Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1939, Side 26
2-t*
Verslunarskýrslur 1037
l>að sem fæst fyrir útfluttar vörur þangað, fæst ekki útborgað, heldur er
einungis varið til greiðslu á vörum keyptum þar í landi. í árslok 1937 átti
ísland inni á þessum reikningi um l.s milj. kr.
Þriðja mesta viðskiftaland íslands er Danmörk. Innflutningur þaðan
fer tiltölulega minkandi, en útflutningur þangað aftur á móti vaxandi.
Þó varð útflutningurinn til Danmerkur 1937 ekki nema um % á móts við
innflutning þaðan. Af öllum innflutningi 1937 kom 14.8% frá Danmörku,
en af öllum litflutningi fór aðeins 9.o% til Dan.merkur.
Viðskiftin við Noreg og Svíþjóð eru einnig allveruleg. Frá þessum
löndum kom 1937 18.o% af innflutningnum (9,o% frá Noregi, 9.s% frá
Svíþjóð) og þangað fór 19..-,% af útflutningnum (12.0% til Noregs og 6.o%
til Svíþjóðar). Viðskiftin við þessi lönd eru vaxandi, einkum við Sviþjóð.
Fyrir nokkrum árum liafði ísland mikil viðskifti við suðurlönd
(Spán, Ítalíu og síðar Portúgal), en alveg einhliða, flutti mikið út þangað,
en mjög lítið aftur inn þaðan. Aðeins Portúgal kaupir ennþá allmikið
af fiski héðan án þess að krefjast kaupa þaðan í vissu hlutfalli við út-
flutning þangað. Árið 1937 var Portúgal þriðja landið í röðinni um út-
flutning frá íslandi (næst á eftir Þýskalandi, Bretlandi og Noregi) og tók
við 9.2% af öllum útflutningnum, en undanfarin ár hefur útflutningur
þangað verið meiri. Bæði Spánn og ítalía hafa hinsvegar gert kröfur um
kaup þaðan á móti, og við Ítalíu hefur verið gerður samningur um reikn-
ingsviðskifti (clearing), svo að útflutningur þangað horgast að mestu i
vörum þaðan. Þetta hel’ur orðið til þess að auka innflutning frá þessuin
löndum, en hinsvegar hefur útflutningur þangað farið síminkandi, hæði
vegna þessara ráðstafana og vegna kaupgetuhrests í þessum löndum, sem
hafa átt við ófriðarástand að búa. Árið 1937 var innflutningur frá Italiu
nærri ferfaldur á við 1934, en útflutningur tæpl. helmingur. Var inn-
flutningurinn 4.4 milj. kr. eða 8.2% af öllum innflutningi, en útflutning-
ur þangað aðeins 2.7 milj. kr. eða 4.o% af öllum útflutningi. Þegar spænska
borgarastyrjöldin hófst 1936, hrapaði útflutningurinn til Spánar stórkost-
lega niður og 1937 var hann ekki nema rúinl. 360 þús. kr., eða aðeins
O.o% af öllum útflutningnum, en fjórum árum áður (1933) hafði Spánn
tekið við 28.8% af útflutningi íslands.
Aftur á móti hefur útflutningur aukist til sumra annara landa, fyrst
og fremst til Bandaríkjanna. Hefur útflutningur þangað farið vaxandi
hin síðari ár og árið 1936 nam hann 11% af öllum útflutningnum. 1937
var hann þó heldur minni og aðeins tæpl. 8% af útflutningnuin. Er það
einkum lýsi og síld, sem þangað hefur farið. Þá hel'ur og einnig aukist út-
flutningur til Hollands (sildarlýsi og síldarmjöl), Belgíu (síldarmjöl),
Frakklands (fiskur og hrogn) og Póllands (síld), auk þess sem útflutn-
ingur hefur hafist til landa, sem lítið eða ekkerl gætti áður í útflutningi
frá íslandi, svo sem Brasilíu, Argentínu, Kúha og Egyptalands (saltfiskur),
Rússlands (síld, sem þó liel'ur fallið niður aftur), Sviss og Tjekkóslóvakíu
(fiskmjöl) og Vestur-Afríku (harðfiskur).