Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Page 9
Aðkoma Hreiðars Más Eftir að stjórn FL Group fékk vitn­ eskju um millifærsluna og að pen­ ingarnir hefðu horfið út af ný­ stofnuðum reikningi FL Group í Lúxemborg reyndu Ragnhildur og einhverjir af stjórnarmönnun­ um að fá Hannes til að sjá til þess að peningarnir skiluðu sér aftur til FL Group. Á endanum var sagt við Hannes að efnahagsbrotadeild rík­ islögreglustjóra yrði bent á millifær­ sluna ef peningarnir skiluðu sér ekki inn á reikninginn. Inga Jóna Þórðardóttir, sem sat í stjórn FL Group á þessum tíma, staðfesti þennan skilning á mál­ inu í skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis þar sem hún sagði að eina ástæða þess að peningarnir skiluðu sér aftur inn á reikninginn hefði ver­ ið sú að Ragnhildur hefði hótað að kæra millifærsluna til lögreglunnar. „Þá hefði henni [Ragnhildi, innsk. blm.] borist til eyrna að stjórnarfor­ maður [Hannes, innsk. blm.] stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjár­ munir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu.“ Ragnhildur greindi jafnframt frá því í yfirlýsingu sinni í fyrra að pen­ ingarnir hefðu á endanum ekki skil­ að sér til baka fyrr en hún ræddi um málið við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings. „Það var þó ekki fyrr en ég talaði beint við for­ stjóra Kaupþings banka og greindi honum frá málavöxtum að pen­ ingarnir skiluðu sér loksins inn á reikning FL Group ásamt vöxt­ um, fyrir lok júní.“ DV hefur heim­ ild fyrir því úr annarri átt að Hreið­ ar Már hafi komið að því að ganga frá endurgreiðslu á fjármununum inn á reikning FL Group og hefur því væntanlega verið um lán frá bank­ anum að ræða til að klára málið. Staðan er hins vegar sú að ef ein­ hver stelur einhverju til lengri eða skemmri tíma þá er ekki nóg að skila því sem stolið var til baka. Fyrir liggur verknaður, í þessu tilfelli fjár­ dráttur úr almenningshlutafélagi, átta ára leyndarmál upplýst n Ákærður fyrir þriggja milljarða króna millifærslu til Fons n Týndi hlekkurinn í málinu voru bankagögn í Lúx sem sérstakur saksóknari fékk í sumar Ákærður fyrir millifærsluna Hannes Smárason hefur verið ákærður fyrir millifærsluna frá FL Group til Fons. Fréttir 9Miðvikudagur 6. nóvember 2013 Forstjóri hætti, stjórnarmenn kvöddu og hluthafar seldu „Þessir peningar hafa aldrei komið inn á minn reikning eða reikning neinna félaga sem tengjast mér. September- Október 2008 Íslenska bankahrunið Júní 2009 Greint frá því að efnahags- brotadeildin rannsaki millifærsl- una frá FL Group Febrúar 2011 Greint frá því að Hannes hafi verið yfirheyrður í millifærslu- málinu Nóvember 2013 Hannes Smárason ákærður fyrir millifærsluna Millifærsla Hannesar Smárasonar til Fons í Lúxemborg fram- hjá helstu stjórnendum og stjórn FL Group dró dilk á eftir sér. Þrátt fyrir að peningarnir hefðu skilað sér aftur inn á reikning FL Group hafði átt sér stað verulegur trúnaðar- brestur á milli Hannesar Smárasonar og stjórnar FL Group og Ragnhildar Geirsdóttur. Sama dag og fjármunirnir skiluðu sér til baka, þann 30. júní 2005, var greint frá því að þau Hreggviður, Inga Jóna og Árni Oddur væru hætt í stjórn FL Group. Daginn eftir seldu eignarhaldsfélögin Saxbygg og Mannvirki sam- tals um 28 prósenta hlut í félaginu. Í yfirlýsingu frá eigendum félaganna tveggja, Einari Erni Jónssyni, Gunnari Þorlákssyni, Gylfa Ómari Héðinssyni, Jóni Þorsteini Jónssyni og Pálma Kristinssyni, þennan sama dag kom fram að í kjölfarið á sölunni myndu þeir, eðlilega, einnig víkja úr stjórn FL Group. Öfugt við þau Hreggvið, Ingu Jónu og Árna Odd hættu þeir hins vegar ekki strax í stjórninni heldur biðu fram að fyrsta hluthafafundinum sem haldinn var eftir eigendabreytingarnar. Á þeim fundi, sem haldinn var 9. júlí, var kjörin ný stjórn í félaginu og þeir Einar Ólafs- son, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Þorsteinn Jónsson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Sigurður Bollason tóku sæti þeirra sem hættu í stjórninni. Millifær- slan markaði því upphafið að eigendabreytingum og nýjum tímum innan FL Group. sem ákæruvaldið hefur nú ákveðið að ákæra Hannes fyrir. Kaupverðið nær sjöfaldaðist Sama dag og peningarnir skiluðu sér aftur inn á reikning FL Group hættu þrír stjórnarmenn hjá félaginu og stórir hluthafar seldu sig út úr því, líkt og fjallað er um annars staðar á blaðsíðunni. Fjórum mánuðum síðar keypti FL Group Sterling svo af Pálma, ásamt flugfélaginu Maersk Air, fyrir 15 milljarða króna. Í desember 2006 seldi FL Group Sterling svo til fé­ lagsins Northern Travel Holding fyrir 20 milljarða króna en Fons átti meirihluta í því félagi. Á tæplega tveggja ára tímabili hafði verðmæti Sterling­flugfélagsins því nærri sjö­ faldast. Í ágúst 2008 seldi FL Group svo hlut sinn í Northern Travel Holding, 35 prósent í félaginu, til Fons og skömmu síðar reið banka­ hrunið yfir á Íslandi og Northern Travel Holding varð gjaldþrota. DV gerði tilraun til að ná tali af Hannesi Smárasyni í síma á þriðju­ dag en hafði ekki erindi sem erfiði. Samkvæmt heimildum blaðsins er Hannes staddur á Íslandi og herma þær að honum verði birt ákæra í Sterling­málinu á miðvikudags­ morgun. n Ragnhildur Geirsdóttir Hótaði með lögreglunni Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is Kynntu þér breytingar á upplýsingagjöf til neytenda og nýja lánaskilmála Íbúðalánasjóðs vegna nýrra laga um neytendalán á www.ils.is • Greiðslumat sniðið að ákveðinni eign • Aukin upplýsingagjöf við lánveitingu • Nýir lánaskilmálar Ný lög – nýir lánaskilmálar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.