Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Síða 22
20*
Verslunarskýrslur 1981
2. yfirlit. (frh.). Sundurgreining á cif-verði innflutnings 1981, eftir vörudeildum.
1000 kr. 1000 kr. 1000 kr. 1000 kr.
82 Húsgögn og hlutar til þeirra 138 873 1 608 20 271 160 752
83 Feröabúnaöur, handtöskur o. þ. h 17 563 189 1 197 18 949
84 Fatnaður, annar en skófatnaöur 263 975 2 801 13 275 280 051
85 Skófatnaður 76 609 830 5 588 83 027
87 Vísinda- og mælitæki, ót. a 81 375 850 2 810 85 035
88 Ljósmyndunarvörur, sjóntæki, ót. a., úr, klukkur .... 56 651 600 2 780 60 031
89 Ýmsar iönaðarvörur, ót. a 213 318 2 394 23 684 239 396
9 Vörur og viðskipti ekki í öðrum vörudeildum 7 130 75 335 7 540
Samtals 6 702 892 71 470 710 322 7 484 684
Alls án skipa og flugvéla 6416 512 71 470 710 322 7 198 304
• Heiti vörudeildar stytt, sjá fullan texta á bls. 22* í inngangi.
ríkisins á sterkum drykkjum og léttum vínum og hún talin jafngilda neyslunni, en
vínandainnflutningurinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir
til framleiðslu sterkra drykkja hjá Áfengisversluninni, talinn í sölu hennar á
brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vínandainnflutningi hennar kunni að hafa
farið til neyslu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í töflunni, þar sem ógerlegt er
að áætla, hversu mikið það magn muni vera. Hins vegar má gera ráð fyrir, að það
sé mjög lítið hlutfallslega. — Innflutningur vínanda síðan 1935 er sýndur í
töflunni, en hafður í sviga, þar sem hann er ekki með í neyslunni. — Það skal tekið
fram, að áfengi (þar með áfengt öl), sem áhafnir skipa og flugvéla og farþegar frá
útlöndum taka með sér inn í landið, (síðan á hausti 1979 hafa farþegar getað haft
með sér áfengt öl inn í landið), er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar
mun vera um að ræða mikið magn. Þetta ásamt öðru, sem hér kemur til greina,
gerir það að verkum, að tölur 3. yfirlits um áfengisneysluna eru ótraustar, einkum
seinni árin. — Mannfjöldatalan, sem notuð er til þess að finna neysluna á mann
hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun og árslok. Fólkstala fyrir 1981, sem
við er miðað, er 230 800.
Kaffibœtir („brennt kaffilíki“), sem alla tíð hafði verið talið með kaffi í þessu
yfirliti, hvarf þaðan frá og með 1980. Framleiðslu þessarar vöru var hætt hér á
landi 1979, eftir að hún hafði dregist mjög saman á síðari árum (árið 1950 nam
hluti kaffibætis af kaffineyslunni 22%, en aðeins 0,2% árið 1979). Neysla kaffi-
extrakts o. þ. h. hefur hins vegar aukist mjög undanfarin ár (innflutt magn 1981
var 65,4 tonn), og er hún frá og með árinu 1980 talin með „almennu" kaffi í 3.
yfirliti.
4. yfirlit sýnir verðmœti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vörudeildum. Fyrr í
þessum kafla er gerð grein fyrir skiptingu innflutnings skipa og flugvéla á júní og
desember, en hann er eins og áður segir aðeins tekinn á skýrslu tvisvar á ári.
í 5. yfirliti er sýnd sérstök skipting innflutnings 1981 eftir notkun vara og
landaflokkum. Breytt skipan vöruflokkunar og landssvæðaskiptingar, sem tekin
var upp frá ogmeð Verslunarskýrslum 1970, stóð óröskuð til ársloka 1976, en frá
og með 1977 hafa orðið nokkrar tilfærslur milli vöruflokka og smábreytingar á