Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Blaðsíða 49
Verslunarskýrslur 1973
47*
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyslu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum var frá 1. mars 1970
(sbr. lög nr. 3/1970) hækkaður úr 7%% í 11%. Frá 1. mars 1973 hækk-
aði söluskattur í 13%, með því að þá bættist við hann sérstakt 2% gjald
lil Viðlagasjóðs (sbr. lög nr. 4/1973). Samkvæmt j-Jið 4. gr. laga nr.
10/1960, um söluskatt, skal söluskattur af vörum til eigin nota eða
neyslu innflytjenda leggjast á tollverð vöru að viðbættum aðflutnings-
gjöldum og 10% áætlaðri álagningu. Tekjur af þessu gjaldi voru 218,4
millj. kr. 1972, en 415,1 millj. kr. 1973, hvort tveggja áður en 8% hluti
.löfnunarsjóðs og hluti Viðlagasjóðs 1973 dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum (að frá-
töldum söluskatti) sýnir 41,4% hækkun þeirra frá 1972 til 1973. Heild-
arverðmæti innflutnings hækkaði hins vegar um 58,7% frá 1972 til
1973. Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt hæði árin — en á þeim
eru engin gjöld — er hækkun innflutningsverðmætis 47,6%. Sé enn
fremur sleppt innflutningi til framkvæmda Landsvirkjunar og til ís-
lcnska álfélagsins h.f. — en hann er undanþeginn aðflutningsgjöldum
að mestu — hækkar innflutningsverðmæti um 45,0% milli umræddra
ára.
Undanfarin ár hefur verið birt — hér á þessum stað i inngangi
Verslunarskýrslna — yfirlit um skiptingu á cif-verðmæti innflutnings
eftir tollhæð, þar á meðal eflir hæð EFTA-tolIs. Yfirlit þetta fellur
niður að þessu sinni, vegna örðugleika á að gera það. Stafa þeir annars
vegar af þeirri breytingu, að Danmörk, Bretland og Irland fóru úr
Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og gerðust aðilar að Efnahags-
handalagi Evrópu frá og með ársbyrjun 1973. Hins vegar kemur hér
til önnur grundvallarbreyting, sem sé sú, að frá 1. april 1973 giltu
hinir sérstöku tollar á tilteknum vörum frá EFTA-löndum fyrir svo
að segja allar sömu vörur innfluttar frá löndum Efnahagsbandalags-
ins. Var þetta afleiðing samnings íslands við Efnahagsbandalagið frá
22. júli 1972, sem samþykktur var af Alþingi i febrúar 1973. Gömlu
þátttökuriki Efnahagsbandalagsins voru Bclgia, Frakkland, Mónakó,
Holland, Italia, Lúxemborg, V-þýskaland, Andorra og San Marínó. Eins
og áður segir bættust þessi lönd í hópinn frá 1. janiiar 1973: Danmörk
(þar með Grænland en ekki Færeyjar), Bretland (þar með Gibraltar) og
írland.
Eins og getið var um á bls. 46* i inngangi Verslunarskýrslna 1970,
lækkuðu, frá 1. mars 1970, tollar á svo nefndum verndarvörum, inn-
fluttum frá EFTA-löndum, um 30%, og siðan skyldu vcrða tollalækk-
anir á verndarvörum árlega eftir árslok 1973, þ. c. frá ársbyrjun 1974,
1975 og 1976 og áfram, þannig að allir verndartollar væru horfnir árið
1980.