Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Blaðsíða 12
10*
Verslimarskýrslur 1973
erlends gjaldeyris en varð á dollar, og stafar það af gengisfalli hans á
alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði á árinu 1973. Þessi hlutföll, er sýna
ársbreytingar gengis frá 31. des. 1972 til jafnlengdar 1973, eru hins
vegar fjarri því að gefa rétta mynd af áhrifum gengisbreytinga á utan-
ríkisverslunina frá 1972 í heild til 1973 í heild. Vegna umróls á al-
þjóðlegum gjaldeyrismarkaði er ekki heldur hlutfall, er sýnir breyt-
ingu á meðalgengi dollars frá 1972 lil 1973, nothæfur mælikvarði i
þessu sambandi. Meðalgengi dollars 1973 var kr. 89,67 kaup og kr.
90,02 sala, en 1972 kr. 87,37 kaup og kr. 87,67 sala. Er þetta 2,6%
hækkun dollargengis. Hins vegar liggja fyrir útreikningar hagfræði-
deildar Seðlabandans um breytingar á meðalgengi allra erlendra gjald-
miðla milli áranna 1972 og 1973, þar sem gengisbreytingar eru vegnar
með hlutdeild gjaldmiðla í gjaldeyrisviðskiptum bankanna, og reyndisl
meðalhækkun gengis erlendra gjaldmiðla vera 5,0% miðað við kaup-
gengi en 10,1% miðað við sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar komi hér
til, mun þetta lilutfall komast næst því að sýna áhrif gengisbreytinga
á verðmætistölur verslunarskýrslna 1973. Hér skal á það bent, að mikið
kveður að þvi, að innflutningur — og í enn ríkara mæli útflutningur
-—- sé verðsltráður og greiddur í gjaldmiðli annars lands en þess, sem
selur hingað eða kaupir héðan vöru.
I árslok 1973 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri
sem hér segir (i kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Stcrlingspund i 193,45 194,65
Bandaríkjadollar i 83,60 84,00
Kanadadollar i 83,70 84,20
Dönsk króna 100 1 330,40 1 338,40
Norsk króna 100 1 460,40 1 469,10
Sænsk króna 100 1 827,25 1 838,15
Finnskt mark 100 2 170,70 2 183,70
Franskur nýfranki 100 1 776,70 1 787,40
Belgískur franki 100 202,60 203,80
Svissneskur franki 100 2 569.60 2 585,00
Gyllini 100 2 953,85 2 971,55
Vestur-þýskt mark 100 3 094,45 3 112.95
Líra 100 13,73 13,81
Austurrískur schillingur 100 421,55 424,05
Peseti 100 147.10 148,00
Escudo 100 324,95 326,85
Dollargengi var eins og áður segir 14,3% lægra í árslok 1973 en
í árslok 1972, en gengi eftirtalinna gjaldmiðla lægra sem hér segir:
Sterlingspunds 15,6%, danskrar krónu 6,6%, norslcrar krónu 1,1%,
sænskrar krónu 11,1% og svissneslcs fra’nka 0,9%. Hins vegar hækkaði
gengi veslur-þýsks marks á árinu um 6,7%. Þetta eru aðeins dæmi um
þær breytingar, sem áttu sér stað.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í
islenskar krónur á sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaup-
gengi.