Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 29. apríl 2013 Mánudagur
K
asha Jacqueline Nabagesera
berst fyrir réttindum hinseg-
in fólks í Úganda þar sem
samkynhneigð er bönnuð
með lögum og er komin
hing að til lands til þess að vekja máls
á aðstæðunum þar. Hún hefur reynt
meira en margur, hefur þurft að þola
hótanir, barsmíðar og brottrekstur úr
skólum vegna kynhneigðar. Þá hef-
ur hún verið handtekin og þurft að
þola opinbera umfjöllun í dagblaði
undir yfirskriftinni Hengjum þau.
Hún kærði blaðið, ásamt vini sínum
sem einnig var nefndur í umfjöllun-
inni, fyrir að hvetja til ofbeldis í garð
hinsegin fólks og brutu þau blað í
mannréttindabaráttunni í Úganda.
Vinur hennar var myrtur í kjölfarið.
Rekin úr skólanum
Kasha er 33 ára gömul, fædd og upp-
alin í Kampala í Úganda. „Ég ólst
upp í fjölskyldu sem var ekki mjög
rík en hafði efni á öllu sem mig lang-
aði í, jafnvel leikföngum sem ég vildi,
og ég fór í góða skóla. Ég var sjö ára
þegar ég uppgötvaði áhuga minn á
stelpum. Kennarinn minn lamdi mig
fyrir það og sagði foreldrum mínum
frá því. Hún sagði að ég myndi vaxa
upp úr þessu, annars gæti ég ekki
búið í Úganda og það hræddi mig. Ég
ímyndaði mér að ég yrði að búa fjarri
foreldrum mínum og grét sáran.
Síðan liðu árin, fólk sagði að ég
væri andsetin og það kom að því að
ég var rekin úr skólanum sem var
kaþólskur. Ég var rekin af því að ég
var lesbía. Mamma var svo hissa á
mér því hún hélt að þetta hefði bara
verið einhver þrjóska í mér þegar ég
var yngri en nú var þetta farið að hafa
áhrif á skólagönguna mína.“
Svo Kasha fór í annan skóla. Það-
an var hún rekin þegar hún fékk af-
mælisgjöf frá kærustunni og skrifaði
henni ástarbréf. Úr þriðja skólan-
um var hún rekin af sömu ástæðu,
af því að hún var lesbía. Á lokaárinu
í háskóla lenti hún aftur í hættu á að
verða rekin úr skólanum.
Áreitt af skólastjóranum
Í þetta skiptið var myndum af Köshu
dreift út um allan skólann og yfir þær
var skrifað „wanted“. Í kjölfarið voru
foreldrar hennar boðaðir á fund með
skólastjórnendum en móðir henn-
ar sagði að svona gæti þetta ekki
gengið, þau yrði að gera eitthvað.
„Mamma útskýrði það fyrir skóla-
stjórnendum að ég væri veik, veik-
indin væru ólæknandi en ég yrði að
fá að klára námið. Í staðinn varð ég
að skrifa undir samkomulag um að
halda mig í hundrað metra fjarlægð
frá vistarverum stúlknanna. Þær
höfðu víst kvartað undan nærveru
minni því ég var vön því að sitja und-
ir mangótré og dást að fegurð þeirra.“
En það var ekki allt. Kasha varð
einnig að klæða sig öðruvísi en hún
átti að venjast. Hún varð að hætta
að klæðast derhúfum, stutterma-
bolum og gallabuxum og sýna sig á
skrifstofunni alla daga klukkan sex,
svo skólayfirvöld gætu vottað að hún
væri klædd eins og stelpa. „Af því að
ég átti engin kvenleg klæði þá gaf
mamma mér kanga sem hún vafði
utan um mig.“
Þar sem Kasha gat ekki búið á
heimavistinni leigði hún herbergi
í borginni. Eitt kvöldið fréttist hins
vegar að hún væri að horfa á bíó-
mynd með vinkonu sinni. Þá átti að
grípa hana glóðvolga og skólastjór-
inn kom heim til hennar. „Í upphafi
hverrar annar voru nýir stúdentar
varaðir við mér og sagt að þeir ættu
það á hættu að vera reknir ef þeir
næðust með mér. Þeir ætluðu sér að
ná mér. En í þetta skiptið stóð ég upp
og sagðist hafa fengið nóg af þessari
áreitni og ég myndi tala við lög-
manninn minn. Ég var ekki með lög-
mann og veit ekki hvaðan þetta kom
en ég held að hann hafi trúað mér
því hann ónáðaði mig aldrei aftur.
Þannig komst ég í gegnum námið.“
Höfðu engu að tapa
Eftir námið tók við annað tímabil
þar sem mikið var fjallað um Köshu
í götublöðunum sem sögðu með-
al annars að hún kenndi stelpum að
vera lesbíur og mútuðu henni með
myndum sem þau sögðust eiga af
henni á ströndinni. „Ég skildi aldrei
af hverju það var svona mikið mál að
ég elskaði konur og væri opin með
kynhneigð mína. En þarna komst
ég að því að það er ólöglegt að vera
samkynhneigður í Úganda. Ég vissi
það ekki.“
Hún var vön að hitta vinkonur
sínar á bar í úthverfi borgarinnar.
Nokkrum mánuðum seinna birtist
grein í einu blaðinu sem greindi frá
því að lesbíur hittust á þessum bar.
„Fullt af fólki kom til þess að skoða
hvort við værum rauðar, grænar eða
fjólubláar, til þess að sjá hvernig les-
bíur litu út. Þetta olli miklu uppþoti
og sumar voru barðar og öðrum var
nauðgað. Ég sat inni á barnum og
sagði að við yrðum að gera eitthvað,
við værum kannski öruggar þar inni
en um leið og við færum út þá vær-
um við í hættu. Við yrðum að gera
eitthvað í því. Við ákváðum því að
ein eða tvær úr okkar hópi skyldu
tala fyrir okkar hönd því við höfðum
hvort eð er engu að tapa.“
Í kjölfarið voru samtökin Freedom
and Roam Uganda stofnuð.
Sjálfsvíg eftir niðurlægingu
Nokkrum mánuðum seinna svipti
stelpa sig lífi. Í skólanum hennar
hafði verið orðrómur um að það væri
lesbía í skólanum og nemendur voru
því beðnir um að skrifa nöfn þeirra
nemenda sem þeir töldu að gætu
verið lesbíur á blað. Nafn hennar
kom upp á öllum listum. Nemend-
ur voru kallaðir inn á sal og foreldr-
ar hennar voru einnig kallaðir til.
Þeir börðu hana fyrir framan alla og
henni fannst hún svo niðurlægð að
hún framdi sjálfsvíg þegar hún kom
aftur inn á heimavistina. „Fólk virt-
ist helst vera fegið því að losna við
lesbíuna. Það fordæmdi enginn at-
burðinn. Þannig að við áttuðum okk-
ur á því að við þyrftum að vinna með
þetta og tala um samkynhneigð.“
Lögregluheimsókn
Þegar samtökin urðu til létu margir
úr hópnum sig hverfa. Það gerðist
aftur þegar samtökin fóru að beita
sér í málum sem þessum. Þetta var
fólk sem upplifði sig ekki öruggt og
vildi ekki að kynhneigð þess spyrðist
út. Kasha og fleiri héldu þó ótrauð-
ar áfram og unnu þrotlaust að því að
vekja máls á réttindabrotum gagn-
vart samkynhneigðum án þess að fá
krónu fyrir það. „Mamma skildi ekki
að ég þyrfti að segja öllum heiminum
frá því að ég væri samkynhneigð.“
Þrátt fyrir áhyggjurnar studdu for-
eldrar hennar hana í einu og öllu
og þegar fólki var úthýst af heim-
ilum sínum fékk það gjarnan inni
hjá þeim. Foreldrum Köshu varð þó
nóg um þegar fjölmiðlar sendu út-
sendara á heimili þeirra. „Blaðamað-
urinn þóttist vera samkynhneigð-
ur og með stelpu sem bjó hjá mér til
þess að safna upplýsingum um okkur.
Hún tók myndir af heimilinu mínu,
myndir úr albúminu og myndir af
okkur. Eftir um þriggja vikna ferli þá
birti hún allt í blöðunum sem hún
vissi og hafði orðið vitni að. Hún birti
allt, hver við vorum, hvað við gerðum,
hvað við sögðum og auðvitað urðu
margir hræddir.“
Í kjölfarið varð bakslag í þróun
samtakanna. Margir hættu því þeir
óttuðust um öryggi sitt. Aðrir seldu
blöðunum upplýsingar. Í kjölfarið
birtist forsíðufrétt sem fjallaði um það
af hverju lögreglan væri ekki að sækja
samkynhneigða til saka. „Þá kom lög-
reglan heim til okkar og lagði hald á
öll gögn sem til voru um samtökin.
Þetta var of mikið og ég þurfti að kom-
ast burt.“
Verður að berjast
Kasha fór til Suður-Afríku þar sem
hún var í tvö ár og nam mannréttinda-
lög í fjarnámi frá Massachusetts áður
en hún sneri aftur til Úganda. Í Suð-
ur-Afríku er samkynhneigð lögleg en
þar er mikið um nauðganir sem ætl-
að er að leiðrétta kynhneigð samkyn-
hneigð kvenna. „Hugmyndin byggir á
fáfræði. Ég skil ekki hvernig fólk get-
ur meitt einhvern og ætlast til þess að
viðkomandi elski það. Þegar þú meið-
ir einhvern þá ýtir þú honum fjær þér.
Þannig að ég skil ekki af hverju fólk
gerir þetta.“
Nauðganir af þessu tagi þekkj-
ast einnig í Úganda en Kasha segir
að þær séu sjaldan kærðar. „Yfirleitt
er það einhver innan fjölskyldunn-
ar sem stendur að þessu þannig að
þetta eru viðkvæm mál sem sjald-
an er talað um. Þegar við reynum að
tala sem samkynhneigðir einstak-
lingar eru raddir okkar þaggaðar nið-
ur. Við fáum ekki að segja sögu okkar
í fjölmiðlum. Samkynhneigð er tabú
og það má ekki tala um hana. Flestir
koma aldrei út úr skápnum og þegar
fólk gerir það óttast foreldrarnir gjarn-
an álit annarra, það vill enginn verða
umtalsefni þorpsins. Fólk heldur að
„Mun aldrei gefast upp“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
n Kasha berst fyrir réttindum samkynhneigðra í Úganda n Hefur þurft að þola hótanir, líkamsárásir og handtökur
Ofsóknir gegn samkynhneigðum
n Víða í Afríku nýtur hinsegin fólk ekki
mannréttinda og í nokkrum löndum í
álfunni liggur dauðarefsing við samkyn-
hneigð.
n Í Úganda hefur samkynhneigð verið
ólögleg frá árinu 2000 en undanfarin ár
hafa samkynhneigðir búið við stöðugan
ótta vegna frumvarps sem varðar dauða-
refsingu við samkynhneigð og hefur
komið inn og farið út úr úganska þinginu.
n Tilvist frumvarpsins hefur valdið vax-
andi ofsóknum í garð samkynhneigðra í
Úganda.
n Á síðasta ári var fyrsta Gay pride-
gangan í Úganda. Um 150 manns tóku
þátt í göngunni. Þeir voru flestir fangels-
aðir að henni lokinni.
n Kasha er ein sú fyrsta úr samfélagi
samkynhneigðra sem talar opinberlega
gegn hómófóbíu. Hún hefur oft hætt
lífi sínu fyrir málstaðinn og þrátt fyrir
ofsóknir og morðhótanir lætur hún ekki
deigan síga heldur ferðast vítt og breitt
um heiminn til að kynna málefnið.
n Kasha er jafnframt stofnandi og
framkvæmdastjóri samtaka sem kallast
Freedom and Roam Uganda en þau
eru ein megin baráttusamtök hinsegin
kvenna í landinu.
n Kasha er starfandi endurskoðandi en
nam lögfræði og lauk gráðu í mann-
réttindalögum í Úganda sem hefur
styrkt hana í baráttunni. Hún hefur bent
á að ríkisstjórn Úganda brjóti stöðugt
alþjóðlega mannréttindasamninga sem
stjórnvöld hafa undirritað og fullgilt.
n Í október árið 2011 vann hún til Martin
Ennals-verðlaunanna fyrir starf sitt í
þágu mannréttinda, en hún er fyrsti
samkynhneigði einstaklingurinn til að
hljóta verðlaunin.
n Verðlaunin eru viðurkenning á
þrautseigju og staðfestu Nabagesera
við að berjast fyrir rétti hinsegin fólks og
binda enda á andrúmsloft ótta sem það
upplifir dag hvern í Úganda. Baráttuhugur
Nabagesera er baráttufólki fyrir mann-
réttindum hinsegin fólks um heim allan
mikill innblástur.
„Ástandið hefur versnað mikið
á síðustu árum. Á hverjum degi
hugsa ég að þetta sé of mikið fyrir mig,
út af depurðinni, reiðinni og stressinu
sem fylgir óréttlætinu.
Biður Íslendinga um hjálp
Kasha kom til Íslands til að
vekja athygli á ástandinu í
Úganda og sækja stuðning
hingað. Mynd SigtRygguR aRi