Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1980, Blaðsíða 48
46*
Verslunarskýrslur 1979
í töflu VII kemur fram cif-verðmæti vara, sem fóru um tollvörugeymsluna í
Reykjavík. Tollvörugeymslan h.f., sem fékk heimild ráðherra til að reka almenna
tollvörugeymslu í Reykjavík (sbr. lög nr. 47/1960 og reglugerð nr. 56/1961), hóf
starfsemi í ágúst 1964. Aðalhlutverk hennar er að skapa innflytjendum aðstöðu til
að fá, að vissu marki, einstakar vörusendingar tollafgreiddar smám saman eftir
hentugleikum. Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega fyrirferðarlitlar vörur,
og vörur með háum tolli, sem færðar eru í tollvörugeymslu. — Það skal tekið fram,
að Hagstofan telur allar vörur í vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru færðar í
tollvörugeymslu eftir komu þeirra til landsins í farmrými skips eða flugvélar, eða í
pósti, — en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar eru endanlega tollafgreiddir
og afhentir innflytjanda. — í júlí 1970 tók til starfa Almenna tollvörugeymslan
h.f. á Akureyri, og í júní 1976 hóf starfsemi Tollvörugeymsla Suðurnesja h.f.,
Keflavík. Vörur, sem fara um þær, eru teknar í innflutningsskýrslur á sama hátt og
vörur, sem fara um tollvörugeymslu í Reykjavík.
7. Tollar og önnur gjöld á innflutningi.
Customs duties etc.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum vörum á árinu
1979.
Frá ársbyrjun 1979 kom til framkvæmda hin fyrirfram ákveðna 10% Iækkun
frá „upphaflegum“ tolli á svo nefndum verndarvörum frá EFTA- og EBE-lönd-
um. Skal slík 10% lækkun á þeim eiga sér stað árlega, í síðasta sinn frá 1. janúar
1980, er umræddar vörur verða tollfrjálsar. Aðrar tollabreytingar 1979 voru ekki
teljandi.
Innflutningsgjald á bensíni hækkaði frá 23. febrúar 1979 úr kr. 48,40 í kr. 59,22
á lítra og aftur frá 12. júlí 1979 í kr. 70,93 á lítra (sbr. reglugerðir nr. 98 og
296/1979). Gjald á hjólbörðum oggúmmíslöngum hélst óbreytt á árinu 1979, kr.
45,00 á kg, svo og innflutningsgjald á gas- og brennsluolíu, kr. 1,33 á kg.
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum hélst einnig óbreytt á árinu 1979,50%
af cif-verði. — Að öðru leyti vísast til greinargerða á þessum stað í inngangi
Verslunarskýrslna fyrir hvert ár 1972—78.
Með lögum nr. 83 18. maí 1978 var ákveðið, að innheimta skyldi 3% jöfnunar-
gjald í ríkissjóð af tollverði (cif-verði) innfluttrar vöru, er tollar hefðu verið
lækkaðir af eða felldir niður vegna aðildar íslands að EFTA og vegna samnings
íslands við EBE. Tekjum af þessu gjaldi skyldi ráðstafað í fjárlögum ár hvert að
hluta til eflingar iðnþróun, þó skyldi tekjum af því 1978 ráðstafað af ríkis-
stjórninni. í reglugerð (nr. 233/1978) var kveðið á um, til hvaða tollskrárnúmera
gjald þetta skyldi taka, og voru þau 635 talsins. Jöfnunargjaldið kom til fram-
kvæmda 1. júlí 1978. Lög nr. 83/1978 gilda til 31. desember 1980.— Með lögum
nr. 58 31. maí 1979 var lagt á annað 3% aðlögunargjald í sama tilgangi og tekur
það til sömu tollskrárnúmera og upphaflega 3% gjaldið. Kom þetta viðbótargjald
til framkvæmda 1. júlí 1979. Lög nr. 58/1979 gilda til ársloka 1980 eins og lög nr.
83/1978. Þessi tvö 3% gjöld eru lögð á og innheimt í einu lagi.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins \ovutekjur af innfluttum vörum sem
hér segir, í millj. kr.: