Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1957, Blaðsíða 34
32*
Verzlunarskýrslur 1956
áætlaðri álagningu. Undanþegnar þessu gjaldi eru sömu vörur og undanþegnar
eru söluskatti, sbr. 23. gr. III. kafla laga nr. 100/1948. Jafnframt var, sömuleiðis
til tekjuöflunar fyrir framleiðslusjóð, lagt sérstakt 30% gjald á tollverð nýrra og
þurrkaðra ávaxta, ýmissa búsálialda, verkfæra og smíðatóla.
Tekjur ríkissjóðs af söluskatti á innfluttum vörum, sem verið hefur í
gildi síðan í ársbyrjun 1948, eru ekki taldar í töflu VIII, og sama gildir um 35%
gjaldið af innflutningsleyfum fyrir fólksbifreiðum, um 100% gjaldið af innflutn-
ingsleyfum fyrir fólksbifreiðum og sendiferðabifreiðum, og um þau gjöld, er ákveðin
voru með lögum um framleiðslusjóð í janúar 1956. í töflu VIII eru og aðeins talin
aðflutningsgjöld á bensíni samkvæmt tollskrárlögunum 1939 með síðari breyting-
um. Hið sérstaka innflutningsgjald á bensíni, samkvæmt lögum nr. 84/1932
með síðari breytingum, kemur með öðrum orðum til viðbótar aðflutningsgjöldum
af bensíni, eins og þau eru talin í töflu VIII. Með lögum nr. 3/1956 var gjald þetta
bækkað úr 31 eyri í 51 eyri á hvern bensínlítra. Tekjur ríkissjóðs 1956 af gjaldi
þessu námu 22 399 þús. kr., en þar af fóru lögum samkvæmt 4 354 þús. kr. í brúa-
6jóð og 2 087 þús. kr. í vegasjóð, þannig að á rekstrarreikning ríkissjóðs komu
15 958 þús. kr. af gjaldinu. í Verzlunarskýrslum 1949, bls. 27*, er greint nánar frá
innflutningsgjaldi þessu.
í 8. yfirliti er samanburður á vörumagnstolltekjum ríkissjóðs af hinum gömlu
tollvörum 6 síðustu árin og fjögur 5 ára tímabil þar áður, og jafnframt eru til-
greindar þar vörumagnstolltekjur af öðrum vörum og lieildaruppliæð verðtollsins
þessi sömu ár.
Hér fer á eftir yfirlit um bundraðsbluta tolltekna ríkissj óðs af keildar-
verðmæti innflutningsins. I því sambandi verður að bafa í huga, að innflutn-
ingsgjaldið af bensíni ásamt viðbótargjöldum á innflutningsleyfi, svo og söluskattur
og tvenns konar framleiðslusjóðsgjald á innfluttum vörum, er hér ekki meðtalið í
tolltekjunum, eins og fyrr var getið.
1931—35 meðaltal...... 13,4 % 1950 14,7 % 1954 16,1 %
1936—40 — 16,2 „ 1951 15,4 „ 1955 16,6 „
1941—45 — 18,6 „ 1952 14,3 „ 1956 17,4 „
1946—50 — 17,4 „ 1953 15,5 „
í 1. kafla inngangsins er greint frá binum ýmsu gjöldum á útflutnings-
vörum, sem voru í gildi á árinu 1956. Eins og þar kemur fram eru gjöld þessi,
að útflutningsleyfisgjaldinu fráteknu, innheimt af ríkissjóði fyrir aðra aðila samkvæmt
lagaákvæðum þar að lútandi. Tekjur ríkissjóðs af útflutningsleyfisgjaldinu 1956
námu 1 021 þús. kr.
8. Tala fastra verzlana.
Number of commercial establishments.
Skýrsla um tölu fastra verzlana árið 1956 í bverju lögsagnarumdæmi á landinu
er I töflu IX (bl8. 145—146). Síðan 1943 er skýrsla þessi töluvert meira sundur-
liðuð heldur en áður, þar sem reynt hefur verið að skipta smásöluverzlununum
eftir því, með hvaða vörur þær verzla. Taldar eru bér með verzlunum fisk-, brauð-
og mjólkurbúðir, þótt ekki þurfi verzlunarleyfi til að reka þær, en þær hafa ekki
verið taldar með áður en forminu var breytt 1943. Útibú og aðskildar verzlunar-
deildir eru taldar hver í sínu lagi sem sérstakar verzlanir.
Frá 1955 til 1956 fjölgaði verzlunum á öllu landinu úr 1 780 í 1 823, en í
Reykjavík varð fækkun úr 1 134 í 1 132. Utan Reykjavíkur fjölgaði verzlunum