Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1982, Blaðsíða 45
Verslunarskýrslur 1981
43*
flutningi, og því var þessu breytt frá og með Verslunarskýrslum 1970. Þessi
útflutningur er nú í sérstökum lið í töflu VII.
Tafla VII sýnir verðmæti innflutnings í pósti. Mjög lítið er um útflutning í pósti
og því nær eingöngu frá Reykjavík. — Póstbögglar, sem sendir eru að gjöf, hvort
heldur hingað til lands eða héðan frá einstaklingum, eru ekki teknir með í
verslunarskýrslur.
í töflu VII kemur fram cif-verðmæti vara, sem fóru um tollvörugeymsluna í
Reykjavík. Tollvörugeymslan h.f., sem fékk heimild ráðherra til að reka almenna
tollvörugeymslu í Reykjavík (sbr. lög nr. 47/1960 og reglugerð nr. 56/1961), hóf
starfsemi í ágúst 1964. Aðalhlutverk hennar er að skapa innflytjendum aðstöðu til
að fá, að vissu marki, einstakar vörusendingar tollafgreiddar smám saman eftir
hentugleikum. Að sjálfsögðu eru það aðallega tiltölulega fyrirferðarlitlar vörur,
og vörur með háum tolli, sem færðar eru í tollvörugeymslu. — Pað skal tekið fram,
að Hagstofan telur allar vörur í vörusendingu fluttar inn, þegar þær eru færðar í
tollvörugeymslu eftir komu þeirra til landsins í farmrými skips eða flugvélar, eða í
pósti, — en ekki þegar einstakir hlutar vörusendingar eru endanlega tollafgreiddir
og afhentir innflytjanda. — í júlí 1970 tók til starfa Almenna tollvörugeymslan
h.f. á Akureyri, og í júní 1976 hóf starfsemi Tollvörugeymsla Suðurnesja h.f.,
Keflavík. Vörur, sem fara um þær, eru teknar í innflutningsskýrslur á sama hátt og
vörur, sem fara um tollvörugeymslu í Reykjavík.
7. Tollar og önnur gjöld á innflutningi.
Customs duties etc.
Hér skal gerð grein fyrir þeim gjöldum, sem voru á innfluttum vörum á árinu
1981.
í ársbyrjun 1980 kom til framkvæmda síðasti áfangi 10% árlegrar lækkunar frá
upphaflegum tolli á svo nefndum verndarvörum frá EFTA- og EBE-löndum.
Vörur þær, er hér um ræðir, urðu þar með tollfrjálsar frá viðkomandi löndum.
i Innflutningsgjald á bensíni hækkaði frá 2. júní 1981 úr kr. 1,2372 á lítra í kr.
1,57 og frá 2. september 1981 í kr. 1,70 á lítra (sbr. reglugerðir nr. 266 og
478/1981). Gjald á hjólbörðum oggúmmíslöngum hélst óbreytt á árinu 1981, kr.
0,45 á kg, svo og innflutningsgjald á gas- og brennsluolíu, kr. 0,0133 á kg.
Innflutningsgjald á bifreiðum og bifhjólum hélst einnig óbreytt á árinu 1981,50%
af cif-verði, nema gjald á bifreiðum, sem knúnar eru aflvélum með 2200 cm3
þrýstirýmieðaminna,semlækkaðií35% l.ágúst 1981 (reglugerðnr.453/1981).
Hér var öðru fremur um að ræða ráðstöfun til lækkunar á framfærsluvísutölu. —
Að öðru Ieyti vísast til greinargerða á þessum stað í inngangi Verslunarskýrslna
fyrir hvert ár 1972—80.
Með lögum nr. 65 16. júlí 1975 var lagt 12% svo kallað vörugjald á fjölmargar
innfluttar vörur og á sömu innlendar vörur að svo miklu leyti sem þær eru
framleiddar innanlands. Frá 1. janúar 1976 var gjald þetta lækkað í 10%, en frá 7.
maí 1976 (sbr. Iögnr. 20/1976) varþað hækkaðí 18% ogfrá20. febrúar 1978 var
það lækkað í 16%. Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 96 8. sept. 1978 skiptist
vörugjald þetta í 2 gjaldflokka, 16% og30%. Frá ársbyrjun 1979 var 16% gjaldið
hækkað í 18%, en ekki varð breyting á 30% gjaldinu. Með bráðabirgðalögum nr.
84 16. október 1979 (reglugerð nr. 515/1979) var 18% vörugjaldið hækkað í
^ 24% frá 12. september 1979. (sbr. einniglög nr. 107/1978,74/1979,33/1980 og