Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Side 11
Veralunarskýrshir 1973
9*
vörutaxtar, en breytingar á þeim 1973 munu hafa gengið í sömu átt.
— Frá 1. febr. 1973 hækkuðu farmgjöld útflutnings almennt um 15%.
í mars var — vegna gengisfalls dollars —- farið að verðskrá farm-
gjaldataxta i gjaldmiðlum ýmissa landa, en þeir liöfðu áður verið 1
dollurum. Þessu fylgdi farmgjaldahækkun. Frá 5. des. 1973 hækkuðu
allir farmgjaldataxtar útflutnings um 15%. — Frystur fiskur hefur
ávallt verið tekinn til flutnings samkvæmt sérstökum samningum.
Miðað við fryst flök til Bandaríkjanna var farmgjaldið 1973 51 dollar
á tonn, á móti 45 á tonn 1972. Hliðstæð hækkun varð á farmgjöldum
frosins fisks að öðru leyti. — Hér hefur aðeins verið getið meginatriða
í þróun farmgjalda 1973. — Þetta eru upplýsingar frá Eimskipafélagi
íslands, en svipað mun hafa gerst hjá öðrum farskipaútgerðum.
Gjaldegrisgengi. A bls. 8*—10* í inngangi Verslunarskýrslna 1972
er greinargerð um gengislækkun íslensku krónunnar 19. desember
1972 og um áhrif hennar á tölur verslunarskýrslna. Vísast til þess.
Dollargengi það, sem kom til framkvæmda 20. desember 1972, var kr.
97,60 kaup og kr. 97,90 sala. Síðan urðu breytingar á gengi krónunnar
gagnvart dollar alltíðar, auk sífelldra breytinga á gengi hennar gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum af utan að komandi ástæðum. í ársbyrjun
1973 var dollargengi 20. desember 1972 enn óbreytt kr. 97,60 kaup og
kr. 97,90 sala. Hinn 12. febrúar 1973 var dollar verðfelldur um 10%,
og var krónan látin fylgja honum. Dollargengi frá 15. febr. 1973 var
kr. 96,50 kaup og kr. 96,80 sala. Hinn 30. apríl 1973 kom til fram-
kvæmda 6% hækkun á gengi íslenskrar krónu, en það þýddi 5,66%
almenna lækkun á gengi erlends gjaldeyris (sjá grein á bls. 143 í ágúst-
blaði Hagtiðinda 1973). Dollargengi varð þá kr. 91,00 kaup og kr. 91,30
sala. Hinn 15. júní 1973 var gengi krónunnar skráð ofan þeirra 2%%
marka frá stofngengi, sem áður höfðu gilt, og hefur gengi krónunnar
siðan verið fljótandi. Frá 15. júní og fram i september 1973 átti sér
stað, i nokkrum smástökkum, hækkun á gengi krónunnar gagnvart
dollar, en frá 14. september 1973 og til ársloka 1973 hélst dollargengið
óbreytt i kr. 83,60 kaup og kr. 84,00 sala. Að því er varðar gengis-
breytingar 1973 \ásast að öðru leyti til neðanmálsgreina við töflu um
úlflutning og innflutning eftir mánuðum, t. d. á forsíðu janúarblaðs
Hagtíðinda 1974.
Miðað \áð miðgengi dollars var um að ræða 14,3% lækkun á gengi
hans gagnvart krónunni frá árslokum 1972 til 1973, en það sainsvarar
16,6% hækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Ef litið er á breyt-
ingar á vegnu meðalgengi allra erlendra gjaldmiðla frá árslokum 1972
til ársloka 1973, er samkvæmt útreikninguin hagfræðideildar Seðla-
bankans um að ræða 13,3% vegna meðallækkun á gengi erlendra
gjaldmiðla miðað við kaupgengi, en 9,3% lækkun miðað við sölugengi.
Þetta eru vegnar meðalbreytingar erlendra gjaldmiðla, þar sem gengis-
breytingar einstakra gjaldmiðla eru vegnar með hlutdeild þeirra í
heildargjaldeyriskaupum og -sölu. Kemur hér fram minni gengislækkun