Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1936, Blaðsíða 11
Verslunarskýrslur 1934
9’
Ýmsar af þessum vörum liafa fallið burtu eða minkað stórlega
síðan árið 1932 vegna innflutningshaftanna. Þó hefur innflutningur af
ávöxtum vaxið aftur 1933 og 1934.
Munaðarvörur hafa verið kallaðar þær neysluvörur, sem ekki hafa
verið taldar nauðsynjavörur, svo sem kaffi, te, súkkulað, sykur, tóbak,
áfengir drykkir, gosdrykkir o. fl. Þetta eru þær vörur, sem tollarnir hafa
aðallega verið lagðir á, enda þótt sumar þeirra megi nú orðið telja nauð-
synjavörur, svo sem sykur. Af þessum vörum nam innflutningurinn
árið 1934 3% milj. kr. eða 6.3% af öllum innflutningnum. Er það bæði
að verðmagni og hlutfallslega minna heldur en undanfarin ár.
2. yfirlit (bls. 10*) sýnir árlega neyslu af helstu munaðarvörunum á
hverju 5 ára skeiði síðan um 1880 og á hverju ári síðustu 5 árin, hæði
í heild sinni og samanborið við mannfjölda. Er þar eingöngu um inn-
fluttar vörur að i-æða, þar til á síðari árum, að við bætist innlend fram-
leiðsla á öli og kaffibæti. Brennivín er talið með vínanda, þannig að
lítratala brennivínsins er helminguð, þar eð það hefur hérumbil hálfan
styrkleika á við hreinan vínanda, svo að tveir lítrar af brennivíni sam-
svara einum lítra af vínanda.
Á yfirlitinu sést, að árið 1933 hefur aukist neysla af öllum þessum
munaðarvörum, nema vínanda.
Inriflutningur á sykri hefur vaxið afarmikið á síðustu 50 árum.
Neysla á mann hefur fimmfaldast og hefir verið nálægt 40 kg á mann
síðustu árin. Er það mikið samanborið við önnur lönd. Árið 1933 var
hún minni í flestum löndum Norðurálfunnar, nema Danmörku (49 kg)
og Sviþjóð (44 kg), en á Bretlandi svipuð (40 kg). í Bandaríkjunum
og Nýja Sjálandi var hún líka meiri (43 og 45 kg).
Neysla af kaffi og kaffibæti hefur aukist töluvert síðan um 1890.
1886—90 komu ekki nema 4 kg á mann að meðaltali, en 1916—20 meira
en 7 kg. Síðustu árin hefur innflutningurinn þó verið lægri, en þar við
hefur bæst innlend l'ramleiðsla á kaffibæti, sem er tekin með i töflunni.
Nam hún 26 þús. kg árið 1931, 182 þús. kg árið 1932, 237 þús. kg árið
1933 og 244 þús. kg 1934. Enda er nú svo að segja alveg tekið fyrir
innflutning á kaffibæti.
Innflutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum og
samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneysla hérumbil staðið í stað.
Innflutningur á áfengu öli (með yfir 2%% af vínanda að rúmmáli)
hefur verið bannaður síðan 1912, en franian af stríðsárunum gerðist inn-
flutningur á óáfengu öli allmikill og eins fyrstu árin eftir stríðslokin,
en síðan hefur hann farið minkandi og er nú alveg horfinn, en i stað-
inn komin innlend framleiðsla í þessari grein. I töflunni er innlenda
framleiðslan tekin með síðan 1919. Árið 1931 var hún 642 þús. lítrar,
en 1932 ekki nema 494 þús. lítrar, 1933 436 þús. lítrar og 1934 395 þús.
lítrar, svo að neyslan hefur minkað mikið.
Vínandi og vínföng eru einungis flutt inn af Áfengisverslun ríkisins.
b