Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Qupperneq 8
6*
V erzlunarskýrslur 1963
skamms tíma var ekki um að ræða fullt samræmi milli Brussel-skrárinnar
og vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóðanna, þannig að hvert vörunúmer
í annarri skránni ætti sér „mótnúmer" með nákvæmlega sama innihaldi
í hinni. Dró þetta úr notagildi skrárinnar og hagskýrslugerð á þessu sviði
torveldaðist, en nú hefur þetta verið lagfært. Til þess þurfti að bæta
áður nefndum rúmlega 200 undirliðum við Brússel-skrána, jafnframt því
sem ýmsar breytingar voru gerðar á tölfræðilegu vöruskránni. Eru þessar
tvær skrár þar með í fullu samræmi hvor við aðra.
í Brússel-skránni eru 1319 vörunúmer að meðtöldum hinum rúmlega
200 nýtilkomnu undirliðum. í hinni endurskoðuðu tölfræðilegu skrá
(Standard International Trade Classification, Revised, sjá bókina Stati-
stical Papers, series M. No. 34, sem gefin er út af Sameinuðu þjóðunum,
New York 1961) eru 1312 vörunúmer, eða 7 færri en í Brússel-skránni.
Þessi munur stafar af því, að númer með gulli á mismunandi wnnslu-
stigum eru ekki í tölfræðilegu vöruskránni, þar sem gull er ekki talið
eiga heima í henni. í nýju íslenzku tollskránni eru um 1910 vörunúmer,
eða 691 fleiri en í Brússel-skránni. Þessi viðbót stafar af skiptingu á sum-
um númerum alþjóðlegu skrárinnar.
Hin endurskoðaða vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna er þannig
uppbyggð: í 625 undirflokkum („subgroups“, táknaðir xxx.x) á hver vara
i milliríkjaviðskiptum sinn stað. Af þessum undirflokkum eru 278 skiptir
þannig að 944 númer („subsidiary headings“, táknuð xxx.xx) bætast við
625 —t— 278 númer, og verður heildartala vörunúmera þá 1312, eins og
áður segir. Hinir 625 undirflokkar skiptast á 177 vöruflokka („groups“,
táknaðir xxx), og þeir ganga upp í 56 vörudeildir („divisions“, táknaðar
xx), sem að lokum mynda vörubálka („sections", táknaðir x).
Siðan 1952 hafa árlegar Verzlunarskýrslur Hagstofunnar verið byggð-
ar á vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna. Hefur svo ekki aðeins verið
um samdráttartöflur Verzlunarskýrslna (sjá t. d. töflur I—III A og töflur
V A og B í Verzlunarskýrslum 1962), heldur einnig um þær töflur inn-
og útflutnings, sem eru með dýpstu sundurgreiningu vöruskrár. Sam-
dráttartöflur inn- og útflutnings verða samkvæmt eðli málsins að fylgja
flokkum tölfræðilegu vöruskrárinnar, en margt mælir með því, að taflan
þar sem tilgreindur er innflutningur í hverju einstöku vörunúmeri, sd i
tollskrárröð. Er miklu aðgengilegra fyrir innflytjendur og aðra, sem þarfn-
ast upplýsinga um innflutning í einstökum tollskrárnúmerum, að slá
beint upp 1 þeim í töflunni, í stað þess að þurfa fyrst að slá upp i skrá,
sem sýnir stað hvers tollskrárnúmers í tölfræðilegu skránni. Kom líka
fljótlega í Ijós, að tilhögun töflu IV A í Verzlunarskýrslum frá árinu
1952 var óhagkvæm, en elcki þótti taka að breyta þessu fyrr en ný toll-
skrá kæmi. En frá og með Verzlunarskýrslum 1963 er aðaltafla innflutn-
ings (tafla IV) í tollskrárröð, en við texta hvers liðs númer hans sam-
kvæmt hinni endurskoðuðu vöruskrá hagstofu Sameinuðu þjóðanna.
Vegna þessarar breytingar er hægt að fella niður skrá þá, er sýnir stað