Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1972, Síða 10
8*
Verzlunarskýrslur 1970
gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kafianum um útfluttar
vörur síðar i inngangi þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi
útflutningsdeildar viðskiptaráðuneytisins. Fer svo, þegar látið er uppi
af hálfu útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lag-
færa þetta síðar, og er hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað
miklu.
Það segir sig sjálft, að i verzlunarskýrslur koma aðeins vörur, sem
afgreiddar eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa
og flugvéla erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í
verzlunarskýrslum, og ef slíkar vörur eru fluttar inn í landið, koma þær
ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti sem þær kunna að vera teknar
til tollmeðferðar.
Þyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó í verzlunar-
skýrslur. Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með
því ári voru þær taldar brúttó, þ. e. með ytri umbúðum. Ástæða þessarar
breytingar var aðallega sú, að illa gekk að fá nettóþyngdina upp gefna
í tollskýrslum, þar sem hún skipti ekki máli við tollafgreiðslu. Hins
vegar var brúttóþyngd yfirleitt tilgreind í tollskýrslu, vegna þess að vöru-
magnstollur var miðaður við hana. Með nýjum tollskrárlögum, sem komu
til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur
var látinn haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar
kvikmyndafilmur var lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. — Vegna
ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom
til framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess, að í verzlunarskýrsl-
um flestra landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Allmiklar hækkanir urðu á farmgjöldum skipafélaga á árinu 1970.
(Jm mitt árið hækkuðu stykkjavörufarmgjöld Eimskipafélags íslands
um 15% frá Bretlandi og um 10% frá Danmörku. Um haustið hækkuðu
sömu farmgjöld frá öllum löndum um 10%, og þar með var hækkun á
vörum fluttum frá Bretlandi og Danmörku orðin 26,5% og 21%. — Taxtar
á timbri í stórflutningi hækkuðu um 10—13% á fyrri hluta árs, og aftur
um 15% um haustið. Farmgjöld á járni í stórflutningi fylgdu hækkun-
um á stykkjavörufarmgjöldum. Þess má geta, að flutningsgjöld á til-
búnum áburði voru boðin út, og varð hækkun á aðalmagninu, sem flutt
var frá Evrópulöndum, um 25%. — Farmgjöld á útfluttum vörum hækk-
uðu um mitt sumar um 15% og aftur um 10% um haustið. Einhver minni
hækkun varð á farmgjöldum freðfisks, sem sérstakir samningar eru
gerðir um. Framan greindar upplýsingar um farmgjaldahækkanir 1970
eiga allar við Eimskipafélagið, en gera má ráð fyrir, að svipaðar breyt-
ingar hafi orðið hjá öðrum skipafélögum. Tekið skal fram, að hér hefur