Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Page 10
8*
Verslunarskýrslur 1981
sjóðs lagmetisiðnaðarins, en tekjur af almenna útflutningsgjaldinu renna til
Aflatryggingasjóðs, Fiskveiðasjóðs, Fiskimálasjóðs, til greiðslu á hluta af vá-
tryggingarkostnaði fiskiskipa, til úreldingarstyrkja fiskiskipa, til sjávarrannsókna
og Framleiðslueftirlits sjávarafurða, til Landssambands ísl. útvegsmanna og til
samtaka sjómanna (sbr. 4. gr. laga nr. 5/1976). — Engin gjöld eru á útfluttum
landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verslunarskýrsluin gilda sérstakar
reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inngangi
þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmœti sé áætlað í skýrslunum, þ. e. að
reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi útflutningsdeildar
viðskiptaráðuneytisins. Fer svo, þegar látið er uppi af hálfu útflytjanda, að varan
sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar í útflutningsskýrslum, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað miklu.
Það segir sig sjálft, að í verslunarskýrslur koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup íslenskra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verslunarskýrslum, og ef slíkar
vörureru tluttar inn ílandið, komaþærekki áskýrslu, nema að svomikluleyti sem
þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Pyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó í verslunarskýrslur. Inn-
fluttar vörur voru taidar nettó fram að 1951, en frá og með því ári voru þær taldar
brúttó, þ. e. með ytri umbúðum. Ástæða þessarar breytingar var aðallega sú, að
illa gekk að fá nettóþyngdina upp gefna í tollskýrslum, þar sem hún skipti ekki
máli við tollafgreiðslu. Hins vegar var brúttóþyngd yfirleitt tilgreind í tollskýrslu,
vegna þess að vörumagnstollur var miðaður við hana. Með nýjum tollskrárlögum,
sem komu til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur var iátinn
haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar kvikmyndafilmur var
lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. Frá 1. janúar 1977 var vörumagnstollur
einnig felldur niður á þessum vörum, að undanskilinni gasolíu og brennsluolíu. —
Vegna ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollskráin kom til
framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess að í verslunarskýrslum flestra
landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Fanngjöld. Öll millilandafarmgjöld íslenskra skipaútgerða eru verðskráð í
erlendum gjaldeyri og fylgdu því sjálfkrafa hækkandi gengi erlends gjaldeyris á
árinu (sjá það, sem segir hér á eftir um gjaldeyrisgengi). Hinn 9. janúar 1981
hækkuðuöUstykkjavörufarmgjöld frá Evrópu 5% (í erlendri mynt), síðan 13. maí
12%, 17. júlí 13% og 9. október aftur 13%. Hliðstæðar farmgjaldahækkanir frá
Bandaríkjunum voru: 13. febrúar 5%, 18.júní 12%, 21. ágúst 13% og 14.
nóvember 12%. — Af því er varðar hækkun farmgjalda fyrir stórflutning til
landsins (timbur, járn, áburður, laust korn o. fl.), sem sérstaklega er samið um
hverju sinni, réðst hún sem fyrr af samkeppnisaðstöðu. Taxtar fyrir útflutning til
Evrópulanda, sem ekki eru sérumsamdir, hækkuðu eins og taxtar fyrir flutning til
landsins og á sömu tímum. Farmgjöld fyrirstórflutning á frystum fiski til Evrópu-
landa, sem samið er um sérstaklega milli hlutaðeigenda, hækkuðu frá ársbyrjun úr
$ 130 í $ 136 á tonn („liner terms“), en sömu farmgjöld til Bandaríkjanna
hækkuðu um leið úr $ 105 í $ 110 á ton „free out“. Til viðbótar flutningsgjaldi á
frystum fiski var haldið áfram að reikna olíuviðauka vegna hás olíuverðs, en
(j yViytf fts. VLj A v'‘’—r