haust tókst þeim það
sem engum öðrum á myndlistarsviðinu
hefur tekist, að búa til verk sem á íhugulan
hátt taka á því efnahagslega og pólitíska
hruni sem hér varð árið 2008. Sýningin var
beitt og að mörgu leyti erfið – eins og góð
pólitísk myndlist hlýtur alltaf að vera – en
hvergi var heldur gefið eftir þegar kom að
fagurfræðilegri hugsun eða táknrænni
úrvinnslu verkanna.
Kunstschlager
Kunstschlager er samstarfsvettvangur ungra myndlistarmanna – listamannarekið gallerí við
norðurenda Rauðarárstígsins í Reykjavík. Þar hefur nú um nokkurra missera skeið verið haldið
úti öflugri sýningaröð, auk þess sem aðstandendur gallerísins hafa haft verk sín til sýnis og
sölu. Þetta látlausa gallerí í hornrými þar sem áður var kvenfataverslun er nýjasta vitnið um
þann kraft sem ungir myndlistamenn á Íslandi hafa lengi haft til að búa sér sjálfir til vettvang
til að sýna list sína og miðla hugmyndum sínum til almennings. Sýningarstaðir sem þannig var
stofnað til hafa verið leiðandi í íslenskri myndlist í meira en sjötíu ár: Listamannaskálinn, SÚM,
Suðurgata 7, Nýlistasafnið, Kling og Bang. Kunstschlager gengur inn í þessa sögu.
Sigurður Guðjónsson
Sigurður Guðjónsson hefur sérstaka sýn og hefur fyrir löngu markað sér
sess sem einn af okkar helstu vídeólistamönnum. Þessi miðill – mynd-
listarverk á myndbands- eða kvikmyndaformi – á sér orðið nokkuð
langa sögu á Íslandi þótt hún hafi lítið verið skráð fyrr en Harpa Þórs-
dóttir lagði á sig mikla grunnvinnu við að taka saman heilmildir fyrir
listasöguútgáfuna síðustu. Myndheimur Sigurðar er dökkur og getur
kannski við fyrstu sýn virst þungur en með því að beina sjónum sínum
(og linsum) að einföldum hlutum tekst honum að vekja upp tilfinningu
fyrir fegurðinni þar sem við síst myndum vænta hennar.
Gálgaklettur -
Ólafur Gíslason
Gálgaklettur var umfangsmikil sýning í Vestursal Kjar-
valsstaða þar sem Ólafur Gíslason dró saman í eina heild
heimspekilegar hugmyndir sínar út frá starfi Jóhannesar
Kjarval og ýmissa annarra íslenskra listamanna. Kjarval
þekkja allir en færri vissu kannski að að hann fór aftur og
aftur á sama stað, í Álftaneshrauni, þar sem hann setti
upp trönur sínar og málaði sama klettinn – Gálgaklett –
aftur og aftur, ár eftir ár. Sumir hafa kannski talið þetta
einhvers konar þráhyggju en á sýningunni og í fyrirlestr-
um henni tengdri sýndi Ólafur fram á það hvernig einmitt
þessi endurtekning – þessi löngu átök við sama efni –
geta verið uppspretta nýsköpunar.