Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Page 38
36
Verzlunarskýrslur 1963
8. yíirlit (frh.). Viðskipti við einstök lönd 1961—1963.
Vcrðupphœð (1000 kr.) Hlutfallstölur (%)
B. Útflutt (frh.). 1961 1962 1963 1961 1962 1963
Japan Japan 165 - - 0,0 - -
Jórdan Jordan - 250 - - 0,0 -
Kína China 1 253 17 - 0,0 0,0 -
Kýpur Cyprus 3 - 338 0,0 - 0,0
Líbanon Lebanon 233 104 - 0,0 0,0 -
Pakistan Pakistan - 145 - - 0,0 -
Saudi-Arabía Saudi Arabia - 8 12 - 0,0 0,0
Singapore Singapore - 11 299 - 0,0 0,0
Suður-Víetnara South Vietnam - 54 - - 0,0 -
Sýrland Syria - 7 29 - 0,0 0,0
Thailand - - 71 - - 0,0
Tyrkland Turkey - 160 516 - 0,0 0,0
Ástralía Australia 632 1 403 1 305 0,0 0,0 0,0
Samtals 3074 725 3628 044 4042 844 100,0 100,0 100,0
i skýrslum. Frá og með ársbyrjun 1964 verður hins vegar vikið frá þessu,
þegar upplýsingar um neyzluland liggja fyrir. Hefur það einkum þýðingu
i sambandi við skreíð, sem fer mestöll endanlega til Nígeríu.
6. Viðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
External trade by customs areas.
Töflu VI á bls. 166 er ætlað að sýna verð innfluttrar og útfluttrar vöru
eftir tollafgreiðslustöðum. I því sambandi skal tekið fram, að tölur þess-
arar töflu eru að ýmsu leyti óáreiðanlegar vegna annmarka, sem erfitt er
að bæta úr. T. d. kveður talsvert að þvi, að farniar og einstakar vöru-
sendingar séu tollafgreiddar — og þar með taldar fluttar inn — i öðru toll-
umdæmi en þar, sem innflytjandi er búsettur. Eins og vænta má, er það
aðallega í Reykjavík, sem tollafgreiddar eru vörur, sem fluttar eru inn
af innflytjendum annars staðar á landinu.
Taflan gefur enn fremur að sumu leyti ófullkomna hugmynd um
skiptingu útflutningsins á afgreiðslustaði, þar sem það er talsvert mikið
á reiki, hvaðan útflutningurinn er tilkynntur. Stafar þetta einkum af því,
að sölusambönd, sem liafa aðsetur í Reykjavík, annast sölu og útflutning
á sumum helztu útflutningsvörunum, þannig að útflutningsvörur utan af
landi eru afgreiddar í Reykjavík og oft ekki tilkynntar Hagstofunni sem
útflutningur frá viðkomandi afskipunarhöfn.
Tafla VI sýnir verðmæti innflutnings í pósti. Mjög lítið er um út-
flutning i pósti og því nær eingöngu frá Reykjavik. — Póstbögglar, sem
sendir eru að gjöf, hvort heldur hingað til lands eða héðan frá einstakling-
um, eru ekki teknir með i verzlunarskýrslur.