Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1952, Blaðsíða 21
Verzlunarskýrslur 1951
19'
liálfsáislega, mcð innflutningi mánaðanna júní og desember. Af skip-
unum, sem talin eru bls. 16*—17*, eru hin 10 fyrst nefndu talin með
innflutningi júnímánaðar, en 4 síðast nefndu skipin í stærri flokknum
og öll smærri skipin eru með innflutningi desembermánaðar.
4. Útfluttar vörur.
Exports.
í töflu IV B (bls. 64—69) er skýrt frá útflutningi á hverri
einstakri vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar
flokkaðar eftir skyldleika á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og eru
yfirlit yfir þá flokkaskiptingu í töflu I og II (bls. 1—3).
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í
verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um
borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fara fyrst frá, samkvæmt sölu-
reikningi útflytjanda. Þessi regla getur ekki átt við ísfisk, sem íslenzk
skip selja í erlendum höfnum, og gilda því um verðákvörðnn lians i
verzlunarskýrslum sérstakar reglur, er nú skal gerð grein fyrir. Frá
brúttósöluverði ísfisksins samkvæmt upplýsingum Fiskifélagsins dregst
sölukostnaður erlendis ásamt innflutningstolli, samtals 20% að því er
snertir ísfisk til Bretlands, þar af ca. 9,1% innflutningstollur. Að öðru
leyti er hér um að ræða löndunarkostnað, svo sem uppskipun fisksins,
hafnargjöld, þóknun til umboðsmanna skipanna o. fl. Áður nefnd 20%
eru áætlun, sem látin er gilda jafnt fyrir öll skip, þó að sölukostnaður
þeirra sé að sjálfsögðu all mismunandi. Af söluverði ísfisksins til Þýzlca-
lands nam frádrátturinn vegna löndunarkoslnaðar 5% fram til október-
loka 1950, en frá og með nóvember s. á. liefur liann verið 10% líka þar.
Auk áætlaðs sölukostnaðar, dregst frá hrúttóandvirðinu farmgjald, sem
togurum og íslenzkum fiskkaupaskipum er reiknað fyrir flutning ísfisks.
A árunum 1947—1949 og fram að gengisbreytingu 1950 nam þetta farm-
gjald 200 kr. á hvert tonn ísfisks til Bretlands og 250 kr. á tonn í Þýzka-
landssiglingum, sem hófust aftur 1948, eftir að liafa legið niðri síðan
1939. Með gengisbreytingunni var farmgjaldið í Bretlandssiglingum hækk-
að í 300 kr. og í Þýzkalandssiglingum i 350 kr. tonnið, og hefur það
haldizl óbreytt siðan. Hér fer á eftir sundurgreining á verð-
mæti isfisksútflutningsins 195 1 (i milj. kr.):
Ðretlnnd Þýzkolnnd Frnkklnnd Snmtnls
Fob-verð skv. verzl.skýrslum . . 61,7 9,0 0,2 70,9
Reiknaður flutningskostnaður , . 13,6 2,4 - 16,0
Áætlaður sölukostn. og tollur . 18,8 1,2 - ■ 20,0
Brúttósölur . 94,1 12,6 0,2 106,9