Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1945, Qupperneq 21
Verzlunarskýrslur 1944
19
Árið 1940 jókst útflutningur á niðursoðnu fiskmeti mjög
mikið, og 1941 var hann litlu minni. Áður voru það næstum eingöngu
rækjur, sem fluttar voru út niðursoðnar, en 1940 var tekið að flytja lit
ýmislegt annað niðursoðið fiskmeti, svo sem þorsk, fiskbollur, hrogn,
síld o. fl. Árið 1942 hrapaði þessi útflutningur aftur niður, svo að hann
var það ár ekki nema rúinl. % móts við árið á undan, 1943 var hann svip-
aður, en aftur töluvert meiri 1944. Af niðursoðnu fiskmeti hefur verið
flutt út síðustu árin:
1939 ....... 88 þús. kg 1942 ..... 128 þús. kg
1940 ....... 582 — — 1943 ..... 123 — —
1941 ....... 549 — — 1944 ..... 206 — —
Af h r o g n u m hefur verið flutt út síðustu árin.
Söltuð ísvorin og fryst
1940 ................... 656 þfis. kg 1 214 þús. kg
1941 ................. 717— — 1144— —
1942 ................... 74 — — 883 — —
1943 ................... 533 — — 1 244 — —
/ 1944 ................... 773 — — 1 936 — —
Hvalafurðir voru allmikið litfluttar héðan af landi á fyrsta ára-
tug þessarar aldar, en 1915—1934 var bannað að reka hvalveiðar héðan
af landi, og féll því sá útflutningur í burtu á því tímabili. 1935 var síðan
einu félagi veitt sérleyfi til að reka hvalveiðar (frá Tálknafirði) en þær
lögðust niður aftur 1940.
A f u r ð i r a f v e i ð i s k a p o g h 1 u n n i n d u m eru hverfandi hluti
af útflutningnum. Af þeim var ekkert flutt út 1944, nema litið eitt af sil-
ungi og æðardúni, en annars fellur líka hér undir lax, selskinn og rjúpur,
en af þeim vörum var ekkert flutt út 1944. Al' þessum vörum hefur útflutn-
ingurinn verið síðustu árin:
I.ax og silungur Æðartlúnn Selskinn Rjúpur
1940 .......... 70 686 kg 1 396 kg 81 kg 19 348 stk.
1941 .......... » — 436 — 20 — » —
1942 .......... 730 — 4 — » — » —
1943 .......... 29 350 — » — » — » —
1944 .......... 3 470 — 91 — » — » —
L a n d b ú n a ð a r a f u r ð i r n a r eru annar aðalþáttur útflutnings-
ins, en litið kveður þó að þeim í samanburði við fiskiafurðirnar. Árið
1944 voru þær útfluttar fyrir 16.4 millj. kr., en það var 6.5% af útflutn-
ingsmagninu alls það ár. Helztu úlflutningsvörur landbúnaðarins eru salt-
kjöt, fryst kjöt, ull og saltaðar sauðargærur. Siðan um aldamót hefur út-
flulningur þessara vörutegunda "lerið: