Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Síða 28
26*
Verzlunarskýrslur 1963
4. Útfluttar'vörur.
Exports.
í töflu V (bls. 153—165) er sýndur útflutningur á hverri einstakri
vörutegund eftir löndum og er sú tafla í röð vöruskrár hagstofu Sam-
einuðu þjóðanna, en með dýpstu sundurgreiningu vörutegunda sam-
kvæmt flokkun Hagstofunnar á útflutningsvörum. Hér vísast að öðru
leyti til skýringa í 1. kafla þessa inngangs og við upphaf töflu V á
bls. 153.
í töflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti útflutningsins eftir
vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sameinuðu þjóð-
anna. í töflu III á bls. 20—23 er sýnt verðmæti helztu útflutningsafurða
innan hverrar vörudeildar sömu skrár, með skiptingu á lönd.
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í
verzlunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um
borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fara fyrst frá samkvæmt sölu-
reikningi útflytjanda. Þessi regla getur ekki átt við ísfisk, sem islenzk
slcip selja í erlendum liöfnum, og gilda því um verðákvörðun hans í
verzlunarskýrslum sérstakar reglur. Á síðasta ári var þessum reglum
fylgt við ákvörðun á fob-verði isfisks til Bretlands: Flutningsgjald
reiknaðist 790 kr. á tonn og frádráttur vegna sölukostnaðar og innflutnings-
tolls 14% af brúttósöluverði og 50 au. á hvert kg landaðs fisks. Var þetta
óbreytt frá því, sem hafði verið frá og með ágústbyrjun 1961. Ákvörðun
fob-verðs á ísfiski til Vestur-Þýzkalands 1963 hefur verið sem hér segir síð-
an i ársbyrjun 1962 (sjá nánar febrúarblað Hagtíðinda 1962): Frádráttur
vegna sölukostnaðar og innflutningstolls á ísaðri síld 15% af brúttósölu-
verði 15. febrúar til 14. júní, en 20,22% á öðrum tima árs. Sams konar frá-
dráttur á öðrum isfiski 25% 1. janúar til 31. júlí, en 18,915% á öðrum tíma
árs. Reiknað flutningsgjald fyrir isfisk til Vestur-Þýzkalands var 930 kr. á
tonn. í Vestur-Þýzkalandi er leiga á löndunartækjum og annar beinn lönd-
unarkostnaður lægri en i Bretlandi, svo að ekki þykir ástæða til að gera
sérstakan frádrátt fyrir honum. Hér fer á eftir sundurgreining á verð-
mæti isfisksútflutningsins 1963 (i þús. kr.):
Bretland V-Þýzkaland SamtaU
FOB-verð skv. verzlimarskýrsluni......................... 95 970 117 457 213 427
Reiknaður flutningskostnaður............................. 12 321 23 247 35 568
Áætlaður sölukostnaður og tollur ........................ 25 953 38 869 64 822
Brúttósölur ............................................ 134 244 179 573 313 817
ísvarin síld og loðna er meðtalið í þessum tölum, en hins vegar er hér
aðeins talinn ísfiskur fluttur út með íslenzkum fiskiskipum. ísfiskur
fluttur með islenzkum og erlendum vöruflutningaskipum og flugvélum er
ekki meðtalinn. Frystur fiskur fluttur til útlanda með ísfiskskipum er
eldci meðtalinn.