Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1964, Page 40
38*
Verzlunarskýrslur 1963
innheimta tollstöðvagjalds og byggingarsjóðsgjald, og rafmagnseftirlits-
gjald og matvælaeftirlitsgjald voru afnumin. Frá reglunni um, að gjöld
á innflutningi væru sameinuð í einn verðtollstaxta var gerð sú undan-
tekning, að vörumagnstollur á almennu salti (1 kr. á tonn), á kolum (2
kr. á tonn) og á gasolíu, diselolíu og fuelolíu (kr. 3,50 á tonn) var látinn
haldast óbreyttur frá því, sem var í gömlu tollskránni, enda ekki um að
ræða annan toll á þessum vörum. Á tvær aðrar vörur var lagður vöru-
magnstollur í stað verðtolls: á kartöflur 20 au. á kg (svarar til 4—6%
verðtolls) og á kvikmyndafilmur 50 kr. á kg.
Hæsti verðtollur samkvæmt hinni nýju tollskrá er 125% eða hinn
sami og í lögum nr. 90/1961, um lækkun aðflutningsgjalda á ýmsum vör-
um. Allar vörur, sein voru með hærra heildargjald en 125%, lækkuðu þar
af leiðandi í þennan toll, ef hann var þá ekki færður niður í 100% eða
jafnvel lengra niður. Að því er snertir aðrar vörur — þær, sem voru fyrir
með heildargjald lægra en 125% — var aðalreglan sú, að hinn nýi tollur
var ákveðinn nálægt áður gildandi heildargjaldi og látið standa á heilum
eða hálfum tugi. Þó var á nokkrar vörur settur 2,3 eða 4% tollur. En þótl
algengast væri, að hin nýja tollprósenta væri nálægt áður gildandi heildar-
gjaldi, voru fjölmargar undantekningar frá þeirri reglu, og þær miklu
fleiri til lækkunar en hækkunar. Hér réðu samræmingar- og lagfæringar-
sjónarmið miklu, en einnig voru Iækkaðir tollar á ýmsum vörum til þess
að hamla gegn ólöglegum innflutningi þeirra. Lágu hér til grundvallar
sömu sjónarmið og lög nr. 90/1961 byggðust á, og vísast í því sambandi
til bls. 9* í inngangi Verzlunarskýrslna 1961. Þá var og lækkað gjald á
ýmsurn vörum, sem taldar voru vera með óhæfilega há aðflutningsgjöld.
Heildartolltekjur samkvæmt hinni nýju tollskrá voru áætlaðar um
1 065 millj. kr., miðað við innflutning 1962. Tekjur af aðflutningsgjöld-
um 1962 — þ. e. þeim, er tollar samkvæmt hinni nýju tollskrá komu í
staðinn fyrir — voru alls 1 165 millj. kr. samkvæmt upplýsingum Ríkis-
bókhaldsins, og skiptust þær þannig (nettó, þ. e. að frádregnum toll-
endurgreiðslum):
Vörumagnstollur, að meðtöldum viðauka .......................... 36,3 millj. kr
Verðtollur, að meðtöldum viðauka ............................. 528,9 „ „
Söluskattur 7% ................................................ 215,5 „ „
Söluslsattur 8% (20% hluti Jöfnunarsjóðs meðtalinn) ........... 246,2 „ „
Innflutningsgjald ............................................. 126,7 „ „
Tekjur rikissjóðs alls 1153,6 millj. kr.
Tollstöðvagjald og byggingarsjóðsgjald, hvort um sig 1% af
vörumagnstolli og verðtolli ................................ 11,4 „ „
Heildartekjur 1165,0 millj. kr.
Samkvæmt þessu fól hin nýja tollskrá í sér um 100 millj. kr. lækkun
tekna af aðflutningsgjöldum.