Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Side 19
Menning 19Mánudagur 21. október 2013 Brjáluð ást L íf Adèle, líka kölluð Blue is the warmest color, er nýjasta kvikmynd fransk- túniska leikstjórans Abdellatif Kechiche. Myndin hlaut Gullpálmann á Cannes- kvikmynda hátíðinni í ár og var þetta í fyrsta skipti í sögu hátíðar- innar sem verðlaunin voru af- hent bæði leikstjóranum og aðal- leikurum myndarinnar. Myndin er byggð á teikninmyndaskáld- sögunni Le bleue est un couleur chaude eða Blár er heitur litur eft- ir Julie Maroh. Líf Adèle er í senn þroska- og ástarsaga sem fjallar um 15 ára unglingsstúlku að nafni Adèle (Adèle Exarchopoulos). Líf hennar tekur kollsteypu þegar hún kynn- ist eldri stúlku, bláhærða list- nemanum Emmu (Léa Seydoux). Brátt áttar Adèle sig á því að hún hneigist fremur að sama kyni og úr verður ástríðufullt samband stúlknanna tveggja. Líf Adèle er einhver mest gríp- andi ástarsaga sem sést hefur á hvíta tjaldinu í þó nokkur ár. Myndin er þriggja klukkutíma rússíbanareið full af mannlegum tilfinningum. Enga einföldun á mannlegu eðli er að finna – myndin er beinskeytt, hreinskilin og felur ekkert. Myndin hefur ver- ið umdeild eftir að aðalleikkon- urnar tvær lýstu því yfir að upp- tökurnar á kynlífsatriðunum, sem eru afar löng og náin, hafi stund- um verið niðrandi fyrir þær. „Mér leið eins og vændiskonu,“ sagði Seydoux á dögunum. Það má deila endalaust um hvort senurnar flokkist undir klám eða erótík (rit- höfundur bókarinnar Julie Maroh fannst þær klámfengnar og óþarf- ar) en eitt er víst – að þær auka á ástríðuþrungna spennu milli aðal- persónanna og gera þessa sögu af „amour fou“ eða brjálaðri ást enn trúverðugri. Það kemur ekki á óvart að aðal- leikkonurnar tvær, Exarchopoulos og Seydoux, hafi deilt Gullpálm- anum á milli sín og leikstjórans, enda leika þær báðar framúrskar- andi vel í myndinni. Seydoux sýnir stjörnuleik sem hinn öflugi og lífsreyndi eldri elskhugi. Ex- archopoulos náði að fanga hjarta undirritaðs með frammistöðu sinni en hún nær fullkomlega hinni brothættu áru ráðvillts ung- lings. Að þessu leyti minnti Líf Adèle mig örlítið á hina sígildu Fucking Åmål eftir Lukas Moodys- son, sem einnig var sýnd á RIFF í ár – eini munurinn er kannski að skandinavískri örvæntingu er hér skipt út fyrir eilítið hlýrra and- rúmsloft Miðjarðarhafsins. n Dulin heimssýn undir yfirborðinu n Mótsagnakennd og skemmtileg n Notar dæmi úr kvikmyndum H andbók hugmyndafræði- perrans er nýjasta sam- starfsverkefni breska leik- stjórans Sophie Fiennes og slóvenska heimspekingsins Slavoj Žižek. Myndin er eins kon- ar framhald af heimildamyndinni Handbók kvikmyndaperrans en í báðum myndunum stiklar Žižek á stóru um kenningar sínar og notar hinn dulda táknheim kvikmyndanna til að útskýra þær frekar. Þá skal þess getið að auk þess að vera undir mikl- um áhrifum frá þeim Freud, Marx og Hegel, tilheyrir Žižek skóla franska sálgreinisins Jacques Lacan. Undir yfirborði menningarinnar Í Handbók hugmyndafræðiperrans eru kvikmyndir ekki eini fókusinn heldur notar Žižek einnig dæmi úr poppkúltúr, neyslukúltúr og úr frétt- um síðustu áratuga til að gefa sínar einstöku útskýringar á hugmynda- fræði. Því hefur verið haldið fram að við búum á svokölluðum póst- ideólógískum tíma þar sem hug- myndafræðilegar heimssýnir séu ekki lengur til. Žižek er hins vegar á þeirri skoðun að hugmyndafræði samtímans sé dulin eða ómeðvituð og að skyggnast beri undir yfirborð menningarinnar til að geta krufið hugmyndafræðina og gagnrýnt. „Drifkraftur hugmyndafræðinnar sýnir mér ekki það sem ég er í rauninni að meðtaka. Það er ekki raunveruleiki okkar sem hrepp- ir okkur í þrældóm. Þegar við erum innan marka hugmyndafræðinnar er harmleikur okkar sá að þegar við höldum að við höfum náð að flýja hana inn í drauma okkar – þá erum við fyrst stödd innan marka hug- myndafræðinnar,“ segir Žižek í byrj- un myndarinnar. Hlýddu! Fyrsta dæmið sem Žižek tekur er úr hinni sígildu költmynd They Live eft- ir meistara John Carpenter. Myndin fjallar um fátæka verkamanninn John Nada í Los Angeles sem finn- ur einn góðan veðurdag kassa af sól- gleraugum. Gleraugun reynast virka sem „gagnrýni á hugmyndafræði“ með orðum Žižek en með þeim get- ur Nada séð raunveruleikann í réttu ljósi. Þannig stendur á auglýsinga- skiltum stórborgarinnar í rauninni „HLÝDDU“ og á peningaseðlun- um stendur „ÞETTA ER GUÐ ÞINN“. Žižek telur þetta vera myndlíkingu um gagnrýni á hugmyndafræði. „Samkvæmt heilbrigðri skynsemi okkar er hugmyndafræði eitthvað sem gerir hina skýru sýn okkar óskýra. Hugmyndafræði ætti að vera gleraugu sem rugla sjón okkar, á meðan gagnrýni á hugmyndafræði ætti að vera hið gagnstæða – þú tekur gleraugun af þér svo að þú getir loks- ins séð hvernig hlutirnir eru í raun og veru,“ segir Žižek um þessa van- metnu kvikmynd. „Hugmyndafræði er ekki eitthvað sem er einfaldlega troðið upp á okkur – hugmyndafræði er eins konar ósjálfrátt samband okk- ar við samfélagið, hvernig við drög- um merkingu af hlutum og svo fram- vegis.“ Kaþólskan og Kinder-eggið Næsta dæmið sem Žižek tekur fyrir í myndinni er lagið Climb Every Mountain í söngleiknum The Sound of Music. Lagið, sem sungið er af nunnunni móður Abbess, er hvatn- ing til nunnunnar Mariu um að yfir- gefa systraregluna og að fylgja hjart- anu sínu. Žižek telur lagið vera fullkomna skýringu á tvíbendingu hinnar kaþólsku hugmyndafræði. „Ef þú lest verk eftir gáfaða kaþólska áróðursmenn, ef þú virkilega reynir að finna út hvaða „díl“ þeir vilja bjóða þér, þá er„díllinn“ ekki til þess gerð- ur að banna í þessu tilfelli kynferðis- legar nautnir, heldur er það miklu kaldhæðnari samningur, ef svo má segja, á milli kirkjunnar sem stofnun- ar og hins trúaða. Það er þetta dulda, siðspillta leyfi sem þú færð – „Þú ert verndaður af guði, þú getur gert hvað sem þú vilt, njóttu þess“.“ Undirritaður tekur þessi ofan- greindu dæmi til að gefa smá hug- mynd um hvernig Žižek starfar – hann fer fram og til baka í orðræðu sinni, dregur líkingar á milli hinna ólíklegustu hluta og blandar jafnvel saman hinu háleita og hinu lágkúru- lega. Sem dæmi um hið síðarnefnda eru tveir útúrdúrar í myndinni. Annars vegar er það sálgreiningar- leg túlkun á eðli Kinder-eggja, og hins vegar er það samlíking á milli Coca-Cola og virkni kapítalisma. „Það er að verða volgt,“ segir Žižek eftir að við sjáum hann taka sopa af kókflösku í Mojave-eyðimörkinni. „Það er ekki lengur hið raunveru- lega Coke og þar liggur vandamálið. Þessi breyting frá hinu háleita niður í hið sauruga. Þegar það er kalt og borið rétt fram hefur það ákveðið aðdráttar afl. Á svipstundu getur þetta breyst í skít. Þetta er hin grund- vallardíalektík nytjavaranna.“ Á öðrum stað í myndinni fáum við að heyra meira um þráhyggju Žižeks með rusl en þá er skyggnst inn í flug- vélakirkjugarð í eyðimörkinni. „Það sem við sjáum hér er hin hliðin af kapítalískri dýnamík,“ segir hann. Hinn lærði niðurrifsmaður Það verður ekki tekið frá Žižek að sem samfélagsrýnir er hann ótrúlega beittur, sniðugur og geðþekkur. Hann er með skemmtilega rödd, talar næst- um því fullkomna ensku með hnaus- þykkum hreim og heldur manni al- veg við efnið þó að orðræða hans geti óneitanlega orðið örlítið ruglandi af og til. Žižek er nefnilega með sérstaka hæfileika til að túlka heiminn og hug- myndafræði okkar með gleraugum hins lærða niðurrifsmanns. Handbók hugmyndafræðiperr- ans er skylduáhorf fyrir alla sem hafa gaman af heimspeki, kvikmyndum og samfélagsrýni. Žižek er hér í essinu sínu – ávallt mótsagnakennd- ur, ávallt skemmtilegur. n Kvikmyndir Þórður Ingi Jónsson thordur@dv.is The Perverts Guide to Idealogy IMDb 6,6 RottenTomatoes 91% Leikstjóri: Sophie Fiennes. Handrit: Slavoj Žižek. 136 mínútur Í flugvél í eyðimörk Leikstjóri myndarinnar, Sophie Fiennes, og Žižek spóka sig í yfirgef- inni flugvél í Mojave-eyðimörk. Kvikmyndir Þórður Ingi Jónsson thordur@dv.is Blue is the warmest color IMDb 7,3 RottenTomatoes 95% Leikstjóri: Abdellatif Kechiche Aðalleikkonur: Adèle Exarchopoulos og Léa Seydoux. 179 mínútur Niðurrifsmaður Žižek er með sérstaka hæfileika til að túlka heiminn og hugmynda- fræði okkar með gleraugum hins lærða niðurrifsmanns. Tónlist fyrir geimfara n Dj. flugvél og geimskip stofnar nýja plötuútgáfu T ónlistarkonan dj. flugvél og geimskip hefur nú stofnað plötuútgáfufyrirtækið Eld- flaug Records. Útgáfan hefur þá sérstöðu að hún gefur aðeins út tónlist til heiðurs geim- ferðum. Fyrsta útgáfan er nýja plata dj. flugvélar og geimskips sem ber nafnið Glamúr í geimnum. „Þetta er geimraftónlist. Ég vona að það fari fullt af fólki að búa til geimtónlist og senda mér. Þá get- um við gert Ísland að geimtónlistar- landi, fólk á eftir að ferðast alls staðar að og segja: „Nei sko, hér er allt út í geimtónlist!““ Steinunn Harðardóttir, dj. flug- vél og geimskip, segist meðal annars vera undir áhrifum frá tónlistar- manninum og upptökustjóranum Joe Meek. „Hann var að taka upp alls konar tónlist fyrir fólk og bætti alltaf inn geimhljóðum. Hann náði að búa til eins konar geim „hype“. Þá fór fólk út um allan heim að gera geimtón- list. Það væri algjör snilld ef það myndi gerast aftur núna.“ Steinunn gaf líka út myndband á dögunum við lagið Glamúr í geimn- um og það ætti ekki að koma neinum á óvart að myndbandið gerist einmitt í geimnum. Þá steig Steinunn á svið á útgáfutónleikum sínum á Kex Hostel um helgina. „Það kom einhver til mín á tón- leikunum og sagði: „Ég ætla að fara að gera geimtónlist, þetta er sjúk- lega hvetjandi“, þannig að ég er mjög spennt,“ segir Steinunn. n Eldflaugin á loft Steinunn vill gera Ísland að geimtónlistarlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.