Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Qupperneq 11
Verslunarskýrslur 1981
9*
olíufrádráttur dreginn frá flutningsgjaldi, þegar olíuverö fór niður fyrir umsamið
viðmiðunarverð. Olíuviðauki/frádráttur var breytilegur frá einni ferð til annarrar
eftir breytingum olíuverðs. Olíuviðauki nam í árslok til Bandaríkjanna $ 0,40 á
tonn (vegið meðaltal). Olíufrádráttur frá farmgjaldi til Evrópu var í árslok $ 0,72
að meðaltali. — Hér hefur aðeins verið getið meginbreytinga á farmgjöldum 1981
til þess að hugmynd fáist um þróun þessara mála í stórum dráttum. Upplýsingar
þessar eru frá Eimskipafélagi íslands, en líkt mun hafa gerst hjá öðrum skipaút-
gerðum með millilandaflutninga.
Gjaldeyrisgengi. Á bls. 8—9 í inngangi Verslunarskýrslna 1980 er skýrt frá
breytingum á gengi íslensku krónunnar á árinu 1980. í árslok var dollar-
gengi kr. 623,00 kaup og kr. 624,80 sala, tilgreint í gömlum krónum, en í árslok
1981 var það í nýkrónum kr. 8,161 kaup og kr. 8,185 sala. Frá ársbyrjun til
ársloka 1981 hækkaði þannig gengi Bandaríkjadollars um 31,0% gagnvart ís-
lenskri krónu. Framan af árinu var dollargengi krónunnar haldið föstu, í samræmi
við stefnu ríkisstjórnarinnar þar að lútandi. Vegna áframhaldandi hækkunar
dollargengis á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum var horfið frá þessu, og sú stefna
tekin að halda vegnu meðalgengi krónunnar óbreyttu. Svo fór, að krónan var felld
þrívegis á árinu 1981, fyrst 29. maí um 3,85%, næst 26. ágúst um 4,76% ogsíðast
10. nóvember um 6,5%. Að þessum gengisfellingum frátöldum var ekki um að
ræða teljandi breytingar á vegnu meðalgengi krónunnar eftir að hún í febrúar
hætti að fylgja dollar upp á við. — Að því er varðar mánaðarlegt gengi dollars á
árinu 1981 vísast til neðanmálsgreina við töflu um útflutning og innflutning eftir
mánuðum, sem birtist í hverju blaði Hagtíðinda.
Miðað við miðgengi dollars var, eins og áður segir, um að ræða 31,0% hækkun á
gengi hans gagnvart krónunni frá árslokum 1980 til ársloka 1981, en það sam-
svarar 23,7% lækkun á gengi krónunnar gagnvart dollar. Samsvarandi hækkun á
gengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og
-sölu (dollar meðtalinn) er, samkvæmt útreikningum Seðlabanka íslands, 26,9%
á kaupgengi og 18,3% á sölugengi. Árið 1981 var meðalgengi dollars gagnvart
krónunni kr. 7,242 kaup og kr. 7,262 sala, og er það 51,2% hækkun frá meðal-
gengi dollars 1980, miðað við miðgengi.Samkvæmt útreikningum Seðlabankans
er hækkun frá 1980 til 1981 á ársmeðalgengi allra erlendra gjaldmiðla, vegin með
hlutdeild þeirra í gjaldeyriskaupum og -sölu, 46,3% á kaupgengi og 35,0% á
sölugengi. Þótt ýmsir fyrirvarar komi hér til, mun þetta hlutfall komast næst því að
sýna áhrif gengisbreytinga á verðmætistölur Verslunarskýrslna 1981.— Hér skal
á það bent, að mikið kveður að því, að innflutningur — og í enn ríkara mæli
útflutningur— sé verðskráður og greiddur í gjaldmiðli annars lands en þess, sem
selur hingað eða kaupir héðan vöru.
í árslok 1981 var skráð gengi Seðlabankans á erlendum gjaldeyri sem hérsegir
(í kr. á einingu);
Bandaríkjadollar
Sterlingspund ...
Kanadadollar ...
Dönsk króna ...
Norsk króna ....
Sænsk króna ....
Finnskt mark ...
Franskur franki .
Belgískur franki .
Svissneskur franki
Gyllini .........
Kaup Sala
8,161 8,185
15,686 15,652
6,883 6,903
1,1157 1,1189
1,4053 1,4094
1,4731 1,4774
1,8735 1,8790
1,4330 1,4372
0,2131 0,2137
4,5415 4,5548
3,3108 3,3205