Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1958, Síða 10
8*
Verzlunarskýrslur 1957
Mcð lögum nr. 45/1957 var ákvæðum um útflutuingsgjöld breytt, þannig að
frá og með 5. júní 1957 varð útflutningsgjald af öllum útfluttum sjávarafurðum
2^4% af fob-verði, og skiptist það þannig, að 74% renna til Fiskveiðaejóðs, 4%
til Rannsóknarstofnunar sjávarútvegsins, 4% til Landssambands ísl. útvegs-
manna og 18% til Fiskimálasjóðs. C)tflutningsleyíisgjald er eftir sem áður 1 °/00 af
öllum vörum, og 2% til Síldarúvegsnefndar af útfluttri síld.
Frá 1. júlí 1949 kefur, auk ofangreinds, verið tekið %% hlutatryggingasjóðs-
gjald (sbr. lög nr. 48/1949) af öllum útfluttum sjávarafurðum, öðrum en þeim, sem
koma frá togurum, hvalveiðum og selveiðum. — Af útfluttri beitusíld var á árinu
1957 innheimt 8% framleiðslugjald, miðað við fob-verð, en ekki var um að ræða
framleiðslugjald af öðrum sjávarvörum, sbr. Verzlunarskýrslur 1950, bls. 6*. Af
saltsíld, öllum tegundum, var reiknað matsgjald 1957, 1 kr. á tunnu, ef síldin
var metin.
Með lögum nr. 86 22. des. 1956, um útflutningssjóð o. fl., var hið svo nefnda
bátagjaldeyriskerfi, er verið hafði í gildi síðan í ársbyrjun 1951, afnumið.
Frainkvæmd þessa kerfis byggðist frá hyrjuu á ákvæðum reglugerða, en ekki á
beinni lagasetningu. Var þar siðast um að ræða reglugerð nr. 15 11. febrúar 1954,
um innflutningsréttindi bátaútvegsmanna, ásamt síðari breytingum. í Verzlunar-
skýrslum livers árs liefur verið gerð grein fyrir breytingum á bátagjaldeyriskerf-
inu í stórum dráttum, síðast í Verzlunarskýrslum 1956, bls. 8*. Með lögum um
útflutningssjóð o. fl. var fellt niður 9% framleiðslusjóðsgjald af tollverði vara að
viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% álagningu, svo og 30% gjaldið af tollverði
nýrra og þurrkaðra ávaxta, búsáhalda, verkfæra og smíðatóla, og loks má geta
þess, að 2% söluskattur á smásölu var felldur niður. í staðinn var lagt 16% yfir-
færslugjald á flestar greiðslur til útlanda, þ. á m. á allar vörugreiðslur aðrar en
greiðslur fyrir rekstrarvörur landbúnaðar og sjávarútvegs og fáar aðrar vörur. Þá
var og lagt á innflutningsgjald 8%, 11%, 35%, 55%, 70% eða 80% af toll-
verði vara að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% álagningu. Vörur undan-
þegnar yfirfærslugjaldi voru líka undanþegnar innflutningsgjaldi og brýnar mat-
vörur voru sömuleiðis undanþegnar því gjaldi. Hélzt verð þeirra svo að segja
óbreytt, því að hið nýja 16% yfirfærslugjald á fob-verð var álíka hátt og 9% fram-
leiðslusjóðsgjaldið, sem áður var í gildi og reiknað var af tollverði að viðbættum
aðflutuingsgjöldum og 10% álagningu. Vörur, sem lagt var á 35% innflutnings-
gjald eða hærra, voru áður allar með bátahstaálagi, en auk þess var allmörgum
nýjum vörum bætt þar við, þ. á m. öllum pappírs- og pappavörum öðrum en dag-
blaðapappír. Ákveðið var í lögum um útflutningssjóð o. fl., að 16% yfirfærslu-
gjaldið 6kyldi ekki meðtalið við ákvörðun verðtolls og söluskatts af innfluttum
vörum, en hins vegar skyldi gjaldið talið með við ákvörðun innflutningsgjalds.
Álagning hinna nýju gjalda fól í sér stórlega aukna gjaldheimtu, sem leiddi af sér
miklar verðhækkanir á flestum vörum öðrum en rekstrarvörum og brýnum mat-
vörum. önnur ný eða hækkuð gjöld samkvæmt þessum löguin voru sem hér
segir: í stað 3% gjalds til framleiðslusjóðs á sölu iðnaðarfyrirtækja o. fl. aðila,
kom 6% gjald til útflutningssjóðs, þannig að þessi skattur varð 9% að meðtöldum
3% söluskatti til ríkissjóðs. Lagt var á 10% gjald á sölu farmiða til og frá útlönd-
um, er greiddir væru með íslenzkum krónum. Á iðgjöld vátryggingasamninga var
og lagt 10% gjald, en iðgjöld líftrygginga, húsa-, skipa- og flugvélatrygginga voru
undanþegin gjaldinu. Ákveðið var, að gjald af innlendum tollvörutegundum með
gildandi viðaukum skyldi innheimt með 80% álagi. Hið sérstaka 100% leyfisgjald