Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1972, Page 48
46*
Verzlunarskýrslur 1970
á tímabilinu 12. des. 1969 til 1. marz 1970, þó þannig að sú hækkun sölu-
skatts, sem tók gildi 1. marz 1970, var dregin frá endurgreiðslunni.
Hinn 1. marz 1970 gerðist ísland aðili að Fríverzlunarsamtökum
Evrópu (EFTA), sjá augl. nr. 1 12. febr. 1970 um EFTA-tollineðferð, og
augl. nr. 7 16. marz 1970 um aðild íslands að þessum samtökum. EFTA-
löndin eru þessi, auk Islands: Austurríki, Danmörk ásamt Grænlandi og
Færcyjum, Finnland. Liechtenstein, Noregur ásamt Svalbarða, Portúgal
ásaint Azor-eyjum og Madeira, Sviss og Svíþjóð, og Stóra-Bretland og
Norður-írland ásamt Ermarsundseyjum og eynni Mön, en ekki Gíbraltar.
Inngöngu íslands í EFTA fylgdu miklar tollalækkanir, sem samið var
um við samtökin, og var því íslenzka tollskráin endurútgefin i heild
sem lög nr. 1 11. febr. 1970, um tollskrá o. fl., sem tóku gildi 1. marz
1970. Helztu breytingar voru þær, að tollar af svo nefndum verndarvör-
um, innfluttum frá EFTA-löndum, lækkuðu um 30%, en stóðu í stað á
vörum frá öðrum löndum. Tollar á hráefnum til iðnaðar lækkuðu algeng-
ast um 50%, og tollar á ýmsum vélum lækkuðu i 7%, jafnframt voru
gerðar ýmsar samræmingar og lagfæringar á tollskránni, allar til lækk-
unar.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.:
1969 1970
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ....................... 2 457,6 3 010,0
Benzíngjald2) .............................................. 345,7 382,5
Gúmmígjald2) ............................................... 29,3 41,7
Fob-gjald af bifreiðum og bifhjólum ........................ 40,0 -f- 9,4
Alls 2 872,6 3 424,8
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlenduin viðskipum var frá 1. marz 1970
(sbr. lög nr. 3/1970) hækkaður úr 73/2% í 11%. Samkv. j-Iið 4. gr. laga
nr. 10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota eða
neyzlu innflytjenda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutnings-
gjöldum og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi voru 72,3 millj.
kr. 1969, en 122,0 millj. kr. 1970, hvort tveggja áður en 8% hluti Jöfn-
unarsjóðs dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frá-
töldum söluskatti) sýnir 19,2% hækkun þeirra frá 1969 til 1970. Heild-
arverðmæti innflutnings hækkaði liins vegar um 37,1% frá 1969 til 1970.
1) Innifalin í aðflutninfisgjöldum cru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1969
119,0 millj. kr., 1970 147,2 millj. kr.), tollstöðvagjald og byggingarsjóðsgjald (hvort um
sig %% af aðflutningsgjöldum, samtals (1969 23,8 millj. kr., 1970 29,4 millj. kr.), sjón-
varpstollur (1969 51,0 millj. kr., 1970 32,3 millj. kr.) og sérstakt gjald af byggingarefni
til Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins (1969 3,1 millj. kr., 1970 4,3 millj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.