Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn T ónlistarhúsið Harpa átti að leysa ansi mörg vandamál. Sinfóníuhljómsveit Íslands var orðin langþreytt á því að spila klassíska tóna í bíósal. Frægir popparar vildu stærri og fínni tónleikasali en skemmtistaði og bari í miðbænum. Og Íslenska óperan glímdi við rekstur sem gekk ekki upp í hinu sögufræga Gamla bíói. Harpa gat leyst vandamál allra á einu bretti. Kostnaðurinn fór reynd­ ar úr böndunum – hækkaði úr tólf milljörðum í 28 milljarða. Og fram­ lög ríkis og borgar dugðu skammt fyrir rekstrinum og þurfti fljótt að hækka. Strax kviknuðu viðvörunar­ ljós. Íslenska óperan komst svo að því, þegar Töfraflautan var sett upp fyr­ ir tveimur árum, að húsið hafði alls ekki verið hannað með þarfir óperu­ flutnings í huga. Hliðardyr á sviði svo lágar að ekki er hægt að ýta sviðs­ myndum inn og út af sviðinu; ekkert geymslupláss er til staðar og bún­ ingahönnuðir þurftu að geyma verð­ mæta búninga í bílageymslunni. Stefán Baldursson óperustjóri var í viðtali í DV á mánudaginn. Þar fór hann yfir stöðu Íslensku óperunn­ ar í dag. Hann lýsti því hve vonlaust rekstrardæmi Gamla bíó hafði verið. Þrátt fyrir framlög ríkisins og full­ an sal komust ekki nægilega margir áhorfendur fyrir til að sýningar gætu borið sig. Þess vegna var krafan um flutning alltaf svo hávær. Þrátt fyrir flutninginn í Hörpu, þar sem 1.200 manns komast fyrir í salnum, er vandamál Íslensku óper­ unnar enn óleyst. Nú þarf að tak­ marka sýningar, þrátt fyrir að uppselt sé á allar sýningar. Útskýring Stefáns var sú að stór hluti framlags ríkis­ ins til Íslensku óperunnar færi nú í húsaleigu. „Svo er húsaleigan vandamál … í dag fer verulegur hluti af ríkisstyrkn­ um í húsaleigu. Það var ekki raunin í Gamla bíói,“ segir Stefán. Tilvistarkreppa Íslensku óper­ unnar heldur því áfram. Að minnsta kosti hentaði Gamla bíó vel til leik­ sýninga – sem sést bersýnilega á því að Borgarleikhúsið hefur nú leigt húsið fyrir leiksýningar í vetur. Erfið­ leikarnir eru ærnir í Hörpu og fjár­ hagsvandræði Íslensku óperunnar eru þau sömu því stór hluti ríkis­ styrksins fer í að borga leigu. Það er orðið tímabært að gera út­ tekt á því hvað fór úrskeiðis í hinu mikla Hörpuævintýri. Kostnaður­ inn er löngu orðinn stjórnlaus, fréttir hafa birst af ofurlaunum þeirra sem sátu í hinum ýmsu ráðum og nefnd­ um tengdum Hörpu og lamandi áhrif Hörpu á aðra menningarstarf­ semi í borginni eru smám saman að koma í ljós. Kannski er þetta risavaxna hús líka skýrasta dæmið um hvað ger­ ist þegar finna á eina lausn á öll­ um vandamálum. Stundum verður lausnin sjálf að stærra vandamáli – líkt og dæmið af Íslensku óperunni sýnir. Frjálst fall Framsóknar n Það blæs ekki byrlega fyrir Framsóknarflokknum á fyrstu mánuðum stjórn­ arsetu hans. Flokkurinn myndi tapa fimm þing­ mönnum ef marka má skoð­ anakönnun Stöðvar 2. Á sama tíma er Sjálfstæðis­ flokkurinn á fleygiferð upp í fylgi. Þetta þýðir að Fram­ sókn er í frjálsu falli. Ástæð­ an er væntanlega sú að kjós­ endur telja víst að risastóru kosningaloforðin verði að mestu svikin. Andri Freyr skammaður n Jónas Kristjánsson, fyrr­ verandi ritstjóri, skrifaði harðorðan pistil á blogg sitt þar sem hann talar um siðblindu fréttabarna. Vill hann meina að fjölmiðlar ráði siðblinda til að spara. Nefnir hann þar sérstaklega Andra Frey Við­ arsson útvarpsmann og þáttastjórnanda Sjónvarps­ ins. „Dæmi um það er aug­ lýsing Andra Freys Viðars­ sonar á hamborgurum. Með sama áframhaldi verður fjölmiðlun að skrípó frétta­ barna, markaðsbarna, dag­ skrárbarna og einkum sið­ blindingja,“ bloggar Jónas. Moggi um Mogga n Stefán Gunnar Sveinsson, blaðamaður á Morgun­ blaðinu, sendi frá sér bók­ ina Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulögð, fyrr á þessu ári. Í laugar­ dagsblaði Morgunblaðsins skrifar annar sjálfstæð­ ismaður og blaðamaður Morgunblaðsins, Börk- ur Gunnarsson, dóm um bókina. Athygli vekur að í dómnum er lítið fjallað um bókina, en meira um „öfga­ vinstriöflin“ sem græddu á „ofbeldinu“. Auk þess er kolleganum hrósað fyrir að skoða atburðina með „óháðum augum“. Jaðarfyrirbæri n Þorbjörn Broddason, pró­ fessor í fjölmiðlafræði, ræðst með óvenju harkalegum hætti að Morgunblaðinu vegna meintrar þjónkunar Davíð Odds- sonar við út­ gerðarmenn í landinu. „Eftir að Morgun­ blaðið komst síðan í eig­ ur útvegsmanna og ræður Davíð Oddsson sem ritstjóra er það ekki svipur hjá sjón. Morgunblaðið er orðið að ...,“ segir Þorbjörn við Eyj­ una. Stór sigur fyrir mig Það er gott að hafa kunnuglegt andlit Dagbjört Steinarsdóttir sigraði Álverið og VÍS. – DV Nanna Elísa Snædal starfar með föður sínum, Jakobi Bjarnari á Vísi. – DV Þegar lausnin verður vandamál „Kannski er kom- inn tími til að útkljá þessa baráttu í eitt skipti fyrir öll Þ etta er pólitískt ástand,“ sagði gamall blaðamaður í spjalli fyrir nokkrum dög­ um og vísaði til stöðunnar á fjölmiðlamarkaði í dag. Með orðum sínum vísaði blaðamaður­ inn til þess að allir þrír stóru fjöl­ miðlar landsins hafa á liðnum árum sætt augljósum afskiptum frá yfir­ boðurum sínum eða eigendum sem segja má að séu pólitísk og óeðli­ leg. Fyrir vikið er frjáls fjölmiðlun í landinu í nokkurri hættu. Sá atburður sem hefur skap­ að farveginn fyrir þessi orð blaða­ mannsins núna er sú ákvörðun Illuga Gunnarssonar menntamála­ ráðherra að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Ríkis­ útvarpið og láta Alþingi aftur sjá um að kjósa stjórn yfir stofnunina. Í krafti meirihluta síns á þingi get­ ur ríkisstjórnin beitt valdi sínu til að kjósa þá fulltrúa sem hún vill. Þannig var fyrirkomulagið um skip­ un stjórnar RÚV þar til á síðasta kjörtímabili þegar lögum um stofn­ unina var breytt: Þá var val stjórn­ arinnar að hluta fært út fyrir veggi Alþingis, meðal annars til Banda­ lags íslenskra listamanna sem átti að tilnefna einn mann í stjórn. Þau lög, sem samþykkt voru á Alþingi í mars síðastliðnum, áttu að tryggja ákveðna valddreifingu við skipun stjórnar RÚV. Með lagafrumvarpi Illuga er horfið frá þessari vald­ dreifingu og ákvarðanatakan um stjórnarmennina færð aftur alfarið til Alþingis. Davíðsdaður Umræðan sem farið hefur í gang eftir að þessi ákvörðun ráðherrans, sem af mörgum var talinn nokk­ uð hreinlyndur stjórnmálamaður og ólíklegur til misbeita valdi sínu, er að Illugi sé með frumvarpinu meðal annars að þóknast fyrrver­ andi formanni Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Illugi var sem kunnugt er aðstoðarmaður Davíð til margra ára. Davíð hefur í pistla­ skrifum sínum í Morgunblaðinu haft horn í síðu Ríkisútvarpsins og gagnrýnt stofnunina harðlega fyrir meinta þjónkun við Samfylkinguna og Evrópusambandið. Ritstjóran­ um núverandi hefur verið lýst sem aftur sætisbílstjóra Sjálfstæðis­ flokksins sem togar í spotta bak við tjöldin og reynir að hafa bein áhrif á ráðamenn flokksins með skrifum sínum i Mogganum – hver man ekki eftir því þegar hann kallaði Bjarna Benediktsson „vikapilt Steingríms“ út af stuðningi hans við Icesave­ frumvarp síðustu ríkisstjórnar. Þessi umræða um Davíðsdaður Illuga fær byr undir báða vængi þar sem rök ráðherrans fyrir þessari ákvörðun sinni hafa ekki komið fram með sannfærandi hætti. Laga­ frumvarpið virðist vera pólitískt í eðli sínu; gert til að færa valdið yfir RÚV til stjórnmálamanna í flokkspólitískum tilgangi svo auð­ veldara verði að hafa hagsmuna­ tengdan hemil á þessari stofnun sem oft hefur verið þyrnir í aug­ um sjálfstæðismanna út af meintri vinstri slagsíðu. Frumvarp Illuga, eins óskiljanlegt og það er, sendir að minnsta kosti ekki góð skilaboð til landsmanna um það sem koma skal. Tveir valdaðir fjölmiðlar Þetta frumvarp Illuga er sérstaklega varhugavert í ljósi þess að Davíð Oddsson fer sjálfur fyrir þeim fjöl­ miðli á Íslandi sem stundar grímu­ lausustu hagsmunagæslu allra miðla hér á landi. Morgunblaðið var keypt í þeim eina tilgangi út­ gerðarmannanna sem leggja því til fé að berjast gegn síðustu rík­ isstjórn, vinna gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, tala gegn upptöku veiðigjalda og í alla staði vernda hagsmuni LÍU og útgerðar­ innar sem slíkrar. Mogginn er bæði flokkspólitískt vopn og eins tæki út­ gerðarmanna til að standa vörð um sína hagsmunastöðu. Með hugsanlegum pólitískum afskiptum af skipan stjórnar RÚV, sem kunna að vera runnin und­ an rifjum Davíðs Oddssonar sjálfs, og mögulegum mannabreyting­ um innanhúss í krafti þessa póli­ tíska valds, verða tveir af stærstu fjölmiðlum landsins komnir undir beina og óbeina stjórn aðila tengd­ um Sjálfstæðisflokknum. Líkurnar á því að í þessum tveimur miðlum komi fram gagnrýni á núverandi ríkisstjórn, og það ægivald sem LÍÚ og stórútgerðin hefur í íslensku samfélagi, verða að teljast litlar. Þannig geta þessir tveir miðlar ver­ ið notaðir til að valda ríkisstjórnina. Þáttur Jóns Ásgeirs Þá stendur eftir þriðji stóri fjöl­ miðillinn, 365 miðlar, sem heldur úti Fréttablaðinu og Stöð 2, með­ al annars. Hræringarnar á þeim miðli síðustu mánuði sýna fram á þau miklu afskipti sem eigendur fyrirtækisins, Jón Ásgeir Jóhannes­ son og Ingibjörg Pálmadóttir, hafa af honum. Jón Ásgeir hefur hert tak sitt á miðlinum og efnistökum hans með þessum afskiptum og hefur gert mörgum ágætum fjölmiðla­ mönnum ófært að starfa á miðl­ inum í ljósi þessara afskipta. Þau afskipti eru líka hagsmunatengd, líkt og á Mogganum, þar sem frétt­ um um Jón Ásgeir sjálfan, viðskipti hans og rannsóknir opinberra að­ ila á honum hefur farið minnkandi. Trúverðugleiki 365 er verulega laskaður út af þessari harðnandi beitingu eigendavalds og hafinn er fólksflótti frá miðlinum með til­ heyrandi spekileka sem aftur bitnar á efnistökunum. Staðan er því sú að ástandið á fjölmiðlamarkaði er pólitískt: Stjórnmál og eigendavald hafa, eða gætu, spillt þremur stóru fjöl­ miðlum landsins þannig að frjáls og óháð miðlun upplýsinga fái ekki þrifist þar. Þetta er vitanlega varhugaverð þróun þar sem fjöl­ miðill getur verið pólitískt valda­ tæki. Við þekkjum harmsögu Mogg­ ans og 365 en nú eru teiknin líka á lofti með Ríkisútvarpið: Hvaða af­ leiðingar mun frumvarp Illuga hafa á yfirstjórn og efnistök RÚV? „Pólitískt ástand“ Kjallari Ingi F. Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 3. júlí 2013 Miðvikudagur Illskiljanlegt Ákvörðun Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um breytingar á skipun stjórnar RÚV er illskiljanleg. Leiðari Símon Birgisson simonb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.