Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Side 48
46
Verslunarskýrslur 1973
að Hagstoi'an telur allar vörur í vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru
færðar i tollvörugeymslu eftir komu þeirra til landsins í farmrými skips
eða flugvélar, eða í pósti, — en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar
eru endanlega tollafgreiddir og afhentir innflytjanda. — I júli 1970 tók
til starfa Almenna tollvörugeymslan hf. á Akureyri. Vörur, sem fara um
hana, eru teknar í innflutningsskýrslur á sama hátt og vörur, sem fara
um tollvörugeymslu i Reykjavík.
7. Tollar og önnur gjöld á innflutningi.
Customs duties etc.
Hér skal gerð grein fvrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum
vörum á árinu 1973.
Tollar á innfluttum vörum samkvæmt tollskrá breyttust mjög lítið
á árinu 1973. í lögum nr. 110 31. des. 1972, sem komu til framkvæmda
1. apríl 1973, voru allmargar breytingar á texta tollskrárnúmera og
ný tollskrárnúmer bættust við, en hér var mestmegnis um að ræða
samræmingu íslensku tollskrárinnar við breytingar, sem gerðar höfðu
verið á hinni alþjóðlegu Brusseltollskrá síðan 1968. En aðalbreyting
tollmála 1973 var sú, að frá 1. apríl 1973 giltu hinir sérstöku og lægri
tollar á tilteknum vörum frá EFTA-löndum fyrir svo að segja allar
sömu vörur innfluttar frá löndum Efnahagsbandalags Evrópu, sjá næst-
síðustu málsgrein þessa kafla inngangsins hér á eftir.
Samkvæmt lögum nr. 99/1972, um breyting á vegalögum nr. 23/
1970, liækkaði innflutningsgjald á bensini úr kr. 7,87 í kr. 9,87 á lítra,
og gjald á hjólhörðum og gúmmislöngum úr 36 lcr. í 45 kr. frá og með
ársbyrjun 1973.
Innflutningsgjald á bifreiðum hélst óbreytt á árinu að öðru leyti
en því, að samkvæmt reglugerð (nr. 257) lit gefinni í september 1973
voru dráttarbifreiðar seltar i 15% gjald (miðað við cif-verð), en með
það gjald voru fyrir almenningsbifreiðar og vörubifreiðar að burðar-
magni 6 tonn og þar yfir. Að öðru leyti vísast hér til greiíiargerðar
neðst á hls. 45* í inngangi Verslunarskýrslna 1972.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjnr af innflnttnm
vörnm sem hér segir, i millj. kr.:
1972 1973
Aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá1) ......................... 4 735,5 6 654,8
Bensíngjnld*)....................................................... 654,1 885,8
Gúmmígjald2) ....................................................... 64,9 89,6
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum.......................... 215,8 388,2
Alls 5 670,3 8 018,4
1) Innifalin í aðflutningsgjöldum eru: 5% hluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
(1972 232,9 millj. l;r„ 1973 527,2 millj. kr.), tollstöðvargjald og byggingarsjóðsgjald
(hvort um sig %% af aðflutningsgjöldum, samtals: 1972 46,6 millj. kr„ 1973 65,4
millj. kr.), sjónvarpstollur (1972 24,7 millj. kr„ 1973 34,7 millj. kr.) og sérslakt gjald
til Rannsóknarstofnunar hyggingariðnaðarins (1972 6,1 millj. kr„ 1973 10,2 millj. kr.).
2) Rennur óskipt til vegamála.