Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Blaðsíða 14
12
Verzlunarskýrslur 1963
Verðvísitölur Vörumagnsvísitölur
indexes of prices indexes of quantum
Innflutt Útílutt Innflutt Ýtflutt
imp. exp. imp. exp.
1942 258 329 211 127
1943 297 282 186 177
1944 291 289 187 188
1945 269 294 261 194
1946 273 332 357 187
1947 308 362 370 172
1948 346 370 291 228
1949 345 345 271 180
1950 574 511 208 173
1951 741 628 274 246
1952 758 645 264 209
1953 697 638 350 237
1954 670 637 371 284
1955 665 649 419 280
1956 687 652 470 339
1957 715 657 418 322
1958 673 657 456 349
1959 670 503 331
1960 1 459 1 439 504 370
1961 1 541 1 767 535 364
1962 1 771 633 429
1963 1 589 1 829 759 464
Miklir annmarkar eru á útreikningi verðuisitölu og vörumagnsvísi-
tölu innflutnings 1963, og liggja til þess tvær aðalorsakir. Annars vegar
er meðalverð vara 1962 og 1963 illa sambærilegt, þar eð ekki er miðað við
sömu tollskrá bæði árin. Þó að mörg tollskrárnúmer séu með sama vöru-
innihaldi í eldri tollskránni og þeirri nýju, eru breytingar á flokkun vara
það miklar, að útreikningur vísitalna fyrir innflutninginn í heild er mikl-
um vandkvæðum bundinn. Hins vegar torveldar það mjög útreikning vísi-
talna, að þyngd innflutnings er ekki samnefnd bæði árin. Þyngd inn-
flutningsins 1962 er talin brúttó, en þyngd innflutningsins 1963 er sam-
bland brúttó- og nettóþyngdar, þar sem frá 1. maí 1963 var farið að miða
við nettóþyngd i stað brúttóþyngdar. Þar sem vísitölur innflutnings fyrir
árið 1963 hljóta af þessum sökum að verða mjög óáreiðanlegar, væri
e. t. v. eðlilegt að sleppa útreikningi þeirra, en Hagstofan fór heldur þá
leið að byggja vísitölurnar á áætlunum, sem e. t. v. eru ekki fjarri sanni.
Telur Hagstofan rétt að reikna með 3% hækkun innflutningsverðs og 20%
hækkun innflulningsmagns frá 1962 til 1963. Eiga þessi hlutföll að gilda
fyrir innflutning að fráteknum skipum og flugvéluin bæði árin. Vísitölur
innflutnings 1963 í töflunni hér fyrir ofan eru við þetta miðaðar.
Visitölur útflutnings 1963 hafa verið reiknaðar á sama hátt og
undanfarin ár, og er þar ekki um að ræða neinar grundvallarbreytingar
frá því, sem verið hefur. Frá 1962 til 1963 hefur orðið 3,3% verðhækkun
á útflutningsvörum og 8,1% aukning á útflulningsmagni.
Samkvæmt þessu hefur ekki orðið teljandi breyting á verðhlutfalli út-
fluttra og innfluttra vara frá 1962 til 1963 — verðvísitala hvorra um sig
hefur hækkað um 3%.