Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Qupperneq 9
Verslunarskýrslur 1981
7*
Varðandi form og uppsetningu á aðaltöflum innflutnings (IV) og útflutnings
(V) vísast að öðru leyti til skýringa í upphafi hvorrar töflu. Einkum er vísað til Iiða
3—5 í skýringum við töflu IV.
Cif-verð, fob-verð o. fl. Fram að 1951 var innflutningurinn í verslunarskýrslum
eingöngu talinn á cif-verði, þ. e. á verði vöru í útflutningslandinu (fob-verð), að
viðbættum kostnaði, sem á fellur, þar til hún er affermd á ákvörðunarstað. Er hér
aðallega um að ræða flutningsgjald og vátryggingu. Síðan í Verslunarskýrslum
1951 hefur innflutningurinn einnig verið gefinn upp á fob-verði í nokkrum
töflum. Svo er nú í töflum I og IV og í 2. yfirliti í inngangi. — í þeim kafla
inngangsins, sem fjallar sérstaklega um innfluttar vörur, verður vikið nánar að
fob-verðmæti innflutningsins og mismuni þess og cif-verðmætisins.
Innflutningstölur verslunarskýrslna eru afleiðing umreiknings í íslenska mynt á
sölugengi, en útflutningstölur eru miðaðar við kaupgengi, sjá nánar aftast í
þessum kafla.
Innflutningsskýrslurnar eru gerðar eftir tollskýrslum innflytjenda, sem Hag-
stofan fær samrit af. Skýrslutöku skipa ogflugvéla, sem fluttar eru til landsins, er
þó öðru vísi háttað. Skýrslu um slíkan innflutning fær Hagstofan yfirleitt ekki frá
tollyfirvöldunum, heldur beint frá hlutaðeigandi innflytjendum. Upplýsa þeir,
hver sé byggingarkostnaður eða kaupverð hvers skips eða flugvélar. Þar við leggst
áætlaður heimflutningskostnaður og kemur þá fram verðmætið, sem tekið er í
verslunarskýrslur. Skipainnflutningurinn hefur frá og með árinu 1949 verið tek-
inn á skýrslu hálfsárslega, þ. e. með innflutningi júnímánaðar og desember-
mánaðar, nema þegar sérstök ástæða hefur verið til annars, í sambandi við
gengisbreytingar. Sömu reglu hefur verið fylgt um flugvélainnflutninginn. — í
kaflanum um innfluttar vörur síðar í innganginum er gerð nánari grein fyrir
innflutningi flugvéla og skipa 1981. — Útflutt skip og flugvélar hafa að jafnaði
verið tekin á skýrslu hálfsárslega. í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inngangin-
um er gerð grein fyrir sölu skipa og flugvéla úr landi 1981.
Útflutningurinn er í verslunarskýrslum talinn á söluverði afurða með umbúð-
um, fluttra um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er þær fyrst fara frá. Er hér yfirleitt
miðað við verðið samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Sé um að ræða greiðslu
umboðslauna til erlends aðila og það heimilað í útflutningsleyfinu, er upphæð
þeirra dregin frá, til þess að hreint fob-verð komi fram. — Fob-verð vöru, sem
seld er úr landi með cif-skilmálum, er fundið með því að draga frá cif-verðmætinu
flutningskostnað og tryggingu, ásamt umboðslaunum, ef nokkur eru. — Nettó-
verðið til útflytjandans er fob-verðið samkvæmt verslunarskýrslum að frádregn-
um gjöldum á útflutningi. Ýms gjöld, sem lögð höfðu verið á útfluttar sjávar-
afurðir, voru felld niður með lögum nr. 5 13. febrúar 1976, en í stað þeirra kom
eitt gjald, 6% af fob-verði. Frá 1. mars 1979 var þetta gjald lækkað í 5%, og gilti
sú lækkun til ársloka 1979 (sbr. lög nr. 3 2. mars 1979), en í ársbyrjun 1980
hækkaði það í 5,5% (sbr. lög nr. 2/1980). Með lögum nr. 16 8. maí 1981 var
útflutningsgjald á frystum sjávarafurðum, framleiddum á árinu 1981, lækkað í
4,5%, en útflutningsgjald á skreið og hertum þorskhausum hækað í 10%. Svo
nefnt fullvinnslugjald, 3% af fob-verði, var lagt á söltuð grásleppuhrogn með
lögum nr. 25 11. maí 1978. Það var lækkað í 1% frá 1. apríl 1981, en um leið lagt
1% útflutningsgjald á vöruna (sbr. lög nr. 58/1981). Með lögum nr. 25/1978 var
einnig bætt 3% fullvinnslugjaldi við hið almenna útflutningsgjald á söltuðum
matarhrognum og frystum þorskhrognum, og 1% fullvinnslugjald lagt á fob-verð
lagmetis. Þau gjöld eru óbreytt. Tekjur af fullvinnslugjaldinu renna til Þróunar-