Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1972, Qupperneq 24
22*
Verzlunarskýrslur 1970
sem hann er ekki með í neyzlunni. — Það skal tekið fram, að áfengi,
sem áhafnir skipa og flugvéla og farþegar frá útlöndum taka með sér inn
í landið, er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar mun vera
um að ræða mikið magn. Þetta ásamt öðru, sem liér kemur til greina, gerir
það að verkum, að tölur 3. yfirlits um áfengisneyzluna eru ótraustar, eink-
um seinni árin. — Mannfjöldatalan, sem notuð er til þess að finna neyzl-
una hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun og árslok. Fólkstala fyrir
1970, sem við er miðað, er 204 105.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér
segir síðustu árin (100 kg): 1967: 384, 1968: 388, 1969: 329, 1970: 366.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Fyrr i þessum kafla er gerð grein fyrir skiptingu innflutnings
skipa og flugvéla á júní og desember, en hann er eins og áður segir
aðeins tekinn á skýrslu tvisvar á ári.
í 5. ijfirliti er sýnd sérstök skipting innflutningsins 1970 eftir
notkun vara og flokkun landa, sem flutt er inn frá. Er hér um að ræða
nýja flokkun innflutningsins eftir notkun, sem Efnahagsstofnunin lagði
til, að tekin yrði upp. Þessi nýja flokkun, sem skýrir sig að miklu leyti
sjálf, er svipuð þeirri eldri, en miklu ýtarlegri, enda eru vöruliðir henn-
ar 69 að tölu, á móti 34 í eldri flokkuninni. Fyrirvarar þeir, sem gerðir
voru við eldri flokkunina (sjá bls. 17*—18* í inngangi Verzlunarskýrslna
1969) eiga einnig við þá nýju. Rétt þótti að breyta um leið landaflokk-
um þessa yfirlits og hafa EFTA-lönd þar út af fyrir sig, vegna inn-
göngu íslands í Fríverzlunarsamtök Evrópu 1. marz 1970 (sjá nánar
þar um á bls. 46*). — Þess skal getið, að þessi flokkun innflutnings er
nú gerð ársfjórðungslega, en birting á niðurstöðum hennar er ekki kom-
in í fast horf.
Innflutningur vegna Búrfellsvirkjunar og til byggingar álbræðslu
í Straumsvík. Innflutningur 1970 vegna Búrfellsvirkjunar nam alls 105,0
millj. kr. að cif-verðmæti og er hann meðtalinn í öllum töflum Verzlun-
arskýrslna, eins og verið hefur. Lokið var við fyrri hluta Búrfellsvirkj-
unar haustið 1969, en framkvæmdum til vélaaukninga o. fl. mun ljúka
um mitt ár 1972. Samkvæmt lögum nr. 59/1965, um Landsvirkjun, skal
fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum og vélum til
viðkomandi framkvæmda, þó ekki af vinnuvélum, en fjármálaráðherra
er heimilt að fresta innheimtu þessara gjalda af vinnuvélum, eða hluta
þeirra, gegn tryggingum.
Bygging álbræðslu í Straumsvík hófst á árinu 1967. Samkvæmt 14.
gr. samnings ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited frá 28.
marz 1966, sem fékk lagagildi með lögum nr. 76/1966, er mestallt, sem
með þarf til byggingar álbræðslunnar, undanþegið aðflutningsgjöldum og
söluskatti. Þar eð hér er um að ræða erlenda fjárfestingu og mikinn inn-
flutning af sérstökum uppruna, var sá háttur hafður á 1967 og 1968, að
þessi innflutningur var ekki hafður með i árlegum innflutningstölum