Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Qupperneq 14
14 Neytendur 6. nóvember 2013 Miðvikudagur Þvottaefni í duftformi betra Neytendablaðið segir frá danskri könnun þarlenda neytenda­ blaðsins Tænk á gæðum fljótandi þvottaefnis. Niðurstaðan er sú að fljótandi þvottaefni þvoi ekki jafn vel og þvottaefni í duftformi. Þær gerðir fljótandi þvottaefna sem komu skást út úr þessari könnun reyndust innihalda mörg um­ deild efni, þar á meðal hormóna­ raskandi efni. Þá varð hvítur þvottur í sumum tilvikum gráleitur. Rannsakaðar voru átta tegundir af fljótandi þvottaefni og fékk ekkert þeirra góða einkunn. Sjö fengu miðlungseinkunn en ein var undir meðaleinkunn. Nýtir allan grænmetis- afskurð „Allan afskurð af grænmeti og kryddi, sætum kartöflum, kart­ öflum, enda af lauk og hvít­ lauk, engiferafskurð og allt slíkt, fullnýti ég. Ég geymi af­ skurðinn, skola vel og trekki soð í súpur. Um leið og ég er kominn með gott soð þarf ekk­ ert mikið til viðbótar svo að súpan verði djúp og fín.“ Notaðu minna sjampó Snyrtivörur eins og sjampó eru oft dýrar en margir hafa enga löngun til að skipta yfir í ódýrari tegundir þegar þeir hafa fund­ ið það sem þeim líkar. En það er samt hægt að spara því margir nota allt of mikið sjampó í hverj­ um þvotti en það er alveg nóg að sjampóið myndi svolitla froðu en hún þarf ekki að flæða út um allt. Það er algjör óþarfi að þvo á sér hárið daglega með sjampói, flestir sérfræðingar segja nóg að nota sjampó við hárþvott einu sinni til tvisvar í viku þó það sé þvegið með vatni og hársvörð­ urinn nuddaður daglega. Sveinn Kjartansson Matreiðslumaður í Borð- stofunni, Hannesarholti. Sparnaðarráð: Verri þjónusta hjá borginni n Hagstæðara að velja einkafyrirtækin n Þriggja tunnu kerfið best Á síðustu árum hefur aukin meðvitund um náttúruvernd orðið til þess að fólk hefur far­ ið að flokka sorp frá heimil­ um sínum í auknum mæli. Ýmis fyrirtæki hafa boðið upp á að sækja flokkað sorp að heimilum fólks en nýlega tók Reykjavíkurborg í gagn­ ið bláa sorptunnu, ætlaða fyrir papp­ ír og pappa. DV tók saman ýmsa val­ möguleika við sorpflokkun heima við hús og bar saman verð og þjónustu. Þriggja tunnu kerfi víða Lögum samkvæmt ber sveitarfé­ lögum skylda til að sjá um almenna sorphirðu og skulu þau sjá um að starfræktar séu móttöku og söfnunar­ stöðvar fyrir úrgang. Þó getur sveitar­ stjórn sett sérstakar reglur um nánari flokkun í sveitarfélaginu líkt og Blá tunna Reykjavíkurborgar er dæmi um. Önnur sveitarfélög hafa þó verið fyrri til í flokkunarmálum og til að mynda sinnir Íslenska gámafélagið sorphirðu með svokölluðu þriggja tunnu kerfi í Stykkishólmi, Hveragerði, Flóahreppi, Skeiða­ og Gnúpverjahreppi, Skaftár­ hreppi, Fljótsdalshéraði, Fljótsdals­ hreppi og Fjallabyggð. Þriggja tunnu kerfið byggist á hefðbundinni tunnu undir heimilissorp, Brúnni tunnu undir lífrænt sorp og Grænni tunnu sem tekur við öllum pappír heimilis­ ins og pappa, plasti og minni málm­ hlutum. Ekki má setja rafhlöður í Grænu tunnuna. Brúna tunnan er ein­ göngu í boði fyrir íbúa þeirra sveitar­ félaga sem hafa gert samning við Ís­ lenska gámafélagið og stærri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en Grænu tunnuna geta allir pantað og kostar hún 11.880 krónur á ári. Þriggja tunnu kerfi er líka við lýði í Vestmannaeyjum og sér Kubbur ehf. um sorphirðu þar. Endurvinnslutunnan tekur við rafhlöðum Gámaþjónustan hf. hefur boðið upp á Endurvinnslutunnuna í nokkur ár en í hana má setja, auk pappírs og pappa, plastumbúðir, málma og raf­ hlöður, en þær þurfa að vera í sér­ stökum poka. Endurvinnslutunnan kostar 15.060 krónur á ári fyrir tunnu sem tæmd er á fjögurra vikna fresti en 9.792 krónur ef hún er tæmd á átta vikna fresti. Á Akureyri sér Gámaþjónusta Norðurlands um sorphirðu en þar er lífrænum úrgangi safnað frá heim­ ilum og fer hann í sérstakt innra ílát sem hengt er inn í venjulegu sorp­ tunnuna. Sorphirðugjöld eru 25.400 á ári. Á Ísafirði er tveggja tunnu kerfi þar sem annars vegar er safnað al­ mennu heimilissorpi en hins vegar pappír og pappa, plasti og málmum. Sorphirðugjöld eru innifalin í fast­ eignagjöldum. Stefnt að jarð- og gasgerðarstöð í Reykjavík Aðspurð hvers vegna Blá tunna Reykjavíkurborgar taki ekki við fleiri flokkum til endurvinnslu segir Ey­ gerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis­ og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, Bláu tunnuna fyrsta stóra skref borgarinnar í endur­ vinnslumálum og flokkun heima við hús, þó kallað hafi verið í auknum mæli eftir fleiri flokkum. „Fólk hef­ ur nú þegar val um að skila flokkuð­ um úrgangi á endurvinnslustöðvar Sorpu eða 56 grenndarstöðvar, víðs vegar um borgina. Þar er ekki bara tekið á móti pappír heldur líka plasti og það vekur athygli að með auk­ inni meðvitund um flokkun á pappír hafa skil á plasti aukist í grenndar­ gámana.“ Eygerður segir unnið að að­ gerðaráætlun í úrgangsmálum inn­ an Reykjavíkur fram til ársins 2020 og margir flokkar séu þar til skoðun­ ar, svo sem sér flokkun á plasti og sér flokkun á lífrænum úrgangi. „Nýlega var undirritað samkomulag með­ al eigenda Sorpu um byggingu jarð­ og gasgerðarstöðvar í Álfsnesi og gert ráð fyrir að hún verði komin í gagn­ ið innan þriggja til fimm ára,“ segir hún og bætir við að ekki sé ljóst hvort gert verði ráð fyrir flokkun heima við hús eða hvort leitað verði tæknilegra lausna við flokkun í móttökustöð. n Auður Alfífa Ketilsdóttir blaðamaður skrifar fifa@dv.is Blá tunna (Reykjavíkurborg) Losunartíðni: Á 20 daga fresti Verð á ári: 6.500 Endurvinnslu- tunnan (Gámaþjónustan) Losunartíðni: Á 30 daga fresti Verð á ári: 15.060 Græna tunnan (Íslenska gámafélagið) Losunartíðni: Á 30 daga fresti Verð á ári: 11.880 Heimajarð- gerð lítið mál n Loftun lykilatriði Þó fæst sveitarfélög bjóði upp á að sækja lífrænan úrgang heim í hús er lítill vandi að hefja jarðgerð heima. Mörg fyrirtæki selja einangraðar tunnur þar sem niðurbrot er frekar hratt en líka er hægt að stunda jarð- gerð í þrískiptum kössum án einangrunar. Mikilvægt er að tryggja að vel lofti um úrganginn og hræra í haugnum reglulega. Mismunandi tunnur Blá tunna Reykjavíkurborgar er losuð á 20 daga fresti og kostar 6.500 krónur á ári. Maíspokar fást víða n Líka hægt að nota dagblöð Í flestum verslunum er hægt að fá sér staka poka búna til úr maís undir líf- rænan úrgang. Pokinn er eins og plast- poki að öðru leyti en því að í safnhaugn- um grotnar hann niður mjög hratt. Þannig er hægt að losna við subbuskap sem mörgum þykir fylgja jarðgerðinni. Önnur leið er að fóðra skálina undir matarleifar með dagblöðum og henda þeim með í safnhauginn. Slysahætta n Ekki setja gler í endurvinnslutunnur Gler er endurunnið á Íslandi en vegna slysahættu við flokkun á endurvinnslu- stöðvum má hvorki setja gler í Endur- vinnslutunnu Gámaþjónustunnar né Græna tunnu Íslenska gámafélagsins. Gleri má skila á allar endurvinnslu- stöðvar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.