Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Síða 20
Ég verð glaður ef ég
kemst lifandi í mark
É
g held að ég hafi bara verið
maraþonhlaupari í fyrra lífi,“
segir Pétur Jóhann Sigfús
son uppistandari, sem býr
sig þessa dagana undir að
hlaupa 21 km í Reykjavíkurmara
þoni Íslandsbanka.
Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari,
hefur verið með Pétur Jóhann í
þjálfun undanfarið og segist hissa
á hvað hann er góðu formi. „Ég hef
fulla trú á að hann klári þetta með
glans. Það tók hann svolítinn tíma
að finna rétta andann. Í byrjun
mætti hann aðeins þrisvar af átta
bókuðum tímum með mér. Hann
þurfti aðeins að endurskipuleggja
sig til að gefa æfingunum meiri
tíma,“ segir Silja um framganginn.
Forrest Gump augnablik
„Lífið er alltaf að flækjast fyrir,“ út
skýrir Pétur Jóhann spurður um
mætinguna sem er nú kominn á
gott ról. Þetta er bara gaman og
ég held að þetta gangi bara ágæt
lega. Ég hljóp samkvæmt skipun
um 9 kílómetra á laugardag og ætl
aði bara að aldrei að geta stöðvað,“
segir hann og hlær.
Hann segir fjölskyldumeðlimi
stolta af sér og þótt enginn úr fjöl
skyldunni ætli sér að hlaupa með
honum fylgjast þeir vel með og
styðja við bakið á honum. „Það
eru allir voða ánægðir með þetta
og það hefur orðið vakning í fjöl
skyldunni. Það ætlar enginn að
hlaupa með mér úr fjölskyldunni,
en einhverjir ætla að hlaupa með
mér. Nokkrir af auglýsingastofunni
ENNEMM til að mynda, kannski
fylgja fleiri og það verða góð
Forrest Gump augnablik í þessu
hlaupi.“
Markið skrúfað niður klukkan 3
Hann segist ekki óttast að ná
ekki tilsettu marki. „Þetta er bara
skemmtiskokk. Maður nær lengri
vegalengd ef maður er á jöfnum
þægilegum hraða. Þú kemst yfir
þreytuhjall eftir 1 til 2 kílómetra
og þá er eftirleikurinn auðveldari,“
segir Pétur Jóhann.
„Ég verð glaður ef ég kemst lif
andi í mark. Hlaupið byrjar hálf
níu og þeir byrja að skrúfa markið
niður klukkan þrjú. Ég stefni á að
vera kominn yfir marklínuna áður
en þeir skrúfa niður markið.“
Jákvæðnin skiptir máli
Margir fylgjast með framtaki
Péturs Jóhanns sem hleypur und
ir viðurnefninu „Maraþonmaður
inn“. Silja Úlfarsdóttir segist fara
rólega í að byggja upp þol og styrk.
Þá gera þau æfingar sem fyrir
byggja meiðsli enda er markið sett
hátt fyrir byrjanda. „Við gerum æf
ingar sem fyrirbyggja meiðsli. Ger
um æfingar sem eru notaðar af
sjúkraþjálfurum til að styrkja miðj
una og mjaðmirnar. Það er aldrei
leiðinlegt á æfingum, ég get sagt
þér það. Hann er alltaf í gírnum.“
Silja og Pétur Jóhann stunda
æfingar í Kaplakrika og hlaupa
á grasi eða á hlaupabretti til að
minnka hættuna á meiðslum. „Ég
er ekki tilbúin að fara með hann
á malbikið strax. Kári Steinn setti
upp hlaupaplan fyrir okkur og við
erum svona að fikra okkur eftir því.
Notum það sem leiðarljós. Í plan
inu er mælt með rólegu skokki, um
daginn hlupum við 6 kílómetra og
þá var hlaupið og gengið til skipt
is. Gangan er þá notuð sem gulrót.
Ég held að hann eigi eftir að
koma skemmtilega á óvart. Hann
er mjög jákvæður og það fleytir
fólki langt.“ n
20 Lífsstíll 3. júlí 2013 Miðvikudagur
Hvað er best að borða fyrir hlaup?
n Eplabiti getur valdið vindgangi
Þ
egar útihlaup eru orðin fastur
liður á dagskránni er mikilvægt
að næra líkamann vel. Það er
aldrei ráðlegt að hlaupa með
tóman maga, það getur valdið slæm
um höfuðverkjum, magakrampa og
blóðsykurfalli sem getur leitt til yfirliðs.
Þá geta vissar fæðutegundir valdið
erfiðleikum við æfingar, að borða epli
getur til að mynda valdið vindgangi og
hver vill eiga það á hættu á hlaupum
eða í ræktinni. n
Matarhugmyndir
2 klukkustundum áður
n 300 til 400 kaloríu máltíð sem inni-
heldur kolvetni, prótín og holla fitu.
n Kínóagrjón og grillaður kjúklingur.
n Heilhveitipasta með osti og grænmeti.
n Samloka með hnetusmjöri.
n Grísk jógúrt með ávöxtum, hnetum
og múslí.
n Vefja með grilluðum fiski, avókadó
og mangó.
n Omeletta með ristuðu brauði.
1 klukkustund áður
n 150 kaloríu millibiti sem inniheldur
auðmeltanleg kolvetni og prótín.
n Ristað brauð með möndlusmjöri.
n Banani og handfylli af Kashew-hnetum.
n Lítil skál af morgunkorni.
15 til 30 mínútum áður
n Lítill skammtur af auðmeltum
kolvetnum:
n Banani
n Eplamús
n Rúsínur
n Þurrt tekex
Forðist
n Brokkólí, laukur, baunir og fæðu með
hátt fituinnihald, rjómalagaðar súpur,
franskar, hamborgara, ís.
Fæða sem kallar fram vindgang
n Perur
n Epli
n Melónur
Flókin kolvetni
n Pasta, gulrætur, heitar máltíðir og
allt ofangreint.
Eldsneytið skiptir máli
Best er að vanda vel bitann
áður en farið er út að hlaupa.
Vatnsdrykkja
er nauðsyn
Drekkið um hálfan lítra af vatni einni til
tveimur klukkustundum áður en farið er
út að hlaupa. Drekkið svo örlítið rétt áður.
n Pétur Jóhann skrópaði á nokkrar æfingar n Aldrei stundað líkamsrækt
Á hlaupabrettinu Þegar þessi mynd er
tekin hefur Pétur Jóhann hlaupið 6.5 km og
er afar stoltur af.
Þjálfar Pétur Silju Úlfarsdóttur kom á
óvart í hversu góðu formi Pétur er.
„Þeir byrja að
skrúfa markið
niður klukkan 3, ég vona
að ég nái því.Mundu eftir
mjöðmunum
Fyrir hlaupara er algjör nauðsyn að
styrkja mjaðmir eins og Silja Úlfars
dóttir bendir á. Styrkar mjaðmir
og mjúkir liðir geta komið í veg fyr
ir meiðsli neðst í baki. Þessi teygja
sem sýnd er hér á mynd að ofan
reynist góð til að opna mjaðmir og
styrkja. Hún er kölluð „eðlan“.
Um hálfmaraþon:
Ekki á allra færi
Hálfmaraþon er 21,1 km langt.
Í fyrsta Reykjavíkurmaraþon
inu árið 1984 tóku 68 þátt í hálfu
maraþoni en árið 2012 voru 2.004
hlauparar skráðir til þátttöku.
Þátttakendur
Allir sem náð hafa 15 ára aldri geta
skráð sig og tekið þátt í hálfmara
þoni Reykjavíkurmaraþonsins.
Ekki er mælt með því að óvan
ir hlauparar taki þátt í þessari
vegalengd enda ekki á allra færi að
hlaupa rúma 21 kílómetra.
Skráning
Skráning í maraþon fer fram á vef
Reykjavíkurmaraþons en einnig er
hægt að skrá sig á skráningarhátíð
daginn fyrir hlaup. Athugið þó að
þátttökugjald hækkar eftir því sem
nær dregur hlaupi og því borgar
sig að skrá sig tímanlega.
Leiðin
Hlaupið hefst eins og aðrar
vegalengdir Reykjavíkurmara
þonsins í Lækjargötu fyrir framan
Menntaskólann í Reykjavík og end
ar á sama stað. Hlaupið er um eft
irfarandi götur og stíga:
Lækjargata, Fríkirkjuvegur,
Skothúsvegur, Suðurgata, Lyng
hagi, Ægisíða, Nesvegur, Suður
strönd, Lindarbraut, Norðurströnd,
Eiðsgrandi, Ánanaust, Fiskislóð,
Grunnslóð, Grandagarður, Mýrar
gata, Geirsgata, Kalkofnsveg
ur, Sæbraut, stígur við Kletta
garða, Klettagarðar, Sundagarðar,
Vatnagarðar, Sægarðar, Sæbraut,
Kalkofnsvegur og Lækjargata.