Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Síða 23
Menning 23Miðvikudagur 3. júlí 2013
Til hamingju með fallið
sínar og eru flestir sammála um að
þetta sé þeir bestu sem þeir hafa
séð. Birgitta Jónsdóttir Pírati segist
hafa verið að sjá hann í tíunda sinn
og aldrei jafn góðan.
Svalasti maður í heimi
Brátt byrja þó sögusagnirnar að
breiðast út. Nick Cave hefur ver
ið keyrður upp á slysó, rófubeins
brotinn og með gat á höfði. Hann
hefur sést baksviðs reykjandi
jónu í lækningaskyni. Hann þarf
að sleppa Glastonbury hátíðinni
daginn eftir. Að lokum kemur í ljós
að vissulega fór hann á Fossvogs
spítala, en meiðslin voru bless
unarlega ekki alvarleg. Það er þó
eitthvað við það að sjá svalasta
mann í heimi detta á rassinn sem
gerir það að verkum að manni líð
ur betur með sjálfan sig.
Nick Cave hefur oft trúarlegt
þema í lögum sínum, en seg
ist sjálfur alls ekki svo viss um til
vist guðdómsins þó honum þyki
það skemmtileg hugmynd. Það
er kannski eins gott að hann lagði
fyrir sig rokktónlist frekar en trúar
brögð, því enginn gengur ófrelsað
ur út af Nick Cave tónleikum. n
Tók mörg af sínum
bestu lögum
Stagger Lee og Red
Right Hand voru há-
punktur tónleikanna.
Myndir STeingríMur bjarnaSon
Stórleikari látinn Róbert Arnfinnsson leikari lést
aðfara nótt þriðjudags, á nítugasta aldursári. Hann fæddist í Leipzig í Þýskalandi árið 1923,
bjó lengst af í Kópavogi en bjó á dvalarheimilinu Grund þegar hann lést. Róbert var einn af
helstu leikurum þjóðarinnar. Hann lék um 230 hlutverk á ferlinum – flest í Þjóðleikhúsinu og
hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir sín störf á ferlinum. Árið 2007 hlaut Róbert
heiðurs verðlaun Leiklistarsambands Íslands á Grímuverðlaununum. Nánar verður fjallað um
líf og feril Róberts í helgarblaði DV. Hér sést hann með Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu.
Drykkja, læti og
leiðindapúkar
n Ungir sviðslistamenn rannsaka næturlífið á Austurlandi
U
tanbæjarmenn með læti, of
mikil drykkja og leiðinda
púkar eru helstu orsak
ir lélegs næturlífs,“ segir
Pétur Ármannsson leikari
sem fer fyrir hópi sviðslistafólks sem
frumsýnir sýninguna Næturlíf á
föstu daginn í Sláturhúsinu á Egils
stöðum. Hópurinn kallar sig Til
raunaleikhúss Austurlands og hef
ur rannsakað næturlíf og mikilvægi
þess í smábæjum jafnt og stórborg
um. Meirihluti hópsins er fæddur og
uppalinn á Fljótsdalshéraði og hef
ur eytt síðustu árum í listnám fjarri
heimaslóðum.
„Við erum öll fædd og uppalin á
Austfjörðum fyrir utan einn með
lim hópsins sem kemur frá Brighton
í Englandi. Leiðir okkar lágu í list
nám, bæði hér heima og erlendis
og nú má segja að við séum að snúa
aftur til heimahagana með sýningu
sem okkur þykir mjög spennandi,“
segir Pétur.
Auk Péturs skipa Hjálmar Baldurs
son hönnuður, Brogan Davison
danshöf undur, Bjarni Rafn Kjartans
son tónl istar maður og Jónas Reynir
Gunnars son texta smiður, hóp inn
sem stofnaður var í byrjun sumars.
„Hugmyndin að sýningunni
kviknaði þegar ég og Brogan vor
um úti í Berlín. Við fórum mik
ið á klúbba og skemmtistaði og
fannst andrúmsloftið allt öðruvísi
en heima á Íslandi. Það var eins og
fólk væri afslappaðra og vildi bara
skemmta sér saman. Við spurðum
okkur því – af hverju er því ekki eins
farið hér?“
Pétur segir sýninguna unna undir
formerkjum samsköpunarleikhúss
ins þar sem eigin upplifanir og
minn ingar leiða af sér persónulegar
sýn ingar. Hópurinn vinnur út frá
eigin vandamálum tengdum nætur
lífi, félagslegu óöryggi, fortíðarþrá
og ótta við að fullorðnast. Sýningar
eru út júlí. n
Tilraunaleikhús
austurlands
Hópinn skipa
Hjálmar Baldurs-
son, Bjarni Rafn
Kjartansson, Pétur
Ármannsson og
Brogan Davison.