Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Page 19
Verzlunarskýrslur 1963
17*
2. yfirlit (frh.). Sundurgreining á cif-verði innflutningsins 1963, eftir vörudeildum.
"2 1 • = 5) 3
^2 hfiiO d *©
« 1 Si > b
í sj O K > M U
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
83 Ferðabúnaður, liandtöskur o. þ. h 3 963 43 344 4 350
84 Fatnaður annar en skófatnaður 95 124 1 000 4 890 101 014
85 Skófatnaður 57 208 594 2 206 60 008
86 Vísinda-, mæli-, ljósmyndatæki, o. fl.* 50 164 518 1 595 52 277
89 Ymsar iðnaðarvörur ót. a 89 111 945 5 367 95 423
9 Vörur og viðskipti ekki flokkuð eftir tegund . . 1 442 15 80 1 537
Samtals 4 314 068 44 604 358 449 4717 121
Alls án skipa og flugvéla 3 934 171 44 604 358 133 4 336 908
*) Heiti vörudeildar stytt, sjá fullan texta á bls. 22* í inngangi.
I sambandi við fob-verðstölur innflutnings skal þetta tekið fram:
Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar frá út-
flutningsstaðnum ásamt vátryggingaiðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, er ekki einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá
erlendri útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um
að ræða farmgjöld með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar
útflutningshafnar, þar sem vöru er síðast útskipað á leið til íslands. Kem-
ur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl. Fer þetta eftir því, við hvaða stað
eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður að því, að vörur
séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slikum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vöriideildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið — en á slíkum inn-
flutningi er cif-verðið talið sama og fob-verðið (nema á litlum flugvélum)
— nemur fob-verðmæti innflutningsins 1963 alls 3 934 171 þús. kr., en
cif-verðið 4 336 908 þús. kr. Fob-verðmæti innflutnings 1963 að undan-
skildum skipum og flugvélum var þannig 90,7% af cif-verðmætinu. —
Ef litið er á einstaka flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-
verðs er mjög mismunandi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa,
ef litið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá einhverja vitneskju um, hvernig mismunur cif- og
fob-verðs skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, hefur hún verið
áætluð, og verður flutningskostnaðurinn þá sá mismunur, sem fram kem-
ur, þegar fob-verð ásamt áætlaðri vátryggingu er dregið frá cif-verðinu.
Vátryggingin er áætluð með því að margfalda cif-verðinæti vörutegunda,
sem koma til landsins í heilum skipsförmum, með viðeigandi iðgjalds-
hundraðshluta, en hvað snertir aðrar innfluttar vörur er cif-verðmæti
hverrar vörudeildar yfirleitt margfaldað með iðgjaldshundraðshluta
stykkjavöru almennt. Tryggingaiðgjald á olíum og benzini með tankskip-