Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1975, Page 264
Hagstofa Islands
gefur út cftirtalin rit:
1. Hagskýrslur íslands koma út öðru hverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Þar
erubirtar ýtarlegar skýrslurum efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar (Versl-
vmarskýrslur, Búnaðarskýrslur, Sveitarsjóðareikningar, Mannfjöldaskýrslur,
Alþingiskosningar, Dómsmálaskýrslur o. fh). í I. útgáfuflokki Hagskýrslna,
sem hófst 1914, voru 132 rit, í II. útgáfuflokki, sem hófst 1951, hafa komið
út 57 rit. — Áskrifendum Hagskýrslna er tilkynnt útkoma rita jafnóðum og þau
koma út, og þeir eru beðnir að senda greiðslu. Að henni móttekinni eru rit
send þeim í pósti.
2. Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar eða ársfjórðimgslegar
skýrslur um utanríkisverslun, fískafla, þróun peningamála, framfærsluvísitölu
og aðrar vísitölur, og árlegar skýrslur um ýmisleg efni, sem ekki þykir taka
að birta í sérstöku hefti af Hagskýrslum. — Árlegt áskriftargjald Hagtíðinda
er 250 kr.
3. Statistical Bullctin er sameiginlegt rit Hagstofunnar og Seðlabanka íslands. Það
er á ensku — enda ætlað útlendingum — og kemur út ársfjórðungslega (frá og
með 1963, þar áður var það mánaðarrit). Statistical Bulletin svipar til Hag-
tíðinda að því er varðar birtingarefni, en er yfirgripsminna. Erlendir áskrif-
endur þessa rits fá það ókeypis, en innanlands er árlegt áskriftargjald þess
150 kr.
4. íbúaskrá Reykjavíkur kemur út á hverju vori. í henni eru allir íbúar Reykjavíkur
næsthðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá, með þeim upplýsingum, sem hún
hefur að geyma um hvern mann. íbúaskrá Reykjavíkur 1. desember 1973 var
1460 bls., og verð 5800 kr. í bandi. Upplag þessarar bókar er mjög takmarkað,
enda við það miðað, að hún seljist upp.
5. Skrár yfir fyrirtæki á íslandi 1969. Hér er birtur frumstofn hinnar nýju
heildarskrár Hagstofunnar yfir fyrirtæki á íslandi (þar eru með bændur,
útgerðarmenn, iðnmeistarar o. s. frv.). í þessu riti eru þríþættar uppsláttar-
skrár, þar á meðal skrár, þar sem atvinnufyrirtækjum, stofnunum og félags-
samtökum er skipt í 165 starfsgreinar. — Rit þetta kostar 1600 kr. í bandi.
Viðaukar við rit þetta hafa verið gefnir út, síðast í apríl 1973.
6. Skrár yfir dána, með fæðingardegi, dánardegi, heimili og fleiri upplýsingum
um dána, koma út árlega í fjölrituðu hefti. Fyrsta heftið, með dánum 1965
—67, kostar 130 kr., skrár yfir dána 1969 og 1970 kosta 80 kr. hvorar um
sig, skrár yfir dána 1971 100 kr., og skrár yfir dána 1972 130 kr.
Afgreiðsla ofan greindra rita er í Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10
(3. hæð), Reykjavík. Sími 26699. — Rit eru send gegn póstkröfu, ef þess er óskað,
þó ekki rit í liðum 4 og 5.