Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Side 22
S tórsöngkonan Céline Dion hefur nú sent frá sér nýja smá- skífu af væntanlegri hljóm- plötu í fullri lengd. Lagið af samnefndri plötu ber heitið Loved Me Back to Life og er platan væntanleg í verslanir í byrjun nóvem- ber. Þá er hægt að taka forskot á sæluna og panta plötuna fyrirfram í fullri lengd á iTunes nú þegar. Lítið hefur heyrst frá Céline Dion síðustu árin en það eru sex ár síðan hún gaf út plötuna Taking Chances þar sem hún söng á ensku en hún sendi frá sér hljómplötuna Sans Attendre í fyrra þar sem hún söng al- farið á frönsku. Keppti í Eurovision Céline Dion hefur átt bæði skrautlegan og óvenjulegan feril en hún er fædd í Kanada árið 1968 og fagnaði 45 ára af- mæli sínu þann 30. mars á þessu ári. Margir muna eflaust eftir því þegar Cé- line steig sín fyrstu spor inn í frægðina þegar að hún keppti fyrir hönd Sviss í Eurovision-keppninni árið 1988 þar sem hún fór með sigur af hólmi með lagið Ne partez pas sans moi. Eiginmaðurinn 26 árum eldri Hún kynntist fljótlega tilvonandi eigin manni sínum, Frakkanum René Angélil, sem veðsetti hús sitt á sínum tíma til að fjármagna fyrstu hljómplötu söngkonunnar árið 1990 en þau giftu sig fjórum árum síðar. Sögur herma að móðir Céline hafi ekki verið ýkja hrifin í upphafi af ástarsambandi dóttur sinn- ar en René er 26 árum eldri en Céline og var hann því 45 ára þegar þau fóru að rugla saman reytum, Céline þá að- eins 19 ára. Vinsældirnar létu þó ekki á sér standa og fjárfesting René varð til góðs. Céline vakti brátt athygli vestanhafs og gerði síðar plötusamning við hljóm- plöturisann Epic Records í Bandaríkj- unum og varð ein söluhæsta söng- kona heims með lögum á borð við My heart will go on sem kennt er við kvik- myndina Titanic. Fórnaði framanum um skeið Á hápunkti velgengninnar, árið 1999, tók Céline hins vegar ákvörðun um að draga sig í hlé til að sinna einkalíf- inu þar sem René hafði greinst með krabbamein í hálsi sem hann lækn- aðist síðar af. Parið ákvað að ganga í hjónaband í annað sinn árið 2000 í spilaborginni Las Vegas og ákvað Cé- line í kjölfarið að gangast undir vel heppnaða frjósemisaðgerð og fæddist þeim sonur ári síðar. Céline eignaðist síðar tvíbura árið 2010 og eiga hjónin nú þrjá syni. Glæsileg sýning í Las Vegas Céline Dion var lengi búsett í Las Vegas þar sem hún hélt stórfenglega stjörnu- tónleika fyrir sitjandi áhorfendur á ár- unum 2003–2007 sem hlutu lof víða. Söngkonan leggur nú drögin að nýrri sýningaröð á Caesars Palace í spila- borginni Las Vegas og er miðasala þegar hafin. Ljóst er að söngdívan hef- ur löngu stimplað sig inn í Hall of Fame sem lifandi goðsögn í tónlistarheimin- um og hlaut til að mynda Chopard Di- amond Award á World Music Awards árið 2004 eftir að hafa selt 175 milljón- ir hljómplatna um heim allan og var á þeim tíma söluhæsta söngkona heims en samkvæmt Sony Music Enter- tainment hefur söngkonan selt yfir 200 milljónir platna í dag. n 22 Fólk 21. október 2013 Mánudagur Nýja platan heitir Britney Jean N ý plata með söngkonunni Britney Spears er væntan- leg í byrjun desember og hefur hún hlotið heitið Brit- ney Jean. Nafnið er að hluta til til heiðurs poppgoðinu Michael Jackson sem lést árið 2009. Nafnið er dregið af hinum fræga smelli Jackson, Billie Jean, sem er að finna á plötunni Thriller sem er ein sölu- hæsta plata allra tíma. Britney kom fram ásamt Michael Jackson á 30 ára starfsafmæli hans sem haldið var í New York árið 2001. Þar tóku þau saman dúettinn The way you make me feel. Að öðru leyti þekktust þau lítið að sögn Brit- ney. Söngkonan, sem nú er orðin 31 árs tveggja barna móðir, segir í við- tali við breska útvarpsrás á dögun- um að væntanleg plata hennar sé með persónulegum blæ. „Öll fjöl- skylda mín hefur alltaf kallað mig Britney Jean,“ fullyrðir hún og bætir því við að um sé að ræða gælunafn í góðu gamni sagt. Fyrsta smáskífan, Work Bitch, kom út í september og hefur mynd- bandið fengið mikla athygli, yfir 30 miljónir í áhorfi á Youtube, en þar fer Britney mikinn og slær með- al annars krjúpandi stúlku með píski og hvetur hana þannig til að koma sér að verki. Lagið er poppað og nýtur vinsælda í líkamsræktar- stöðvum nú þegar. Tvö ár eru liðin frá síðustu plötu Britney sem bar heitið Femme Fatale og innihélt smelli eins og I wanna go og Hold it against me. n svala@dv.is Céline Dion sendir frá sér nýja plötu n Söluhæsta söngkona heims hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár n Britney Spears segir nafnið á væntanlegri plötu sinni vera gamalt gælunafn topp 5 Franskar leikkonur 1 Audrey Tautou Sló í gegn í frönsku kvikmyndinni Amelie þar sem hún lék forvitna hjálparhellu sem vildi ekki láta afreka sinna getið. Hún lék í tveimur kvikmyndum sem frumsýndar voru á þessar ári, Chinese Puzzle og Mood Indigo. 2 Brigitte Bardot Blondína með bústnar varir og lifandi goðsögn í dag. Ófáar leikkonur hafa sótt fyrirmynd í Brigitte hvað kynþokka og útgeislun varðar. Hún þótti djörf á sínum tíma og kom nakin fram í kvikmyndinni God Created Woman árið 1956. 3 Marion Cotillard Vann óskarinn fyrir túlkun sína á franska söngfuglinum Edith Piaf í kvikmyndinni La Vie en Rose sem frumsýnd var 2007. Kvikmyndin byggir á átakanlegri ævi Piaf. 4 Eva Green vann Bafta-verðlaunin árið 2006 sem nýstirni á uppleið fyrir leik sinn í James Bond- myndinni Casino Royale. Það vita það kannski ekki allir að hún á sænskan föður sem starfar sem tannlæknir. 5 Emmanuelle Béart Ein vin-sælasta leikkona Frakka en hún hefur leikið í yfir 60 frönsk- um myndum. Hún átti þó velgengni að fagna um skeið í Hollywood þegar hún lék í Mission Impossible árið 1996 á móti Tom Cruise. Britney Spears ásamt Michael Jackson Tóku saman lagið The way you make me feel á 30 ára starfsafmæli Michael sem haldið var í New York árið 2001. Sniðgengur Vanity Fair Leikkonan Gwyneth Paltrow á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en sögusagnir eru farnar á kreik um að hún hafi átt í ástarsambandi við auðmanninn Jeff Soffer, eiginmann fyrirsætunnar Elle MacPherson. Sam- kvæmt New York Post hefur Gwyneth neitað ásökunum frá upphafi enda harðgift söngvaranum Chris Martin úr hljómsveitinni Coldplay og eiga þau saman tvö börn. Gwyneth hefur í kjöl- farið sent út áskorun til vina sinna um að sniðganga tímaritið Vanity Fair þar sem sögusagnirnar komu fyrst fram. Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is Céline Dion Lagið af samnefndri plötu ber heitið Loved Me Back to Life og er platan væntanleg í verslanir í byrjun nóvember. Céline tók þátt í Eurovision Svona leit Céline Dion út árið 1988 þegar hún keppti í Eurovision fyrir hönd Sviss og fór með sigur af hólmi í keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.