Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Side 39
Verzlunarskýrslur 1963
37*
7. Tollarnir.
Customs duties.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum vör-
um á árinu 1963.
Með lögum nr. 90/1962, um bráðabirgðabreyting og framlenging nokk-
urra laga, voru fyrir árið 1963 endurmjjuð áður gildandi ákvæði um, að
vörumagnstollur á benzíni samkvæmt 27. kafla tollskrárinnar skyldi inn-
heimtur með 20 au. í stað 1 eyris. Innflutningsgjald á benzíni, sem frá
setningu efnahagsmálalaga, nr. 4/1960, hafði numið kr. 1,47 á lítra í heild,
hélzt óbreytt á árinu 1963. Frá ársbyrjun 1964 hækkaði þetta gjald í kr.
2,77, samkvæmt 85. gr. vegalaga, nr. 71/1963, og skyldi allt gjaldið renna
til vega- og gatnagerðar samkvæmt ákvæðum þessara nýju laga. Með þeim
var frá sama tíma innflutningsgjald á hjólbörðum og gúmmíslöngum á
bifreiðar hækkað úr 6 kr. í 9 kr. á kg. Gjald þetta hafði haldizt óbreytt í
6 kr. á kg um margra ára skeið.
Með lögum nr. 90/1962 voru ákvæði um 340% viðauka við vörumagns-
toll og 80% viðauka við verðtoll framlengd til ársloka 1963. Samkvæmt
heimild sömu laga var niðurfelling aðflutningsgjalda á kornvöru, kaffi og
sykri framlengd til ársloka 1964. Enn fremur voru ákvæði a-liðs bráða-
birgðaákvæða söluskattslaga, nr. 10/1960, um 8% viðbótarsöluskatt á inn-
fluttar vörur framlengd til ársloka 1963, og sama gilti um ákvæði laga nr.
90/1961, um lækkun aðflutningsgjalda á ýmsum vörum.
Gjald á fob-verði bifreiða, sem ríkisstjórninni er heimilt að inn-
heimta samkvæmt 16. gr. efnahagsmálalaga, nr. 4/1960, var framan af
árinu 1963 óbreytt frá því, sem verið hafði: 135% af fólksbifreiðum þyngri
en 1150 kg en 100% af léttari fólksbifreiðum og af sendiferðabifreiðum.
Frá 9. maí 1963 varð gjald þetta 100% af öllum fólksbifreiðum án tillits
til þunga. Jeppabifreiðar og almenningsbifreiðar eru undanþegnar þessu
gjaldi. — Sérreglur hafa gilt um fob-gjald á leigubifreiðum til mann-
flutninga og atvinnusendiferðabifreiðum. Fob-gjald á þeim hefur verið
30% síðan í ársbyrjun 1963.
Öll gjöld á innfluttum vörum hélduzt óbreytt frá því, sem var 1962,
þar til lög nr. 7/1963, um tollskrá o. fl., komu til framkvæmda 1. maí
1963. 1 1. kafla þessa inngangs er gerð grein fyrir hinni nýju vöruskrá,
er þá kom i stað gömlu vöruskrárinnar frá 1939, en hér skal í mjög stuttu
máli skýrt frá öðrum breytingum, sem fólust i hinum nýju tollskrárlög-
um. Aðalbreytingin var sú, að sameinuð voru í einn verðtollstaxta öll
gjöld á innflutningi, nema innflutningsgjald á benzíni og á hjólbörðum
og slöngum, svo nefnt fob-gjald á fólksbifreiðum og 3% söluskattur á
innfluttum vörum til eigin nota. Ein ný verðtollsprósenta kom þannig í
stað verðtolls með 80% viðauka, vörumagnstolls með 340% viðauka, 15%,
30% og 40% innflutningsgjalds samkvæmt 10. gr. efnahagsmálalaga 1960,
7% söluskatts og 8% viðbótarsöluskatts. Enn fremur féll niður sérstök