Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Síða 21
Verzlunarskýrslur 1963
19»
Rúmlcstir Innflutn.vcrð
brúttó þús. kr.
v/s Ágúst Guðmundsson II frá Danmörku, fiskiskip úr eik ...... 82 G 808
v/s Guðbjörg (ÍS) frá Sviþjóð, fiskiskip úr eik ................. 110 8151
v/s Friðrik Sigurðsson frá Danmörku, fiskiskip úr eik .......... 77 G 328
Alls 5 290 274 08G
Skipin eru öll nýsmíðuð, nema Mánafoss (smíðaár 1959), Bakkafoss
(smíðaár 1958) og Hvítanes (smiðaár 1957). — í verði skipa eru talin
öll tæki, sem talin eru hluti af þeim, svo og heimsiglingarkostnaður. Fyrir
getur komið, að tæki, sem talin eru i innflutningsverði, séu keypt hér á
landi og séu þvi tvítalin i innflutningi. Af þeirri og fleiri ástæðum er
varasamt að treysta um of á þær tölur, sem hér eru birtar um innflutnings-
verð skipa. — Af skipunum eru þessi talin með innflutningi júnímánaðar:
Mánafoss, Bakkafoss, Hannes Hafstein, Sigurpáll, Oddgeir, Akurey,
Hamravík, Grótta, Framnes, Mjöll, Árni Magnússon, Engey og Lómur.
Hin skipin eru talin með innflutningi desembermánaðar.
Á árinu voru fluttar inn alls 11 flugvélar, þar af 1 stór farþegaflug-
vél, 1 vél til Flugmálastjórnarinnar og 1 til áætlana- og leiguflugs innan-
Iands. Innflutningsverðmæti flugvélanna var alls 10 214 þús. kr. Farþega-
flugvélin var Straumfaxi Flugfélags íslands frá Bandarikjunum, innflutn-
ingsverð 4 940 þús. kr. Flugvél Flugmálastjórnarinnar var frá Bandaríkj-
unum, innflutningsverðmæti 1 973 þús. kr. Flugvél til áætlana- og leigu-
flugs var frá Bretlandi, innflutningsverðmæti 1 632 þús. kr.
í 3. yfirliti er sýnd árleg neyzla nokkurra vara á hverju 5 ára skeiði,
síðan um 1880 og á hverju ári síðustu 5 árin, bæði í heild og á hvern
einstakling. Að því er snertir kaffi, sykur og tóbak er miðað við innflutt
magn og talið, að það jafngildi neyzlunni. Sama er að segja um öl framan
af þessu tímabili, en eftir að komið var á fót reglulegri ölframleiðslu i
landinu er hér miðað við innlent framleiðslumagn. — Vert er að hafa
það í huga, að innflutt vörumagn segir ekki rétt til um neyzlumagn, nema
birgðir séu hinar sömu við byrjun og lok viðkomandi árs, en þar getur
munað miklu.
Tölurnar, er sýna áfengisneyzluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi
neyzlunni. Þá er og allur innfluttur vinandi talinn áfengisneyzla, þó að
hluti hans liafi farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi
um, hve stór sá hluti hefur verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að
meginhluti vinandans hafi á þessu tímabili farið til drykkjar. — Frá
árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverzlunar ríkisins á sterkum drykkjum
og léttum vínum og hún talin jafngilda neyzlunni, en vínandainnflutning-
urinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir til fram-
leiðslu brennivins og ákavítis hjá Áfengisverzluninni, talinn í sölu hennar
á brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vinandainnflutningi hennar