Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1939, Side 13
Versluuarskýrslur 1937
11*
út frá því liér á eftir, þegar skýrt er frá innflutningi einstakra vöru-
tegunda með samanburði við fyrri ár.
Mnívæli fluttust til landsins fyrir 4.4 milj. kr. árið 1937 (eða 8%%
af öllum innflutningnum). Er það töluvert hærri upphæð heldur en árið
á nndan, en svipuð eins og 1934 og 1935. í þessum innflutningi munar
langmest um kornvörurnar. Af helstu korntegundum, sem falla undir
þennan flokk, hefur innflutningurinn verið þessi síðustu árin (í þús. kg):
1933 1934 1935 1936 1937
Rúgur 277 273 232 198 234
Raunir 124 126 116 124 135
Hafragrjón (valsaöir liafrar) 1 623 1 721 1 641 1 724 1 492
Hrísgrjón 718 636 741 668 673
Hveitimjöl 4 551 4 654 4 889 4 919 5 376
Gerhveiti 339 340 222 135 151
llúgnijöl 3 490 5 403 3 560 7 167 5 023
Eftirfarandi yfirlit sýnir innflutninginn á öllum kornvörum í lieild
sinni þessi sömu ár (i þús. kg). Er þá einnig talið með fóðurkorn (bygg,
hafrar og maís) og maísmjöl, sem annars er ekki talið í matvælaflokkn-
um, heldur sem innflutningur til landbúnaðar.
Ómalaö korn Grjón Mjðl Samtals
1933 .................... 2 122 2 347 9 9g2 14 451
1934 .................... 2 643 2 553 12 062 17 258
1935 .................... 1 822 2 569 12 090 16 481
1936 .................... 1 685 2 560 13 253 17 498
1937 .................... 1 430 2 351 11 717 15 498
Kornvöruinnflutningurinn 1937 hefur verið minni heldur en þrjú
næstu árin á undan.
Auk kornvaranna eru þessar vörur helstar, sem falla undir mat-
vöruflokkinn, og hefur innflutningur þeirra verið svo sem hér segir hin
síðari ár (i þús. kg):
1933 1934 1935 1936 1937
Jarðepli 2 365 2 309 2 278 2 187 509
Kaffirætur 311 336 358 312 311
Epli ný 313 295 140 75 47
Glóaldin (appelsínur) . . 309 382 443 31 26
Gulaldin (sítrónur) .... 2Í> 31 21 13 29
Rjúgaldin (bananar) . . . 82 89 114 20 1
Rúsinur 111 135 160 12 15
Sveskjur 71 116 77 17 17
Kartöflumjöl 165 136 239 199 324
Ávextir niðursoðnir . . . 13 83 32 5 24
Ávaxtamauk (svltetöj) . 27 25 12 6 2
Sagógrjón og sagómjöi . 77 98 89 71 82
Innflutningur af ávöxtum hefur minkað stórlega síðan 1935 vegna
innflutningshafta.
Munaðaruörur hafa verið kallaðar þær neysluvörur, sem ekki hafa
verið taldar nauðsynjavörur, svo sem kaffi, te, súkkulað, syluir, tóbak,
áfengir drykkir, gosdrykkir o. fl. Tollarnir hafa því einkum verið lagðir