Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Blaðsíða 12
10*
Verslunarskýrslur 1981
Vestur-þýskt mark ..........
Líra .......................
Austurrískur schilling .....
Escudo .....................
Peseti .....................
Yen ........................
írskt pund .................
SDR (sérstök dráttarréttindi)
■' ”p Sala
3,6311 3,6418
0,00681 0,00683
0,5188 0,5203
0,1250 0,1253
0,0839 0,0842
0,03712 0,03723
12,923 12,961
9,5181 9,5460
Dollargengið var eins og áður segir 31,0% hærra í árslok 1981 en í árslok 1980,
en gengi eftirtalinna gjaldmiðla hærra sem hér segir: Sterlingspunds 4,8%,
danskrar krónu 7,9%, norskrar krónu 16,9%, sænskrar krónu 3,6%, svissnesks
franka 29,0% og vestur-þýsks marks 14,1%. Hér kemur fram, að gengi dollars
hækkaði mikið á árinu 1981 gagnvart þessum gjaldmiðlum, öðrum en svissnesk-
um franka. Hátt og hækkandi gengi dollars 1981 bætti afkomu útflutningsfram-
leiðslu fyrir Bandaríkjamarkað og stöðu þjóðarbúsins út á við, en leiddi jafnframt
til versnandi samkeppnisaðstöðu á evrópskum mörkuðum vegna lækkandi gengis
á viðkomandi gjaldmiðlum.
Vegna látlausra breytinga á skráðu gengi hefur sá háttur verið hafður á síðan í
ársbyrjun 1979 (sjá auglýsingu um tollafgreiðslugengi, nr. 427 8/12 1978), að
sölugengi það, sem skráð er við opnun banka þann 28. hvers mánaðar gildir við
ákvörðun tollverðs innfluttrar vöru næsta almanaksmánuð þar á eftir. Þegar
veruleg breyting verður á gengi íslenskrar krónu gagnvart erlendri mynt, skal þó
við tollafgreiðslu strax á eftir miða við nýja gengið. — Útflutningstölur verslun-
arskýrslna eru sem áður miðaðar við kaupgengi á brottfarardegi skips eða flugvél-
ar. Ef útflutningsskýrsla er afhent viðkomandi embætti fyrir brottfarardag út-
flutningsfars, erþað þó kaupgengi dagsetningar útflutningsskýrslu, sem hér gildir.